Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 151. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar sjö helstu iðnríkjanna funda: Jeltsín ætlar að biðja um greiðslufrest á erlendum skuldum The Daily Telegraph. FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hófst í Miinchen í Þýska- landi í gær. Vonast leiðtogarnir til að ná samkomulagi um aukna frí- verslun og samdrátt rikisútgjalda um alla Evrópu til að þrýsta á um vaxtalækkun í því skyni að örva hagvöxt. Norman Lamont, fjármálaráð- herra Bretlands, spáði því að vextir gætu farið að lækka ef Þjóðveijar og Italir myndu standa við nýlegar yfirlýsingar sínar um að draga úr fjárlagahalía. Borís Jeltsín kemur til Miinchen í dag og hittir leiðtog- anna að máli á miðvikudag. I gær lýsti hann því yfir i Moskvu að hann væri undir miklum þrýstingi frá leiðtogum annarra lýðvelda inn- an Samveldis sjálfstæðra ríkja að biðja um nokkurra ára greiðslufrest á afborgunum og vaxtagreiðslum vegna erlendra skulda þeirra. Jeltsín sagði marga leiðtoga lýð- veldanna vera þeirrar skoðunar að fella bæri niður skuldirnar, þar sem þeir hefðu ekki stofnað til þeirra. Heildarskuldir lýðveldanna nema um fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna og bera Rússar þyngstu byrð- ina. Leiðtogar sjö helstu iðnríkjanna voru frekar svartsýnir á ástand efna- VES: Norðmenn vilja fá aukaaðild Ósló. Rcuter. THORVALD Stoltenberg, utan- ríkisráðherra Noregs, sagði í gær að Norðmenn myndu þekkjast boð um aukaaðild að Vestur-Evrópu- sambandinu (VES). Hann sagði að Klaus Kinkel, ut- anríkisráðherra Þýskaland, hefði boðið Norðmönnum aukaaðild en Þjóðveijar fara nú með forystuna í VES. „Við erum mjög ánægðir með að fá þetta boð,“ sagði Stoltenberg og bætti við að með þessum hætti yrði Norðmönnum kleift að taka þátt í öllum vinnuhópum og nefndum VES. Þeir myndu þó ekki hafa at- kvæðisrétt né heldur vera bundnir af ákvörðunum sambandsins. hagsmála í ríkjum sínum. Þjóðveijar og Japanir telja ólíklegt að vextir geti lækkað til muna á næstunni til að örva hagvöxt, þrátt fyrir að allir leiðtogarnir væru sammála um að sú spá þeirra í fyrra að aukinn hag- vöxtur væri þá á næsta leiti hefði verið ótímabær. Einn talsmanna frönsku ríkisstjórnarinnar dró um- ræður við setningarathöfn fundarins þannig saman að menn hefðu „fýld- ir“ metið hið almenna ástand efna- hagsmála í heiminum. Helsta deilumál Bandaríkjamanna og Evrópubandalagsins á fundinum er tregða Evrópubúa til að draga úr niðurgreiðslum til landbúnaðar um- fram það sem framkvæmdastjórn EB lagði til á dögunum. Hefur þetta komið í veg fyrir að hægt hafi verið að ná samkomulagi í GATT-viðræð- unum. Hin mikla óvissa sem ríkir um hvort efnahagsbati sé væntanlegur hefur einnig valdið nokkrum deilum milli leiðtoganna um hversu um- fangsmikil efnahagsaðstoðin við fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna eigi að vera. Borís Jeltsín hefur lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að „koma með betlistaf i hendi“ en sú ákvörðun hans að koma til Múnchen í dag, degi fyrr en til stóð, er túlkuð sem svo að hann vilji auka þrýsting á leiðtogana. Rússar hafa óskað eft- ir því að fá formlega aðild að fundum leiðtoga stærstu iðnríkjanna en þeirri beiðni hefur alfarið verið hafnað af Japönum, sem vilja ekki veita Rúss- um annað en neyðaraðstoð þar til þeir hafa skilað aftur fjórum Kyrra- hafseyjum sem þeir hertóku í síðari heimsstyijöldinni. Reuter Um fimm hundruð vinstrisinnar efndu til mótmæla er fundur leiðtoganna hófst í gær. Hrópuðu þeir slagorð á borð við að leiðtogafundurinn væri „alþjóðleg útrýmingarmiðstöð". Þúsund óeirðalögreglumenn um- kringdu mótmælendurna, réðust að þeim með kylfum og drógu marga í burtu á hárinu. Christian Ude, borgarstjóri Miinchen, sagði framkomu lögreglunnar hafa verið á mörkum þess að vera „hrottaleg" og eyðilagt vonir borgarinnar um að sýna á sér „frjálslynda" hlið. Leiðtogafundur Samveidis sjálfstæðra ríkja: Samveldisríkin ákveða stofnun friðargæsluliðs Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR Samveldis sjálfstæðra ríkja samþykktu á fundi sínum í Moskvu í gær að stofna sameiginlegt friðargæslulið, sem á að stilla til friðar í þjóðernisdéilum í samveldisríkjunum. Borís Jeltsin Rússlands- forseti sagði að fyrsta verkefni gæsluliðsins væri að stilla til friðar í Moldóvu, þar sem hundruð manna hafa fallið á undanförnum vikum. Deilur um yfirráð yfir kjarnorkuvopnum fyrrum Sovétríkjanna settu nokkurn skugga á fundinn. Jeltsín sagði að gæslulið gæti ekki farið til Moldóvu nema þing landsins bæði um það, en Mircea Snegur, forseti Moldóvu, hefði fullvissað sig um að það yrði gert þegar þing lands- ins hittist í dag, þriðjudag. Snegur sagðist í gær fagna ákvörðuninni um sameiginlegt friðargæslulið, en hann sagði í fyrra tríánuði að Moldóva ætti í stríði við Rússland eftir harða bardaga við rússneska aðskilnaðar- sinna um borgina Bendery. Jeltsín sagði að samþykktin sýndi að samveldið væri fært um að taka á brýnustu vandamálum aðildarríkj- anna, en forseti Armeníu, Levon Ter-Petrosjan, lýsti yfir efasemdum um hinar nýstofnuðu friðargæslu- sveitir, sem gætu samkvæmt sam- þykktinni verið sendar á vettvang í stríði Armena og Azera. „Því miður hafa samveldisríkin engar leiðir til að stöðva þjóðernisdeilur og þessar yfirlýsingar í dag eru eingöngu orð,“ sagði hann. Leiðtogi Azerbajdzhans, Abulfaz Eltsjíbej, ákvað að snið- ganga fundinn, einn hinna ellefu leið- toga samveldisríkjanna. Umræðum um eitt erfiðasta deilu- mál samveldisríkjanna, hvernig yfir- stjórn kjamorkuherafla þeirra verður háttað, var frestað á fundinum. For- seti Úkraínu, Leoníd Kravtsjúk, hef- ur legið undir ámæli fyrir að krefj- ast þess að fá jafnt ákvörðunarvald á við Jeltsín yfir kjamorkuvopnum í Úkraínu. Fyrir utan Rússland og Úkraínu em ennþá kjamorkuvopn í Hvíta-Rússlandi og Kazakhstan. Vegatálmar fjarlægðir Franskir óeirðalögreglumenn létu í gær til skarar skríða gegn vörubílstjómm sem sett hafa upp vegatálma víðs vegar um vegi landsins til að mótmæla nýjum reglum um ökuréttindi. Fimm hundmð lögreglumönn- um tókst með aðstoð brynvarðra herbíla að bijóta upp vegatálma á tveimur klukku- stundum sem lokað hefur hraðbrautinni til Lille í viku, en hún er meginsamgönguæð Parísar í norðurátt. Þá fjarlægðu 200 lög- reglumenn vegatálma við Lyon. Mótmæli vörubílstjóranna hafa staðið í á aðra viku og hafa margar helstu hraðbrautir Frakk- lands lokast svo dögum skiptir. í gær voru enn um 200 vegatálmar víðs vegar um Frakkland sem lokuðu akstursleiðum að Miðjarðarhafinu og Normandí og einangr- uðu margar borgir s.s. Lyon, Toulouse, Poitiers og Bordeaux. Á myndinni má sjá lögreglumenn ráðast til atlögu gegn vega- tálma skammt frá Lyon. Reuter. Kúrdahéruð íraks: Forsetafrú Frakklands slapp er sprengja sprakk Gfnf. Rcuter, The Daily Telegraph. FJÓRIR týndu lífi og 19 særðust er bílsprengja sprakk í grennd við borgina Sulaimanieh, sem er í Kúrdahéruðum Iraks, í gær. Danielle Mitterrand, eiginkona Francois Mitterrands Frakklandsforseta, og Bernard Kouchner, ráðherra heilbrigðis- og mannréttindamála, voru á staðnum og sluppu naumlega. Forsetafrúin hefur stutt Kúrda í bar- áttu þeirra við Saddarn Hussein íraksforseta. Forsetafrúin var í fjögurra daga heimsókn í Kúrdahéruðunum á veg- um France-Libertes, hjálparstofnun er hún veitir forstöðu. Að sögn heim- ildarmanna var sprengjan í Toyota- bíl, sem lagt hafði verið við vegar- kant og var ef til vill merktur SÞ. Þrír kúrdískir skæruliðar, sem gæta skyldu Mitterrand, og tíu ára gam- all drengur fórust. írösk dagblöð gagnrýndu heim- sókn forsetafrúarinnar harðlega og sögðu að henni væri nær að sinna hlutskipti íraskra barna sem þjáðust vegna viðskiptabanns SÞ á írak. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræð- inu en íraskir stjómarandstæðingar í útlegð sökuðu Saddam um að standa á bak við það. Heimildarmenn hjá SÞ sögðu líklegt að svo væri en ekkert væri hægt að sanna í þeim efnum og talsmenn franska utanrík- isráðuneytisins sögðu ýmsa koma til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 151. tölublað (07.07.1992)
https://timarit.is/issue/124863

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

151. tölublað (07.07.1992)

Aðgerðir: