Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 13

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 13
Gunnar Ragnarsson: Rangtúlkun grískrar heimspeki Fyrri grein Tilefni greinar þessarar er bók eftir Gunnar Dal, sem kom út á síðastliðnu ári og ber heitið Sókrates. Frá Gunn- ari Dal hafa áður komið tvær bækur heimspekilegs efnis: Rödd Indlands og Þeir spáðu í stjörnurnar. Er hin fyrri um indverska heimspeki, sem Gunnar Dal mun hafa lagt nokkra stund á, en hin síðari er stutt ágrip af ævi og kenningum tólf vestrænna heimspek- inga frá Ágústínusi til Hegels. „Sókra- tes“ fjallar að meiri hluta um heim- spekinga fyrir daga Sókratesar, og er því heiti bókarinnar heldur villandi um innihaldið. Að réttu lagi hefði hún átt að heita Grísk heimspeki frá Þalesi til Sókratesar eða jafnvel Ný túlkun á uppruna og eðli grískrar heimspeki, þar sem höfundur leitast við að sýna fram á, að austræn áhrif á gríska heimspeki sé grundvallaratriði, sem fræðimönnum hafi jafnan sézt yfir, annaðhvort af þekkingarskorti á stað- reyndum eða vísvitandi í þeim til- gangi að gera heimspekilegan hlut Grikkja sem stærstan og halda þannig á lofti ágæti vestrænnar menningar á kostnað austrænnar. Fræðimenn yfir- DAGSKRÁ Ieitt neiti því, að nokkuð, sem nefn- andi sé heimspeki, hafi verið til fyrir tíð Grikkja. Og vegna þess að fræði- menn hafa ekki vitað um eða vitandi vits lokað augunum fyrir hinum aust- ræna uppruna heimspekinnar, hafi þeir misskilið og rangtúlkað hina fyrstu grísku hugsuði, þeir hafi í raun og veru meint allt annað en þeir hafa verið taldir meina, viðfangsefni þeirra verið allt önnur en hin vestræna heim- spekihefð hefur talið þá hafa glímt við; þeir hafi verið miklu „dýpri“ en almennt er ætlað, enda reist kenning- ar sínar á fornum grunni, en ekki ver- ið neinir brautryðjendur í nýjum vís- indum. — Eitthvað í þessum dúr er hið heimspekilega inntak ritsins. All- mikið er af sögulegu efni í bókinni, og mun ég ekki fjalla um það í grein þessari, en vil þó taka fram, að sögu- legu kaflarnir finnast mér yfirleitt betur skrifaðir en þeir heimspekilegu. Hefur höfundur nokkuð glöggt auga fyrir einkennum og andrúmslofti sögustaða. Þeim, sem leggja stund á gríska heimspeki fyrir daga Platons, er mikill 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.