Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 4
4 T í M I N N PÁLMI HANNESSON: Frá móðuharðindunum SíSueldur. ÞAÐ VAR ÁRIÐ 1783. Súður í Frakklandi situr Lúðvík konung- ur 16. í dýrlegum fagnaði, og kringum hann sveimar hinn gullni Rokoko-aðall, með óskiljanlega fáguðu látbragði. Gjá- líft og glæsilegt er þetta fólk, þessi prúð- búnu eftirlætisbörn hinnar átjándu aldar, og eyðslusamt úr hófi fram. En úti um byggðir Frakklands stritar örbirg alþýðan og safnar glóðum elds að höfði aðals, kóngs og kennivalds. í Danmörku réði ríkjum annar einvalds- konungur, Kristján sjöundi. Hann var að vísu geðveikur, en hvað gerði það. Hann var konungur af guðs náð. Og aðalsherrar og auðugir kaupmenn litu á hann sem fulltrúa hins eilífa valds, þess valds, sem veitti þeim fé og forráð manna. Að öðru leyti létu menn hverjum degi nægja sína þjáningu og reyndu að tolla í tízkunni — og tízkan kom frá París, þá eins og nú. En alþýðin borgaði brúsann með lífi sínu og velferð. Hún eyddi æfi sinni í vonlaust strit. Hún byggði skrauthýsin, hún lagði vegina, hún dró að veizluföngin fyrir höfðingjana. Og synir hennar féllu á víg- völlunum í vonlausum styrjöldum, fyrir guð, kónginn og föðurlandið. Og á íslandi? Á Bessastöðum sat æðsti fulltrúi konungsvaldsins, Thodal stipt- amtmaður. í Viðey Skúli Magnússon land- fógeti. En í Skálholti Hannes Finnsson, æðsti umboðsmaður hinna himnesku yfir- valda á landi hér. Hér var hvorkí kóngur né aðall. Hér var aðeins alþýða og emb- ættismenn. En alþýðan, bændurnir for- feöur okkar, varð að strita og líða, eins og öll önnur alþýða, fyrir kaupmenn og kóng. Og stríð hennar varð að steinlögð- um götum, og skapaði skrauthýsi, — bara ekki á íslandi heldur í Kaupmannahöfn. Að öðru leyti reyndu menn að líkjast höfðingjunum, eftir því sem efnin leyfðu, og flestir, sem gátu, gerðust herrar yfir þeim, sem enn voru minna máttar. Hér á landi hefir herskylda að vísu ekki viðgengist. En þó hefir þjóðin átt í stöð- ugu stríði við grimma og volduga náttúru, við jarðareld, ísa og úthöf. Og nú gekk hún út í sína þyngstu raun. — Það var árið 1783. Hvernig voru íslendingar búnir við því hallæri, sem í vændum var? Frá því um miðja öldina hafði hver hremmingin á fætur annarri riðið yfir þjóðina. Fyrst komu óskapleg harðindi, sem stóðu sam- fleytt frá 1751—1758. Varð þá fjárfellir svo mikill, að heita mátti, að heilar sveit- ir yrðu sauðlausar og meira en 6.000 manna létu lifið af sjúkdómum og ófeiti, eins og sumir söguritarar nefna hungur- dauðann af kvenlegri hæversku. Eftir þetta mátti kalla gott árferði fram undir 1780, þó að nokkuð væri misært að von- um. En þá kom annað til. Hekla gaus árið 1766 og um líkt leyti geisaði hér bóla, sem burtkallaði marga. En árið 1760 sendi konungur hingað nokkra spanska hrúta að gjöf, til eflingar sauðfjárræktinni í land- inu. Einn af þessum hrútum var látinn að Leirá, til Magnúsar amtmanns Gíslasonar, afa Magnúsar Stephensen, sem var bú- höldur mikill og höfðingi. Nokkru síðar fór að bera á ókenndum sjúkdómi í sauð- fénu á Leirá og kotunum í kring. Það var fjárkláðinn, og hann breiddist nú um mestan hluta landsins á næstu árum, því að lítið var um varnarráð eða læknisdóm.' Árið 1770 skipaði konungur svo til, að prestar skyldu biðja móti kláðanum á hverjum sunnudegi, hvarvetna á landinu, en það ráð þótti ekki koma að tilætluðum notum, og var þá annað upp tekið, sem var almennur niðurskurður á hinu sýkta fé. Þannig tókst loks að yfirstíga þessa plágu árið 1779. En þá var tekið að harðna í ári að nýju, og leið svo fram til ársins 1783. — Bæði fjárkláðinn og flest þau misæri, sem yfir landið gengu af völdum náttúrunnar, höfðu þá tvo kosti, að þau náðu ekki til alls landsins í einu, og tóku einhverntíma enda. En þó var sú ein plága, sem á þessum árum þjakaði landið allt, frá yztu annesjum til innstu dala, óslitin og linkindarlaus, frá kynslóð til kynslóðar. Þessi plága var einokunarverzlunin danska. Hvað stoðaði góður vilji af hálfu konungs og stjórnarvalda? Hvað stoðaði stórhug- ur Skúla Magnússonar eða hagsýni Eggerts Ólafssonar, meðan samvizkusnauðar kaup- mannaklíkur gátu mergsogið þjóðina og dregið úr henni allan mátt og mótstöðu- kraft? Árið 1783 voru landsmenn tæpar fimm- tíu þúsundir að tölu. Flestir lifðu á land- búnaði en þó nokkrir á sjósókn. Sjávar- útvegur var þá ekki til sem sjálfstæð at- vinnugrein, heldur var hann hafður með búskapnum. Þjóðfélagið átti engar eignir, hvorki vegi, brýr, hús né nokkur mann- virki önnur. Og þjóðfélag var raunar alls ekki til á líkan hátt og nú. Konungurinn fékk skattana og skyldur, og frá honum kom öll góð og fullkomin gjöf, jafnvel embættislaun og útlendir hrútar. Flestar jarðir á landinu voru í eigu kon- ungs og nokkurra efnaðra ætta, og eins var um þær fáu fleytur, sem til voru. Allur þorri manna dró fram lífið sem leiguliðar eða hjú. Aðrir voru bónbjarga menn og gengu verðgang. Þeim fjölgaði stórum þegar harðnaði að, því að flakkið var at- vinnubótavinna fyrri tíma. Bjargræðisvon manna var bundin við skepnurnar framar öllu öðru, og þær voru fáar. í fardögum 1783 er talið að til hafi verið á landinu 21.500 nautgripir, 233.000 fjár og 36.500 hross. Ekki er ósennilegt, að eitthvað hafi verið dregið undan framtali, eisn og hér hefir löngum verið venja, en um það verður þó ekki vitað með vissu. Ef þessum fénaði hefði verið skipt jafnt milli allra landsmanna, hefði komið í hlut hverrar fimm manna fjölskyldu 2 kýr, 24 kindur og 4 hross. Þetta hefir þá verið meðalbú, og það er ekki stórt, einkum er féð féll, en því olli kláðinn. En nú var vitanlega skepnunum misskipt eins og öllu öðru. Sumir áttu sæmilegan bústofn, en aðrir, þótt búendur teldust, áttu lítið ann- að en líkama sinn og lystugan maga, sem sjaldan fékk saðningu. — Jú, sumir áttu auk þess ómegð og skuldir við kaupmann- inn, sem þeir höfðu hleypt sér í fyrir kornmat, tóbak og brennivin. Pálmi Hannesson Þegar þess er gætt, hve skepnurnar voru fáar í samanburði við fólkið, má það þykja undarlegt, að ekki skyldi vera hægt að heyja svo að tryggt væri, hvernig sem áraði, — því að ekki vantaði vinnuhörkuna. Skýringin er sú ein, að ánauð og verzlun- arkúgun höfðu sljóvgað þjóðina og firrt hana framsýni og dug, svo að hún var lítt fær um að sjá sér farborða. Þannig var þá ástandið árið 1783, þegar móðuharðindin dundu yfir. Þetta minnisstæða ár gekk í garð með umhleypingum og gerði áfreða svo mikía, að jarðlaust varð víða um land. Hélt svo fram lengi vetrar og leit út fyrir kolhrun á skepnum. En á einmánuði skipti um til hins betra og bjargaðist fénaðurinn af, en hann gekk illa undan og þótti gera lítið gagn. Víða var sultur í búi þetta vor, og er það til dæmis, að á Langanesi var búið að eta 30 hross á góu. En hrossakjötsát þótti ó- sæmilegt hverjum heiðarlegum manni, nema þá helzt í hallærum. Á Suðurlandi var vorið einmuna gott, en heldur hart fyr- ir norðan land. Nokkru eftir sumarmál kom eldur upp í hafinu úti fyrir Reykjanesi, skammt suð- ur frá Fuglaskerjum. Skaut þar upp eyju, sem talin var allt að mílu ummáls og hömrum girt. Danska stjórnin sló eign sinni á eyna og nefndi hana Nýey, en ári síðar, þegar til átti að taka, var hún sokk- in í sæ. — Svo fór um þá landvinninga. Þann 8. júní, á hvítasunnudag, hófust Skaftáreldar, eins og áður er sagt. Nokkr- um dögum síðar lagðist ís fyrir allt Norð- urland og fylgdu honum miklir kuldar, sem kipptu vexti úr öllum jarðargróðri. Stórar kalskellur komu í tún, jafnvel þar sem þau voru sléttust og bezt, og sást þar ekki stingandi strá um næstu 3 ár. Jafnframt þesssu varð öskufall í flestum sveitum og eiturmóðan bláa lagðist yfir landið, svo að oft og einatt sást varla bæja á milli. Eldur og ís sóttu nú landið frá suðri og norðri og vannzt vel á. Grasið á jörðinni spilltist og féllu á það gulir flekkir af frosti og ólyfjan. Fíflar og sóleyjar fölnuðu, fjall- drapi og birki urðu svört og skorpin, súrur og smári sölnuðu og lyngið varð visið og gult. í Skugga-Sveini lætur séra Matthías Sigurð bónda í Dal lýsa felli á þessa leið: „Fyrst fellur grasið, svo skepnurnar: hest- urinn fyrst, svo sauðurinn, svo kýrin, svo húsgangurinn, svo bóndinn, svo konan, svo barnið, svo hundurinn, svo kötturinn. — Það lifir lengst, sem mönnum er hvim- leiðast. — Nei, eitt lifir og heldur lengst lífinu í öllu öðru, og það eru fjallagrösin.“ Og liltlu áður segir hann, að grösin séu sífrjó og falli ekki þótt allt falli, menn og málleysingjar. — Vafalaust má þetta allt til sanns vegar færa. En sumarið 1783 féllu þó fjallagrösin ekki síður en annar gróður, nema fremur væri. Voru þau 6 ár að ná sér eftir þetta áfall, og um næstu 3 ár var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.