24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Hollið sem lauk veiðum í Norðurá á þriðjudaginn fékk frábæra veiði. Þegar blaðamaður hringdi í einn veiðimanninn, Sigurjón Ragnar ljósmyndara, var hann farinn úr Borgarfirðinum og kominn í Blöndu. „Við vorum að landa fyrsta stóra hængnum hér í Blöndu. Þetta hafa allt verið stór- hrygnur hingað til,“ sagði Sigurjón. „Gunnar Norðdahl tók hann, þetta var alger kúla. 89 sentimetra langur og 46 sentimetrar í ummál. Það eru ótrúlega flottir fiskar í þessari á.“ Aðspurður sagði Sigurjón aðstæð- ur vera frekar sérstakar, 4 stig hiti úti en vatnið mun heitara, nær 10 gráðum. „Annars var Norðurárferðin eins og á besta tíma sumarsins,“ hélt Sigurjón áfram. „Þetta byrjaði rólega en svo rigndi á mánudags- kvöldið og áin óx og litaðist. Að morgni þjóðhátíðadagsins hófst svo veislan. Við tókum fjóra á Eyr- inni. Laugakvörnin og Stokkhyls- brotið duttu inn og allt voru þetta grálúsugir laxar. Það var sannköll- uð þjóðhátíðarstemning á bökkun- um. Sigurjón segir að í raun hafi bara verið veitt á sex stangir, tvær hefðu verið óseldar en samt náði hollið 32 löxum. „Það besta er hversu mikið var af tveggja ára stórfiski. Ég hef ekki séð svona fiska þarna í þrjú, fjögur ár en núna náðum við fjölmörgum, allt upp í 93 sentimetra langan hæng. Það er vonandi eitthvað komið í lag í sjónum,“ sagði Sigurjón að lokum og hélt áfram að veiða í Blöndu. Mikið af tveggja ára stórfiski Úr Norðurá í Blöndu Miður júnímánuður hefur á síðustu árum ekki þótt vænlegur til stórveiða á laxi. Stórlaxinn hefur átt undir högg að sækja og var nánast undantekning ef þeim sást bregða fyrir í borgfirskum ám á síðasta ári. Veiðimenn eru þó að upplifa eina bestu vor- vertíðina í langan tíma. Stórlaxinn er mættur. Slappað af við Norðurá Lautarferð að kvöldi við Stokkhyl. Fyrir stuttu kvaddi okkur feng- sæll og vinsæll veiðimaður, KK, hinn eini og sanni. Ég kynntist KK löngu eftir að hann lagði saxófón- inn frá sér og helgaði sig veiðum og verslun, ekki síst Litlu flugunni sem hann stofnaði til að þjóna veiðimönnum. Margt gott á ég honum að þakka. KK miðlaði jafnan til nýrra veiðimanna af hlýju og skilningi og hjálpaði mörgum okkar að feta fyrstu sporin. Fyrir nokkrum árum tók Þorsteinn Joð viðtal við KK fyrir flugur.is, og ég veit að þeir félagar báðir fyrirgefa mér að birta nokkra vel valda búta úr því við- tali til minningar um góðan leið- sögumann. Tónninn í þessu spjalli er einmitt svo góður, nærvera KK skín í gegn eins og við þekktum hann svo margir, og hér má læra ýmislegt. Gefum skrásetjara, ÞJV, orðið: ,,KK kynntist einmitt Hlíðar- vatni í Selvogi löngu áður en nokkur fór þangað að ráði. Hann keypti veiðileyfin hjá fremur sér- stökum manni vestur í bæ. „Ég þurfti að koma í spariföt- unum,“ segir KK. „Maður fékk ekki leyfi ef maður var ekki vel klæddur. Ég keypti gjarna tvær stangir og stundum gat ég alls ekki fengið neinn með mér. Það breyttist svo fljótlega, nú er slegist um þetta.“ Hvaða flugur varstu að setja undir svona snemma vors, eins og í maí? „Þegar ég byrjaði fyrst var ég með venjulegar flugur, eins og Alexöndru, Teal and black og allt þetta. Ég var einfaldlega bara með flugur sem voru einu númeri stærri en þær sem ég notaði í El- liðavatni, númer 10 eða 12. Svo eftir að púpurnar komu til sög- unnar þá fór veiðin að ganga miklu betur … Ég notaði hægt sökkvandi línu eða bara flotlínu, eftir því hvað ég var að reyna í það og það skiptið. Svo var auð- velt að skipta um línu, sem menn gera reyndar alltof sjaldan.“ Ef þú værir að fara í Hlíðarvatn í fyrramálið KK, hvað værir þú að hnýta nákvæmlega núna? „Ef ég ætti ekki nóg af Peacock þá myndi ég hnýta eina svoleiðis, með kúlu, stærð svona 10-12.“ Ég velti því upp við hann, hvort menn hnýti ekki færri straumflug- ur til silungsveiða en áður, eftir að púpurnar komu til sögunnar. „Jú, það má segja það. Það eru mjög fáir sem nota straumflugur í vatnaveiði en ég þekki menn sem hafa gert það með góðum árangri. Ég hef einstöku sinnum sett út Black ghost og fengið á hana en ég hef ekki stundað að nota straum- flugur í vötnunum. Þetta eru jú straumflugur, ég nota þær helst í straumi.“ Svo nefnir Kristján bestu laxa- flugurnar sínar, sem óhætt er að leggja sig eftir að muna: „Black brahan er eftirlætið mitt,“ segir hann. „Líka Yellow dog og Garry.“ KK stendur hægt á fætur og sækir eina af hverri tegund í skúffur sín- ar. Brahan er hnýtt með mjög löngu skotti. Black brahan er grátlega einföld fluga, KK? „Það segir þú satt. Hún var upprunalega með ullarbúk, en mér finnst hún best með Lúrexi og rauðum haus. Það eru ekki all- ir ánægðir með að hafa hana með rauðum haus en ég vil hafa hana þannig.“ Og hvaða stærðir myndir þú nota að vori, eða snemmsumars? „Ég myndi byrja á númer 8 eða 10. Garry nota ég aldrei nema í númer 8, það er nú svo skrýtið. Ég hef hnýtt hana mikið í stærð 10 og selt mikið af henni, en ég nota ekki þá stærð sjálfur. Það er vita- skuld alkunna, að margir veiða vel á þær flugur sem þeir trúa á, þótt það sé líka augljóst að það séu flugurnar sem þeir reyna mest. Þetta vekur upp sígildar spurn- ingar um sambandið milli flug- unnar sem maður hefur undir og trúarinnar á að hún gefi. Þetta fer eftir svo mörgu sjáðu. Þumalputtareglan er auðvitað ljósar flugur í sólskini, dökkar í þykkviðri. Maður reynir þetta kannski fyrst og smækkar flug- urnar eða stækkar eftir því hvað er að gerast. Það sem mér finnst alltaf skrýtið er að fara úr flugum númer 8 í 10-12, og síðan að nota stórar túpur sem fiskurinn kannski tekur loksins.“ Þú ert nú þykist ég vita þrjósk- ur maður í veiði. Þú hættir senni- lega aldrei eftir þrjú fjögur köst? Svolítil þögn. ,,Ég er þolinmóð- ur í veiði skulum við segja.“ Svo hlær hann góðlega. „Ég hef alltaf verið svona. Ég er búinn að vera nokkuð mörg ár í þessu og hef alltaf jafn gaman af því að koma að veiðiá. Ef til vill fengust fimm laxar deginum áður á þrjár stang- ir, eða einn, skiptir engu máli. Þá hugsa ég stundum með mér: Já, það fékkst bara einn í gær. Þá hlýtur að vera eitthvað eftir. Mað- ur er óforbetranlegur í þessum málum.“ Bestu þakkir KK. (Viðtal Þor- steins Joð í heild er á flugur.is.) VEIDDU BETUR KK kveður Kristján Kristjánsson helgaði sig veiðum og flugum Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði. Nú um Jónsmessuna, þegar nótt- in er í sumarfríi og dagurinn tek- inn við öllum sólarhringnum er tilvalið að skella sér í fallegt veiði- vatn að kvöldi og veiða fram und- ir morgun. Það er fátt sem jafnast á við að standa í spegilsléttu Þingvallavatni á miðnætti, heyra bara fuglasöng og skvaldur ann- arra veiðimanna sem jafnvel standa í órafjarlægð og kasta flugunni í hyldýpið. Kuð- ungableikjan leggst ekki á melt- una þótt sólin lækki flugið. Langar veiðinætur Sex félagar sem voru við veiðar í Hítarvatni á laug- ardaginn lentu í fínni veiði. Þeir veiddu hátt í 30 fiska, bæði bleikj- ur og urriða. Eitt- hvað var af stór- fiskum í veiðinni, 3,5 punda urriði og 3 punda bleikja létu blekkjast af makrílnum. Þeir sem veiddu á flugu náðu líka fisk- um. Helgin við Hítarvatn Veiðikortið veitir nú aðgang að 32 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Með veiðikortið í höndunum, ákveður þú hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum www.frances.is Frítt flugubox fylgir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta byrjaði rólega en svo rigndi hann á mánudags- kvöldið og áin óx og litaðist. veiði

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.