Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
Menning
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÁSTRÍÐUR Alda Sigurðardóttir
verður einleikari með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands á tónleikum
hljómsveitarinnar í kvöld. Verkið er
vafalítið einn vinsælasti píanókon-
sert sögunnar, Píanókonsert nr. 2
eftir Chopin en um þessar mundir
eru 200 ár frá fæðingu tónskáldsins.
?Þetta er rosalega gaman og æf-
ingarnar hafa gengið vel,? segir Ást-
ríður Alda. ?Maður byrjar bara á
fyrstu síðu,? segir hún sposk, spurð
að því hvernig hún byrji að vinna svo
stórt verk.
?Reyndar byrjaði ég að fikta í
fyrsta kaflanum fyrir langa löngu,
hef sennilega verið 17 ára. Svo var
það fyrir um ári að Árni Heimir Ing-
ólfsson hafði samband við mig á
facebook og spurði mig hvað ég vildi
spila með hljómsveitinni. Það gerist
allt á facebook núna. Ég gaf upp
þrjá konserta og hljómsveitin valdi
þennan, enda passar hann líka vel á
móti Víkingi Heiðari sem spilar fyrri
konsertinn eftir áramót.?
Fer varlega að stórvirkjunum
Ástríður Alda hlær, þegar ég spyr
hana hvort hún eigi í kærleiks-
sambandi við konsert Chopins, en
segir svo með þunga: ?Þetta er stórt
verk, og maður verður að fara var-
lega að svo stórum verkum. Það
myndast aldrei almennilegt sam-
band við tónverk ef maður tekst á
við það af hörku. Ég passa mig á því
að fara mjúklega að svona stórum og
viðamiklum verkum. En þetta er
líka erfitt, að sjálfsögðu. Verkið er
búið að einoka hug minn síðustu vik-
urnar. Maður vaknar með það í
hausnum á morgnana og dreymir
það á nóttunni. Það er engin und-
ankomuleið. Jú, þetta er hörku-
samband, og ég segi Chopin ekkert
upp fyrr en á föstudaginn.?
Ástríður Alda segir ekki erfitt að
spila svo vel þekkt verk sem flestir
unnendur klassískrar tónlistar
þekkja. Ég spyr hana hvort hún
hlusti mikið á túlkun annarra pían-
ista á Chopin. ?Það getur að sjálf-
sögðu verið æðislegt að fá hug-
myndir en ákvarðanirnar um mína
túlkun tek ég út frá sjálfri mér og
það er eina rétta leiðin.?
Á tónleikunum leikur hljómsveitin
tvo stríðsfáka eftir Beethoven, Cori-
olan-forleikinn og Sinfóníu nr. 3,
Eróiku, sem sumir kalla Hetju-
hljómkviðuna, og Beethoven tileink-
aði upphaflega Napóleon Bonaparte.
Þegar Napóleon skipaði sjálfan sig
Frakklandskeisara reiddist Beetho-
ven svo mjög að hann krassaði yfir
nafn Napóleons á nótunum og skrif-
aði Eroica í staðinn.
Stjórnandi í kvöld er bandaríski
stjórnandinn Robert Spano og það
er uppselt! Hvernig líst einleik-
aranum á það? ?Það er unaðslegt og
ég gæti ekki verið ánægðari með hve
vel er tekið á móti mér.?
Chopin
sagt upp
á morgun
Ástríður Alda Sigurð-
ardóttir er einleikari
með Sinfó í kvöld
Ástríður Tók mjúklega á Chopin.
Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í
Hafnarborg í dag flytja þær
Antonía Hevesi píanóleikari og
Dísella Lárusdóttir sópran
sykursæt amerísk jólalög og
tvær aríur, Prendi úr Ást-
ardrykknum og Eccomi in lieta
vesta eftir Belliniauk en Dís-
ella Lárusdóttir syngur um
þessar mundir hlutverk Adinu
í Ástardrykknum eftir Doni-
zetti í Íslensku óperunni. Tón-
leikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og
eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Antonía
hefur frá byrjun verið listrænn stjórnandi tón-
leikaraðarinnar og þar hafa margir af fremstu
söngvurum þjóðarinnar hafa komið fram.
Tónlist
Dísella syngur 
dísæt jólalög
Dísella
Lárusdóttir
DIDDÚ, Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, syngur á jólatónleikum
Skagfirsku söngsveitarinnar í
Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.
Þar verða sungin þekkt jólalög,
þar á meðal Frá ljósanna hásal,
Jingle bell rokk, Betlehem-
stjarnan og fleiri. Diddú verð-
ur sérstakur gestur og syngur
meðal annars: Nú minnir svo
ótal margt á jólin og Ó helga
nótt. Skagfirska söngsveitin
hefur fengið til liðs við sig hljómsveit, og í henni
eru hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Jón
Rafnsson, Ástvaldur Traustason, og Kristinn
Snær Agnarsson. Stjórnandi Skagfirsku söng-
sveitarinnar er Renata Ivan
Tónlist
Diddú syngur 
með Skagfirsku
Sigrún 
Hjálmtýsdóttir
Á TÓNLEIKUNUM í Múl-
anum í kvöld leikur hljómsveit
bassaleikarans Ólafs Stolzen-
wald, en með honum spila gít-
arleikararnir Ásgeir Ásgeirs-
son og Ómar Guðjónsson
ásamt Scott Maclemore sem
leikur á trommur. Þema tón-
leikanna er tónlist gítarleik-
arans Kenny Burrell sem m.a.
lék inn plötur með saxófónleik-
aranum John Coltrane og org-
elleikaranum Jimmy Smith. Ásamt tónlist Burrell
verður leikin m.a. tónlist eftir Charlie Haden og
hljómsveitarmeðlimi. Tónleikar Múlans fara fram
í Jazzkjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18,
gegnt Þjóðleikhúsinu og hefjast þeir kl. 21.
Tónlist
Gítarveisla Óla
Stolz í Múlanum
Ólafur 
Stolzenwald
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
VORMENN Íslands er fyrsta skáld-
saga Mikaels Torfasonar í sjö ár og
þar er sögð saga Birgis Thorlacius,
sem er fráskilinn, gjaldþrota og
dauðvona fjárglæframaður. En af
hverju kom ekki skáldsaga í sjö ár?
?Ég hætti að skrifa,? segir Mikael.
?Ég hafði skrifað fjórar skáldsögur
á sex árum, gert eina bíómynd og
skrifað leikrit. Ég var það sem kall-
að er duglegur höfundur en allt í
einu fannst mér ég vera þurrausinn.
Búinn að segja allt sem ég ætlaði að
segja. Ég datt inn í starf, varð rit-
stjóri DV og taldi að þar með væri
ég hættur að vera rithöfundur. Ég
hugsaði með mér: Ég byrja bara aft-
ur að skrifa þegar ég er orðinn nógu
gáfaður til þess. En ef maður er rit-
höfundur getur maður ekki hætt því,
eins og ég komst að raun um. Ég
held samt að biðin hafi bara verið til
góðs því á þessum árum, sem ég
skrifaði ekki skáldskap, þroskaðist
ég frá þeim reiða unga manni sem ég
var. Ég hefði örugglega skrifað
hundleiðinlegar bækur þessi sjö ár.?
Henti DV-bók
Varstu lengi að skrifa þessa bók?
?Ætli það megi ekki segja að ég
hafi gengið með bókina í maganum í
þessi sjö ár. Hún var í stöðugri þró-
un í huganum og titillinn var alltaf
Vormenn Íslands. Upphaflega ætl-
aði ég að skrifa bók um árin mín sem
ritstjóri DV, hún átti að vera sam-
blanda af samfélagsrýni og máls-
vörn. Ég skrifaði hana í nokkrum
uppköstum og sendi til vina minna.
Þeir urðu ógurlega hrifnir. Ég var
ekki hrifinn en mér fannst gott að fá
útrás í þessum skrifum. Ég man að
ég talaði illa um þessa bók í viðtali
og fékk tölvupóst frá Illuga Jök-
ulssyni sem sagði: ?Hættu þessi
rugli Mikki, DV-bókin þín var ekki
svona slæm.? En mér fannst hún
leiðinleg og henti henni en notaði
sögumanninn þar í þessari nýju
bók.?
Áhrif frá Vonnegut
Þú hefur í viðtölum í gegnum árin
marglýst yfir aðdáun þinni á banda-
ríska rithöfundinum Philip Roth, er
þessi bók þín ekki undir sterkum
áhrifum frá honum?
?Philip Roth og Kurt Vonnegut
eru uppáhaldsrithöfundarnir mínir
og ég er undir miklum áhrifum frá
þeim. Áhrif Vonnegut eru sterk í
þessari bók. Þegar ég var að skrifa
bókina hrundi íslenska bankakerfið.
Ég vildi ekki verða jafn reiður og rit-
höfundarnir sem voru að berja á
potta og pönnur á Austurvelli heldur
fór að lesa bækur Kurt Vonnegut.
Við lesturinn uppgötvaði ég að það
skiptir engu hversu stór harmleikur-
inn er, hvort hann snýst um banka-
hrun eða persónulegt hrun, það er
alltaf hægt að sjá kómík í aðstæðum.
Kurt Vonnegut lifði miklu krítískari
tíma en við, var hermaður í seinni
heimsstyrjöldinni og lenti í fanga-
búðum, en gat alltaf komið auga á
sprenghlægilegar hliðar mála. Við
bankahrunið var eins og Íslendingar
hefðu glatað húmornum. Þjóðin gat
ekki hlegið að eigin óförum eða
neinu öðru, hún gat ekki lengur
skemmt sér.?
Í bókinni ertu að fjalla um afar
dapurlega hluti, dauða, svik, áfeng-
issýki og ofbeldi en samt er bókin
skemmtileg.
?Það er bara eins og lífið. Lífið
getur verið mjög flókið en samt er
það skemmtilegt. Þrátt fyrir alla erf-
iðleika er gaman að vera til og lífið
er sjaldnast svo ömurlegt að maður
geti ekki hlegið.?
Flókið en skemmtilegt líf
L50098 Vormenn Íslands er ný skáldsaga Mikaels Torfasonar L50098 Áhrif frá Kurt Vonne-
gut og Philip Roth L50098 Sér kómík í öllum aðstæðum L50098 Henti handriti um árin á DV
Morgunblaðið/Kristinn
Mikael Torfason ?Við bankahrunið var eins og Íslendingar hefðu glatað
húmornum. Þjóðin gat ekki hlegið að eigin óförum eða neinu öðru.?
um allan heim hafa æ síðan kunnað
að meta bitastætt framlag hans til
þeirrar tóngreinar, þ. á m. yfir 20
blásaraoktetta fyrir 2 óbó, 2 klarín-
ett, 2 horn og 2 fagott, líkt og í par-
títum Mozarts.
Krommer hefði orðið 250 ára á
laugardaginn var, og efndi Hnúka-
þeyr til tónleika á Kjarvalsstöðum
af því tilefni. Aðsóknin hefði vel
mátt vera meiri, en e.t.v. dró úr
henni hvað verk Krommers eru enn
fákunn utan sérunnendahóps tré-
blásaratónlistar ? í sorglegum
blóra við verðleika þeirra. Fámenni
hlustenda var því bagalegra sem
það náði lítt að hemja glymjandi
salarins. Þó að sá henti vel kór eða
strengjasveit, á það síður við kraft-
mikinn blásarahóp. Það segir sína
sögu að 8-12 manna blásarasveitir
T
ékkland var fyrr á öldum
nefnt ?Tónskóli Evrópu?,
þökk sé grúa tónskálda og
hljómlistarmanna er það-
an komu í góðar þarfir þýzkumæl-
andi nágrannalöndum. Meðal
þeirra snillinga var tónskáldið
Franz Krommer (1759-1831) frá
Mæri (Mähren). Tréblásarasveitir
klassíska skeiðsins léku oftar undir
berum himni en inni í húsum (að
vísu sunnar í álfu við öllu mildara
veðurfar en hér). Er því spurning
hvort spilamennskan hefði notið sín
betur úti á göngum myndlist-
arsafnsins við minna endurkast frá
veggjum.
Fyrsta verkið, Oktett í F, var
raunar ekki eftir Krommer heldur
Joseph Haydn; talið útsetning á
frumverki fyrir strengjasveit, og
útþættirnir m.a.s. eftir nemendur
hans. Stóð þar upp úr Menúettinn
(III) með grallaralegum Tríó-
miðhluta. Síðan kom fyrra verkið
eftir Krommer, partítan ?Harm-
onie-Musik? í Es Op. 71, er líkt og
samnefnt verk hans eftir hlé í B
Op. 78 naut viðbótar kontrafagotts
við hefðbundnu oktettáhöfnina.
Munaði um minna, því rymjandi
langafastærð hins venjulega fa-
gotts fyllti rosalega upp í túttí-
köflum og stórvíkkaði allar and-
stæður með nær- eða fjarveru
sinni.
Túlkun Hnúkaþeys var almennt í
góðu samræmi við háan staðal
hópsins, þótt hefði framan af mátt
flíka meiri styrkvídd. Dýnamíkin
komst hins vegar að fullu til skila
eftir hlé, og í leikandi velupplagðri
meðferð níeykisins mátti fljótt
skilja eftirlæti blástursmúsíkanta á
Krommer. Ekki aðeins í því hversu
vel var skrifað fyrir hljóðfærin per
se, heldur einnig, og engu síður,
fyrir bullandi melódískt og hljóm-
rænt hugvit ? og kostuleg rytmísk
tilþrif er minntu jafnvel á Beethov-
en í banastuði.
Kammermeistarinn Krommer
Kjarvalsstaðir
Kammertónleikar
Verk eftir Haydn og Krommer. Blás-
arasveitin Hnúkaþeyr. Laugardaginn
28.11. kl. 17.
RÍKARÐUR Ö. 
PÁLSSON
TÓNLIST
[þ]etta minnir svo-
lítið á Basic Instinct,
en án Sharon Stone. 36 
»

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44