Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 36
FRETTIR Jóhanna Harðardóttir heitir rauðhærð og röggsöm kona, sem daglega stjórnar vinsæl- um þætti á nýju útvarpsstöð- inni, Bylgjunni. Þátturinn heitir Flóamarkaðurinn, og þar skiptist á umfjöllun um neytendamál og tilboð frá hlustendum um kaup og sölu ýmissa muna úr heimahúsum. ÞJÓÐLÍF fylgdist með Jó- hönnu að starfí einn daginn. Húsnæði nýju útvarpsstöðvarinnar lætur ekki mikið yfir sér, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þarna kúldrast allir á sömu 100 fermetrunum eða svo, en ekki er að sjá annað en að samkomulagið sé gott. Hrossahlátrar berast frá kaffistofunni, sem svo er nefnd (sennilega vegna þess að þar hvílir lítil kaffikanna í einu horni og þangað skáskýtur fólk sér inn til þess að hella í bollana sína). Jóhanna er í stúdíóinu að taka á móti símtölum frá fólki úti í bæ. Fyrir framan hana er heljarmikið takkaborð, sem fæstir myndu kunna skil á, en dagskrár- gerðarmenn Bylgjunnar verða veskú að senda sína þætti út sjálfir. Ýmis- konar mistök hafa að sjálfsögðu fylgt í kjölfar þessarar stefnu, m.a. kom það fyrir Jóhönnu að gleyma að skrúfa fyrir einn daginn og flaut þá út á öldur ljósvakans nett samtal milli hennar og ektamakans! En hvað um það, áfram heldur Bylgjan sinn gang og aðstandendur vona að ölduganginn fari að lægja. Sigríður hringir í Jóhönnu og kveðst vilja selja ísskáp, brúðarkjól og jakkaföt. Rósa vill selja jakka og eld- húsborð. Magneu vantar ísskáp og fataskáp og Guðbjörg kveðst vilja selja barnabílstól og gærukerrupoka. Haraldur vill skipta á Glen Campbell plötum og nokkrum Johnny Cash. Skúli vill losna við fataskáp og þvottavél. Og er þá fátt eitt talið af því sem hlustendur vilja annað hvort selja eða kaupa. Jóhanna tekur á móti öllu með bros á vör, spilar plötur og opnar 36 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.