Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er þverfaglegt sviðslistaverk þar sem frumsaminni tónlist og myndrænu leikhúsi er fléttað sam- an. Hljóðfæraleikarar, söngvarar og aðrir sviðslistamenn miðla sögu- heiminum í ólínulegri frásögn,“ seg- ir Sigríður Sunna Reynisdóttir um tónleikhúsverkið Wide Slumber sem VaVaVoom og Bedroom Community frumsýna á Listahátíð í Reykjavík í kvöld kl. 20 í Tjarn- arbíói. „Kveikjuna að verkinu má rekja til þess að fyrir mörgum árum gaf kanadíska ljóð- skáldið angela rawlings Valgeiri Sig- urðssyni, eiginmanni mínum, ljóða- bók sína sem nefnist Wide Slumber for Lepidopterists. Þegar Valgeir fór að lesa bókina fór hann strax að heyra tónlist og lét mig lesa bókina,“ segir Sigríður Sunna og tekur fram að hún hafi strax farið að sjá marg- víslegar myndir fyrir sér. „Við erum því búin að vera með hugmyndina að verkinu í maganum í nokkur ár,“ segir Sigríður Sunna sem vann leik- gerð verksins í samvinnu við Söru Martí sem jafnframt leikstýrir sýn- ingunni. Spurð hvað sé svona heillandi við texta a. rawlings bendir Sigríður Sunna á að bókin sameini fiðrilda- fræði og svefnrannsóknir. „angela vann bókina með æskuvini sínum, Matt Ceolin, en hann var mjög heill- aður af skordýrum og hún af svefni og draumum,“ segir Sigríður Sunna og bendir á að í ljóðum a. rawlings birtist draumkennt landslag fiðrilda, lirfa og púpa þar sem prósi hins vak- andi manns umbreytist í ljóð þess sem sefur. Sífelld hamskipti á sviðinu „Flakkað er á milli mismunandi stiga svefns og þeim líkt við lífsferil fiðrilda og mölflugna. Þannig er andvakan látin speglast í fæðingu eggs og svefnsýkin birtist okkur í lirfu sem brýst út úr eggi. Þegar lirfan hefur síðustu stig myndbreyt- ingar þá byrja draumarnir að spinna vef sinn þétt umleikis okkur, líkt og púpa, þar til við erum orðin svefn- genglar og tilbúin að birtast í end- anlegri mynd sem fiðrildi.“ Að sögn Sigríðar Sunnu er ætl- unin að skapa þennan draumkennda heim sífelldra hamskipta á sviðinu með aðferðum myndræns leikhúss. „Fyrir miðju sviðinu verður eins- konar vefstóll sem vefur silkiþræði sem hlykkjast um rýmið og spinna púpu,“ segir Sigríður Sunna sem sjálf mun bregða sér í hlutverk vef- arans. Með önnur hlutverk fara söngvararnir Alexi Murdoch sem svefngengill, Sasha Siem sem svefn- rannsóknarmaður og Ásgerður Júníusdóttir sem fiðrildafræðingur. Um hljóðfæraleik sjá James McVinnie á hljómborð, Liam Byrne á víólu da gamba og Ólafur Björn Ólafsson á slagverk. Aðrir listamenn sem að sýningunni koma eru Val- gerður Rúnarsdóttir danshöfundur, Eva Signý Berger leikmyndahönn- uður, Harpa Einarsdóttir bún- ingahönnuður, Marie Tanya Keller sem hannar leikmuni í samvinnu við Sigríði Sunnu, Ingi Bekk ljósa- og vídeóhönnuður, Pierre-Alain Giraud höfundur myndbandsverka og Dan Bora sem annast hljóð. Við undirbúning sýningarinnar leituðu listrænir stjórnendur til svefnvísindamanna við University College í London og fiðrildafræð- inga við Harvard Museum of Com- parative Zoology. „Frá þessum fræðimönnum fengum við m.a. upp- tökur af skordýrahljóðum og ljós- myndir bæði af fiðrildum og heila- bylgjum úr svefnrannsóknum, sem við notum í sýningunni,“ segir Sig- ríður Sunna. Skordýr magnaðir vefarar Spurð hvort brúðum bregði fyrir í verkinu svarar Sigríður Sunna því neitandi. „Það eru engar eiginlegar brúður í sýningunni, en vissulega brúðuleikhúselement. Þannig lifna hlutir við og taka á sig nýjar og óvæntar myndir. Og búningarnir eru eins og lifandi skúlptúrar og vísa í hamskiptaferlið, því þeir taka allir einhverjum breytingum í verkinu. Sama gildir með leikmyndina,“ segir Sigríður Sunna og bætir við: „Mér fannst mjög gaman að komast að því ensku orðin yfir púpu og brúðu, þ.e. pupa og puppet, eru dregin af sama latneska stofninum. Það er eitthvað við þessi hamskipti hjá fiðrildinu sem á mjög vel við brúðuleikhús og myndrænt leikhús. Skordýr eru mögnuðustu vefarar náttúrunnar,“ segir Sigríður Sunna sem toga mun í alls kyns strengi og spotta í verkinu. Innt eftir því hvort til standi að sýna sýninguna erlendis svarar Sig- ríður Sunna því játandi. „Við kynnt- um verkið í tengslum við APAP- ráðstefnuna í New York í janúar sl. Þar voru margir bókarar sem sýndu verkinu áhuga og munu koma til landsins til að sjá sýninguna hér í Tjarnarbíói. Við gerum því ráð fyrir að fara í sýningarferðir með verkið á listahátíðir og til listamiðstöðva bæði í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári. Við finnum fyrir miklum áhuga, ekki síst sökum þess hversu þverfaglegt verkið er.“ Þess má að lokum geta að aðeins verða þrjár sýningar á verkinu hér- lendis, þ.e. í kvöld, á morgun og mánudag kl. 20 öll kvöld. Boðið verður upp á umræður að lokinni sýningunni annað kvöld þar sem Melissa Whitaker, líffræðingur með sérhæfingu í fiðrildafræðum við Harvard Museum of Comparative Zoology, tekur m.a. þátt. Á morgun, sunnudag, milli kl. 14-15, verður Whitaker með ókeypis námskeið í fiðrildainnrömmun í Tjarnarbíói. Þar sem sætafjöldi er takmarkaður þurfa áhugasamir að tilkynna þátt- töku sína með pósti á netfangið: lucy@bedroomcommunity.net. Á kaffihúsi Tjarnarbíós sýnir Matt Ce- olin sýningu sem nefnist Somnop- tera. Sameina fiðrildafræði og svefnrannsóknir  Tónleikhúsverkið Wide Slumber byggt á bók a. rawlings Ljósmynd/Pierre-Alain Giraud Fjölhæf Ásgerður Júníusdóttir syngur hlutverk fiðrildafræðingsins. Sigríður Sunna Reynisdóttir Fiðrildi Alexi Murdoch syngur hlutverk svefngengils í tónleikhúsverkinu. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fim 12/6 kl. 20:00 Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Arty Hour (Kaffihús) Þri 27/5 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.