Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 34
Ljósmynd: Þorvarður Arnason FATNAÐUR Gagnlegur þáttur, enspennandi Vegna eindreginna óska margra lesenda ÞJÓÐLÍFS höfum við ákveðið að taka upp fastan þátt í tímaritinu, sem við nefnum því einfalda nafni FATNAÐUR. Hér verður ekki á ferðinni glans- tísku-auglýsingaþáttur. Ætlunin er, að fræða lesendur á gagn- legan hátt um fatnað, hvort sem um er að ræða buxur, pils, skó, kápur, frakka, peysur, — á konur, börn og karlmenn. Hér verður tekið fyrir efni á borð við það hvernig breyta megi gömlum flíkum, hvernig setja má saman fatnað þannig að vel fari, hvernig hentugt sé að gera við fatnað, hvernig „stórt“ fólk getur klætt af sér stærðina o.s.frv. Markmiðið er, að lesendur fái sem mest sjálfir út úr lestrinum, fái hugmyndir og gagnlegar ábendingar sem komi þeim að góðum notum í daglegu lífí. ÞJÓÐLÍF hefur fengið til liðs við sig þjóðkunnan hönnuð á þessu sviði. Það er Sigrún Guðmundsdóttir, sem hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar Fötfyrir alla, sem Mál og menn- ing gaf út 1984, og bókina Föt fyrir börn, sem sama forlag hefur nýverið gefið út. Sigrún er handavinnu- og mynd- menntakennari og hefur m.a. kennt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti undanfarin sjö ár. Sigrún hannaði leikbúningana fyrir sýningu M.R.- inga í tengslum við afmæli skólans, en sú leiksýning var sýnd fyrir nokkru í sjónvarpinu. Á síðasta ári vann hún að sérstöku verkefni fyrir verslunina Epal með gardínuefni frá Kvadrat og Marimekko og einnig með Gefjunar- áklœði, en efni þessi notaði Sigrún í fatnað. Afrakstur þessarar vinnu var svo sýndur á Hótel Borg á samsýn- ingu með Evu Vilhelmsdóttur frá versluninni Skryddu. Sigrún segir, að hún muni hafa þáttinn FATNAÐUR fyrst og fremst gagnlegan. „En ég vil líka hafa hann svolítið spennandi," segir hún. „Það er alls ekki dýrt að vera skemmtilega klæddur — peningar og fegurð er hreint ekki það sama. Það er hægt að gera ótrúlega mikið fyrir lítið fé. Mér finnst, að fólk eigi fyrst og fremst að vera persónulega klætt og sjálfstætt, ekki láta teyma sig eftir tískunni í þessum efnum, eins og allt of mikið er um nú. Og ég mun gera það sem ég get til þess að aðstoða lesendur ÞJÓÐLÍFS." Þess skal að lokum getið, að öllum ábendingum og hugmyndum um efni mun verða góðfúslega tekið. Skrifið til: Félagsútgáfan h.f, c/o Sigrún Guðmundsdóttir, Pósthólf 1752, 121 Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir. Höfund- ur tveggja bóka um fatnað og saumaskap og nú fastur dálkahöf- undur í ÞJÓÐLÍFI. 34 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.