Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 „Sigur er óhugs- andi í Afganistan. Það er rétt af Obama að kalla hersveitirnar heim, sama hversu erfitt það verður,“ sagði Mikhaíl Gorbat- sjov, síðasti aðal- ritari sovéska kommúnista- flokksins fyrir fall Sovétríkjanna, í viðtali við breska útvarpið, BBC. „Ég er mjög áhyggjufullur. Við er- um aðeins hálfnaðir á braut okkar frá einræði til lýðræðis og frelsis. Og baráttan heldur áfram. Það eru enn margir í samfélagi okkar sem óttast lýðræðið og myndu kjósa einræðis- stjórn,“ sagði Gorbatsjov, sem var æðsti valdamaður Sovétríkjanna þegar þau drógu herlið sitt til baka frá Afganistan árið 1989, áratug eftir að þau réðust inn í múslímaríkið. Femínistar mótmæla Pútín Á sama tíma komu úkraínskir femínistar saman í Kænugarði og mótmæltu afskiptum rússneskra ráðamanna af innanlandsmálum í Úkraínu í tilefni af heimsókn Pútíns. Sögðu femínistar afskiptin hafa dregið úr frelsi fjölmiðla jafnt sem rétti mótmælenda í landinu. „Við sofum ekki hjá dvergum frá Kreml,“ sagði á einu skiltanna með skírskotun til hins lágvaxna Pútíns. „Sigur óhugsandi í Afganistan“ Mikhaíl Gorbatsjov 1. nóvember verður nýtt nafnskírteini með örflögu sett í umferð í Þýska- landi. Öryggissérfræðingar eru ánægðir með nýja skírteinið, en almennir borgarar eru margir tortryggnir. Samkvæmt vefsíðu Der Spiegel hefur undanfarið verið örtröð einstaklinga, sem vilja skírteini án flögu, hjá op- inberum stofnunum. Örflagan í skírteininu geymir upplýsingar um hand- hafa þess og á að gera að verkum að hægt verður að nota það á netinu. Reuters Með upplýsingar á örflögu Umdeilt nafnskírteini í umferð í Þýskalandi Danskir sérfræð- ingar hyggjast nú gera rann- sóknir á jarð- neskum leifum stjörnufræðings- ins Tychos Bra- hes, sem nú á að grafa upp í Prag. Ætlunin er að rannsaka hvern- ig dauða hans bar að. Á vefsíðu dagblaðsins Dnes var haft eftir Zdenek Dragoun forn- leifafræðingi að veitt hefði verið leyfi fyrir því að grafa Brahe upp 15. nóvember og ættu niðurstöður rannsókna að liggja fyrir fimm dögum síðar. Tyge Ottesen Brahe var uppi á sextándu öld, fæddist 1546 og lést 1601. Hann hélt því fram að tunglið og sólin snerust umhverfis jörðina, en aðrar plánetur væru á braut um- hverfis sólu. Brahe fæddist í Dan- mörku, en síðustu tvö ár ævi sinnar bjó hann í Prag og var í þjónustu Rúdólfs II. keisara af Habsborg. Talið hefur verið að dánarorsök Brahes hafi verið nýrnabilun, en grunsemdir eru um að vísvitandi hafi verið eitrað fyrir honum. Byrlað eitur að undirlagi Dana- konungs? Ekki er langt síðan danski sagn- fræðingurinn Peter Andersen leiddi getum að því að fjarskyldur ættingi stjörnufræðingsins, Eric Brahe, hefði myrt hann að undir- lagi Kristjáns IV. Danakonungs. Danskir sérfræðingar undir for- ustu fornleifafræðingsins Jens Vel- les munu rannsaka jarðneskar leif- ar Brahes í rannsóknarstofum þjóðminjasafnsins í Prag. Gert er ráð fyrir að Brahe verði jarðsettur í Prag að nýju 19. nóv- ember. Rannsaka 400 ára ráðgátu Tycho Brahe Karl Blöndal kbl@mbl.is Nestor Kirchner, fyrrverandi forseti Argentínu og eiginmaður núverandi forseta, Cristina Kirchner, lést í gær af hjartaslagi. Flaggað var í hálfa stöng fyrir utan forsetahöllina og fyrir utan hana hafði verið skilið eftir skilti með áletruninni „Hugrekki, frú forseti“. Búist hafði verið við að hann mundi bjóða sig aftur fram til forseta á næsta ári. Kirchner var aðeins sextugur að aldri, en hafði verið heilsuveill og farið í tvær aðgerðir á þessu ári þar sem stíflaðar æðar voru hreinsaðar. Kirchner var forseti Argentínu frá 2003 til 2007 og leiddi landið úr efna- hagskreppunni 1999 til 2002, sem leiddi til greiðslufalls argentínska ríkisins. Talið er að það hafi verið mesta greiðslufall ríkis í sögunni. Í valdatíð Kirchners var mikill vöxtur í Argentínu. Réði þar mestu gríðarleg aukning í útflutningi land- búnaðarafurða. Aðgangur Argent- ínu að alþjóðlegum fjármagnsmörk- uðum var hins vegar nánast enginn. Kirchner reyndi árið 2005 að end- ursemja um kjör 100 milljarða doll- ara skuldar einkaaðila. Árið eftir greiddi hann 9,5 milljarða dollara útistandandi skuld við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, sem hann kenndi um efnahagslegar ófarir þjóðar sinnar. Kirchner reyndi einnig að gera upp einræðistíma herforingjastjórn- arinnar í Argentínu 1976 til 1983. Hann hóf rannsókn á örlögum þeirra þúsunda einstaklinga sem voru drepnir eða látnir hverfa í tíð herfor- ingjastjórnarinnar. Þegar kjörtímabili Kirchners lauk 2007 ákvað hann að styðja framboð konu sinnar fremur en að sækjast eftir endurkjöri. Hann hafði mikil áhrif bak við tjöldin og nýtti einnig stöðu sína sem þingmaður og síðar sem framkvæmdastjóri Unasur, samtaka ríkja í Suður-Ameríku. Gagnrýnendur töldu að Kirchner- hjónin hygðust skiptast á að sitja á forsetastóli. Hins vegar hefur Cristina Kirchner átt á brattann að sækja og átt í deilum við hagsmuna- samtök bænda, argentínska fjöl- miðla og hæstarétt landsins. Nestor Kirchner missti þingsæti sitt 2009 og flokkur hans missti þá meirihluta sinn á þingi. Auk þess hafði heilsufar hans vakið spurning- ar um hvort hann væri hæfur til að setjast á valdastól á ný. Leiddi Argentínu inn í uppsveiflu  Nestor Kirchner, fyrrverandi forseti Argentínu, látinn  Kona hans tók við forsetaembættinu  Kirchner hélt í áhrif bak við tjöldin og var búist við að hann byði sig aftur fram árið 2011 Reuters Valdamikil hjón Nestor Kirchner, fyrrverandi forseti Argentínu, ásamt Cristina, konu sinni og núverandi forseta. Nestor Kirchner lést í gær. Óx ásmegin » Nestor Kirchner fæddist í bænum Rio Gallegos 25. feb- rúar 1950. » Hann var ríkisstjóri í 12 ár í héraðinu Santa Cruz sem er auðugt af olíu og er í Patagóníu. » Kirchner fékk tæpan fjórð- ung atkvæða þegar hann var kjörinn forseti. Hann náði kjöri vegna þess að andstæðingur hans, Carlos Menem, þáverandi forseti, hætti við að sækjast eftir endurkjöri í seinni umferð kosninganna. » Þegar Kirchner lét af emb- ætti 2007 mældust vinsældir hans 60%. Leikskólabörn hafa í gegnum tíðina mörg hver stigið sín fyrstu spor á listasviðinu með því að föndra með pappahólka úr klósettrúllum. Vísbendingar eru um að þetta rótgróna fyrirbæri sé á útleið en þau tíðindi urðu í sögu klósettrúll- unnar í vikunni að Kimberly-Clark, einn stærsti framleiðandi heims á þessu sviði, hefur hafið sölu á hólka- lausum klósettrúllum í tilrauna- skyni. Fjallað er um málið á vef banda- ríska dagblaðsins USA Today en þar segir að breytingin sé sú mesta í aldarlangri sögu klósettrúllunnar. Er sérstaklega tekið fram að síðasta pappírssnifsið verði nothæft, enda verði það laust við límið sem notað er til að festa rúllurnar við hólkinn. Árlega eru framleiddar 17 millj- arðar klósettrúllna í Bandaríkj- unum og er ruslið sem frá þeim kemur talið mundu ná til tunglsins og baka ef því væri staflað upp, alls tæplega 73.000 tonn. Hafa umhverfisverndarsinnar því fagnað skrefinu sem lið í að draga úr úrgangi frá bandarískum heim- ilum. Klósettrúlluhólkurinn á útleið 200 km Heimildir: Tímaritið American Journal of Primatology, fréttaskeyti Ljósmynd: Dr. Thomas Geissmann, University of Zurich-Irchel APINN MEÐ UPPBRETTA NEFIÐ Ný apategund hefur verið uppgötvuð á afskekktu og skógi vöxnu svæði í norðurhluta Búrma en hún er í hættu vegna skógarhöggs og stíflugerðar Kínverja, að því er vísindamenn greindu frá í gær Hlutfallslega langt skott Um 140% af líkamslengd ENGAR MYNDIR ERU TIL AF LIFANDI APA AF ÞESSARI TEGUND Þessi mynd var sett saman í mynd- vinnsluforritinu Photoshop út frá mynd af skyldri apategund frá Yunnan í Kína og hræi nýupp- götvaðrar apategundar Uppbrett nasahol Gjarnir á að hnerra þegar það rignir og vatn lekur inn í nefið Hvítt skegg Hvítur hárbrúskur í eyrum Kachinríki Vísindamenn áætla að á milli 260 og 330 apar lifi á svæði sem er um 270 ferkílómetrar Tegundin, Rhinopithecus strykeri, er talin í mikilli útrýmingarhættu Naypyitaw BÚRMA Andamanhaf Myitkyina Bangkok TAÍLAND KÍNA Ir ra w a dd y R . INDLAND TEGUNDIR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Á BÚRMA Samtals eftir dýrahópum Spendýr 45 Plöntur* 42 Fuglar 41 * Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) eiga enn eftir að meta stöðu margra tegunda og er því ekki vitað um stofnstærð þeirra Fiskar* 33 Skriðdýr* 24 Lindýr* 1 Önnur* 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.