Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 12
Rætt vió tvenn hjón um reynslu þeirra af lútherskri hjónahelgi Aó gera gott hjónaband betra Viðtal: Hanna Þórey Guðmundsdóttir Fjölmörg hjón á íslandi hafa farió á lútherska hjónahelgi og allir virðast jafnánægóir sem hafa farið á slíka helgi. Tvenn hjón standa í senn í forsvari fyrir samtökunum og núna eru það sr. Sigur- jón Arni Eyjólfsson og Martina Brogmus ásamt Þyri Emmu Þorsteinsdóttur og Karli Geirssyni. Bjarma lék forvitni á að vita meira um þetta starf og fékk því Þyri og Karl í spjall yfir kaffisopa. Þyri er fædd og uppalin á Ólafsfirði en fluttist suóur á unglingsárunum. Karl Geirsson er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og hafa þau verió gift í 22 ár. Hvað er lúthersk hjónahelgi? Lúthersk hjónahelgi er samtök. Þau eru sjálfstæð og engum háð. Samtökin halda nokkrar hjónahelgar hér á íslandi á ári og markmiðió er að gera góð hjónabönd betri. Upprunans er að leita á Spáni 1957 þar sem kaþólskur prestur sem sá um fjölskylduráðgjöf tók eftir því að samskipti voru mismunandi góó inn- an fjölskyldna. Hann fór að velta orsök- inni fýrir sér, komst aó hvað olli þessum góðu tjáskiptum í sumum fjölskyldn- anna og byrjaði að halda svona helgar. Frá Spáni barst hjónahelgin til Suóur- Ameríku og þaðan til Norður-Ameríku. Til Islands kom hún eiginlega með hern- um. Fyrsta helgin var haldin 1985 og voru flestir þátttakendur af Suðurnesjum til þess að byrja með enda voru fyrstu helgarnar haldnar á ensku uppi á velli. Hvernig er petta uppbyggt? Námskeióin sem taka eina helgi eru í fýrirlestraformi og það eru fern hjón sem leiða hvert námskeið, þar aferu alltafein prestshjón. Orðió helgi hefur tvöfalda merkingu þar sem hér er einnig vísað til helgi hjónabandsins. Hjónin eru gift, helguð hvort af öðru. Hvers vegna hvílir pessi leyndyfir pví hvað fer fram? Leyndin sem hvílir yfir starfinu er mjög mikilvæg og vió erum afskaplega glöð að hjón viróa hana. Þessu má líkja við að fara á góða bíómynd; maóur vill ekki vita allt fyrir fram, heldur upplifa myndina sjálfur. Hjón verða að fá aó upplifa helgina á sín- um forsendum. Hún er heldur ekkert aug- lýst, einungis kynnt á milli fólks. Hjón sem hafa farið á svona helgi geta boðið vina- hjónum sínum. Þá er oftast byrjaó á því að bjóða þeim á kynningarfund. Hjónin sem er boðió verða að treysta því að þau hjón sem bjóða þeim séu að gera þeim gott. Stundum gerist það reyndar að hjón eru ekki tilbúin til að fara. Hvað eru margir pátttakendur ísenn á helgi? Það taka 40 hjón þátt í hverri helgi, þar af eru fern hjón sem leiða. Enn sem komið er eru helgarnar aðeins haldnar hér í Reykjavík og núna eru haldnar fjór- ar helgar á ári. Fyrir nokkrum árum voru þær einungis tvær. Einhvern veginn er það þó svo að þó að við Ijölgum helgum þá lengist alltaf biðlistinn. Meðalbiðtími eftir að komast á helgi er tvö ár. Á ís- landi hafa um það bil 1650 hjón farió á lútherska hjónahelgi. í langflestum tilfell- um fara hjón aðeins einu sinni en þó hefur komió fyrir aó fólk hefur farið tvisvar. Kemur hópurinn aftursaman eftir helgina? Eftir helgina gefst fólki kostur á að halda áfram í þessu starfi og það eru mjög margir sem gera þaó. Það segir sig líka sjálft að til þess að ein svona helgi 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.