Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 16
16 T f M I N N Pálmí Eínarsson: Frá Grímsey Póstbáturinn Ester frá Akureyri rennir sér inn á lenguna á Grenivík við Eyjafjörð, góðviðrismorgun einn í byrjun september 1941. Á bryggjunni bíðum við hans þrír félagar, ásamt fyrirferðarmiklum farangri mælitækja, auk þess farangurs, sem venju- lega fylgir hverjum ferðamanni. Einn mæt- ur borgari Grenivíkur víkur sér að okkur og spyr: „Hvað á nú að fara að mæla?“ „Ferðinni er heitið til Grímseyjar". Borg- arinn yptir öxlum um leið og hann gefur mér að fararnesti sitt ágæta svar. „Lofið þið Grimseyingum að lifa í friði og farið ekki að gera þar neina breytingu til um- bóta.“ Með þessa góðu ráðleggingu í huga förum við um borð í bátinn og hefjum Grímseyjarför. Það er stafalogn um allan Eyjafjörð, en lágur, dökkur þokubakki lykur fyrir fjörðinn, og bendir allt til, að ekki sé hann lygn útifyrir. Þegar út úr firðinum kemur, er veltingur bátsins orðinn hæfi- lega mikill fyrir landkrabbana, en þó ekki meiri en svo, að maður reynir að halda sér ofan þilja til að njóta landsýnarinnar, og ekki hvað sízt til að sjá Grimsey rísa úr sæ. Það er bjart að líta inn til fjarðarins, en ísgrá þokan hylur Grímsey, svo við sjá- um fyrst móta fyrir henni, þegar við erum á miðju Grímseyjarsundi, og þokan virðist hvíla yfir henni, eins og úlfgrá mara. Hún kemur fram og hverfur aftur í þoku- þykknið. Það fer lítið fyrir henni í hinu viðáttumikla hafi, og manni verður á að spyrja sjálfan sig, hvort eigi sé hér fram- undan útsker eitt. Eftir sex stunda ferð, er báturinn kom- inn til Grímseyjar. Fyrsta, sem mætir auga gestsins, er lítil steinbryggja við vík eina á vestanverðri eynni. Húsaþyrping við sjóinn og dreifð byggð meðfram allri strandlínu eyjarinnar vestanverðri. Til þess að kynna lesandanum Gríms- ey, er bezt að velja sólbjartan dag, þegar hvergi sér ský á lofti. Við göngum upp á eyna austanverða og staðnæmumst á hæð- unum við Hólatjörn og erum þá stödd 100 metra yfir sjávarmál. Það sem veitum fyrst athygli er landsýnin. f björtu veðri sézt allt norður að Rifs- tanga á Melrakkasléttu. Leirhafnarfjall ber nokkru sunnar og enn innar Rauðugnúpar og fjallgarðarnir inn af Axarfirði. Tjörnesið sézt þaðan mjög vel frá Valadalstorfu að Húsavíkurfj'alli, en fyrir miðjum Skjálf- anda bera fjöllin á Mývatnsöræfum hæzt við, allt til Herðubreiðar. Vestan við Skjálfanda rísa Kinnarfjöllin hæzt úr sæ, brött, en tignarleg. Vestan þeirra ber við lægð í hálendið þar, sem Flateyjardalur skerst í gegnum það allt inn til Fnjóska- dals. Inn á milli fjallgarðanna, vestan við Flateyjardalinn, sézt vel þar sem firðirnir skerast inn í hálendið, austast Hvalvatns fjörður, þá Þorgeirsfjörður og Keflavík rétt austan við Gjögurinn. Eyjafjörður vestanverður blasir við í suðvestri inn að mynni Svarfaðardals. Lýk- ur Gjögurinn fyrir útsýn lengra inn. Betur sér þó inn í Ólafsfjörðinn og Héðinsfjörð- inn. f sjónauka greinum við hús og bæi, slegin tún, og glitrandi læki í giljum brattra hlíðanna. Enn vestar sézt til Sigluness og Sauðaness, sitt hvorum megin Siglufjarðar, en framundan Sauðanesi ber yfir hafflöt- inn dökka rönd. Þar sjáum við vestur á Skaga. Þegar við lítum norður á bóginn, verður að vísu fyrir okkur sléttur haf- flöturinn, en hann getur átt sína töfra, litauðuga og breytilega, og manni verður orðfátt til að gefa af því skýra mynd. Þá litumst við um á eynni sjálfri. Gríms- ey er 5 km.«löng frá norðri til suðurs og 2 km. breið frá höfðanum norðan við Sand- vík að Handfestargjá. Flatarmál allrar eyjarinnar er um 500 ha. Eyjunni hallar móti suðvestri og er öll byggðin á eyjunni vestanverðri. Að austanverðu er eyjan sæ- brött og liggja bjargbrúnir 20—90 metra yfir sjávarmál. Suðurhluti eyjarinnar er byggður upp af stuðlabergi, og má fullyrða að jafn stórfenglegt og fagurt stuðlaberg fyrirfinnst ekki annars staðar á landinu. f vikunum, sem skerast inn í björgin, mynda hin reglubundnu stuðlabergs lög hina ákjósanlegustu fyrirmynd að „parket“ gólffleti. Landslag í Grímsey er mishæðótt. Um miðbik eyjarinnar skiptast á hæðarbungur og misd^júpar hvilftir, er sumar hafa hlot- ið þá frægð að bera dalsheiti, eins og Gá- dalur á sunnanverðri eyjunni. Nyrzti tangi eyjarinnar, svo nefndur eyjarfótur, er hall- andi grasflötur, sérkennilegur og fagur, því nær aðskilinn frá öðru gróðurlendi eyj- arinnar af Köldugjá að austan og Skegl- ungagjá að vestan. Þessi litli grasflötur við' hið yzta haf er allajafna svo þéttset- inn af bjargfuglinum, að hvergi sér til jarðar, og ég fullyrði, að betri skemmtun er ekki hægt að veita sér en að dyelja þar daglangt í góðu veðri með bjargfugl- inum einum og athuga háttu hans og störf. Jarðvegur (^rímseyjar er leir og sand- blandin moldarjörð. Jarðvegsdýptin er misjöfn. Koma fram sums staðar í hæðun- um klettar og grjót, einkum á syðri hluta eyjarinnar. Samfelt mýrlendi fyrirfinnst ekki á eyjunni, en mýragróður er þó til þar á nokkrum stóðum. Aðalgróðurinn eru jurtir af grasaættinni og má því segja, að skiptist á hreint valllendi og valllendis- blandað mólendi þar sem ræktin er minnst, en mosar meira áberandi. í útlendi eyjar- innar er ræktunin mest út frá björgunum. Hefir það ræktast vegna áburðar frá bjarg- fuglinum. Á hæðunum er gróðurfarið víða óræktarlegt, en hvergi vottar fyrir upp- blæstri, er til tjóns megi telja. Engar upp- sprettur eða lækir eru á eynni, en þar eru þrjár tjarnir, sem að einni undanskilinni þorna þó í þurrkum. Vatnsból eyjarinn- ar eru brunnar, er jafnan þrjóta í þurrka- sumrum og er þá allt neyzluvatn sótt í Hólatjörn á austanverðri eynni, um li/2 km. frá byggðinni. í Stóraskarði, norðan við Básavík, koma fram Smálindir úr berg- inu, vatn sem aldrei þrýtur, og er það vígt af Guðmundi hinum góða Hólabiskupi. Magn aðallindarinnar er 4 lítrar á mínútu, en nokkrar smærri vatnsæðar eru þar á dreif milli berglagá, og er heildarvatns- magn, er þarna mætti fá, 6—10 lítrar á mínútu. Það er 26 metra berg niður að fara til að sækja vatnið og um 30 metra niður að neðstu lindinni. í Grímsey eru 10 lögbýli eða jarðir. Hafa þær allar úrskipt heimaland sitt, sem er um 160 ha. að flatarmáli alls. Hinn hluti eyjarinnar er sameiginlegt ‘beitarland, „al- menningur", og hefir hver' bóndi afnota- réttindi í honum að tiltölu við jarðarstærð. Skipti Grímseyjar eru forn og má telja þau hin merkilegustu, hvað stærðahlutföll jarð- anna koma vel heim við hið forna mat á þeim, þó er svo til tekið í öllum landa- merkjalýsingum jarðanna, að ofan ráði landamerkjum móti almenningi brún.sú, sem ber við loft heiman að sjá frá hyerj- um bæ. Þetta virðist við fyrstu sýn að vera ónákvæm landamerkjalýsing, en þeir gömlu menn, sem hana sömdu hafa náð óvenju góðu samræmi milli landstærða og verðmats hinna einstöku jarða. Ræktað land í Grímsey er 26,6 ha. Túnin gefa af sér um 1100 hestburði af töðu hin síðari ár. Garðrækt hafa flest heimili og voru garðarnir sérstaklega vel hirtir. Meðaluppskera hefir verið 41 tunna af kartöflum. Framteljendur búpenings eru um 20 og hefir meðaltal fyrir bústofnseignina verið þessi síðustu 6 ár: 5 hross, 27 nautgripir, 390 sauðfjár, 156 hænsni. Hlunnindatekjur jarðanna eru aðallega eggja og fuglatekjan af svartfugli, fýlunga og lunda. Fuglatekjan hefir hin síðustu ár verið 8—10 þúsund af bjargfugli. Dúntekja er mjög lítil, ekki nema 5—6 kg. Rekafjörur eru umhverfis alla eyna. Grímseyingar eru ötulir sjómenn. Það er hafið umhverfis eyna, sem er gullkista þeirra. Skipakostur þeirra er að mestu opnir trillubátar og smærri mótorbátar. Þegar fiskgengd er mikil, þá er ekki mikið sofið í Grímsey. Þar stunda allir sjóinn. Þeir yngstu eru 6—8 ára. Þeir fiska við klappirnar umhverfis eyna, og séð hefi ég þá draga þar málfiska. Þegar þeir eru 8—10 ára, drengirnir, fara þeir á skekktu út í hafnarmynnið og fiska þar. Allir eldri drengir telja sig meiri sjómenn en svo, að þeir fiski í landsteinunum. Þeir fara á opnum bátum á haf út, eða vinna að fisk- inum í landi. Ef hafnarbætur hefðu verið gerðar í Grímsey, er Grímseyingar hefðu verðleika til að fá, vegna dugnaðar síns sem sjómenn, þá er vafasamt að aðrir út- gerðarstaðir norðanlands stæðu Grímsey á sporði að því er aflamöguleikum við kæmi. Enda er sú þjóðsaga til, að ekki þurfi ann- að til sjósóknar í Grímsey en róa út íyrir landsteinana og dýfa hendi í sjóinn, þá standi fiskur á hverjum fingri. í ágústmánuði 1941 voru heimilisfastir Grímseyingar 117. Margir Grímseyingar eru aðfluttir úr útsveitum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, ennfremur nokkrir Skag- firðingar. Meiri hluti fólksins er þó inn- fæddir Grímseyingar. Fólkið er frjálslegt og djarflegt í allri framgöngu. Grímsey- ingar hafa verið taflmenn góðir og í bóka- safni þeirra er mikill fjöldi fræðirita um skáklist. Bókasafn sitt fengu þeir að gjöf frá erlendum manni, próf. Willard Fische, en það hefir mikið verið aukið fyrir atbeina fyrrverandi sóknarprests þeirra, sr. Matt- híasar Eggertssonar. Fjarlægðin frá landinu hefir marga örð- ugleika í för með sér fyrir Grímseyinga. Verzlun hafa þeir að vísu, — útibú frá Kaupfélagi Eyfirðinga. En einustu sam- göngur við eyjuna, sem fastbundnar eru,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.