Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 18
18 T í M I N N Frú Karen TTÍargrethe Kaldalóns varð sextug 26. nóv. s. 1. Urðu margir vin- ir og velunnendur Kaldalónshjónanna til að heimsækja þau eða senda þeim kveðju þennan dag. Frú Margrét er dönsk landnámskona á íslandi. Hún er fædd og alin upp í skjóli hinna miklu og fögru beykiskóga á Sjá- landi, éinmitt þeim hluta Danmerkur, þar sem gróður jarðarinnar er mestur og mörk- in gædd mestri frjósemi. Margrét gerðist hjúkrunarkona og hitti í höfuðborg lands síns ungan rómantískan lækni úr Reykja- vík. Sá maður varð seinna einn af vin- sælustu listamönnum íslenzku þjóðarinnar, tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns. Margrét fylgdi hinum viturlegu og þrautreyndu ráðum Gamla testamentisins. Hún yfir gaf föður og móður, sitt milda og blíða ættland, alla vini og vandamenn, og fylgdi manni sínum til heimkynna hans, langt norður og vestur í höfum. Atvikin höguðu því svo að Sigvaldi Kaldalóns hlaut lífsstarf á allmörgum þeim stöðum hér á landi, sem eru gæddir ein- kennum hinnar tignarlegu og svipmiklu íslenzku náttúru. Þau hjón hafa búið og starfað á Hólmavík, við ísafjarðardjúp, í Flatey á Breiðafirði og í Grindavík. Allir þessir staðir eru við hafið, þar sem lands- lag og veðurfar er alls ólíkt hinum dönsku beykilundum. En Margrét gerðist góður íslendingur, án þess að gleyma ættjörð sinni. Hún var í senn skörungskona og mikill og góður fé- lagi Sigvalda Kaldalóns. Heimili þeirra hjóna hefir jafnan borið merki sólarlands- ins. Fjölskyldan hefir verið sterk og sam- hent. Málverk og höggmyndir hlýja um Kaldalónshjónin í heimili þeirra, þar sem hugsmíði tónskáldsins verða til og berast til allra heimila í landinu, þar sem tón- mennt er stunduð. I þessu glæsilega heimili bera allir hlutir vott um gáfur, menningu og manndóm hinnar dönsku konu, sem gerðist einlægur og öruggur landnemi á íslandi. J. J. GLEÐILEG JÓL! Smjjörlíkisfier&in „Svanur<(. JÓNAS JÓNSSON: r Tveír Vesturlslendíogar JAKOBINA JOHNSON skáldkona er fædd að Hólmavaði 24. okt. 1883. Hún er dóttir Sigurbjörns skálds Jóhannssonar úr Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar fluttu til Ameríku með hinum mikla útflytjendastraum árið 1889. Sigurbjörn kvaddi ættbyggð sína með fögrum kveðjuorðum: „Gnauðar mér um grátna kinn gæfumótbyr svalur. Kveð ég þig í síðsta sinn sveit mín, Aðaldalur.“ Sigurbjörn settist að á hinum miklu sléttum Austur-Klettafjalla. En Jakobína hefir fært sig vestur á bóginn. Hún gift- ist ísak, bróður Einars P. Jónssonar rit- stjóra í Winnipeg. Eiga þau nokkur upp- komin og mjög mannvænleg börn. Jako- bína er skáld á tveim málum. Hún yrkir fyrst og fremst á íslenzku, og þýðir ís- lenzk ljóð á ensku. Heimili þeirra ísaks og Jakobínu er hið ánægjulegasta. Þau eiga heima í stórborginni Seattle á Kyrrahafsströnd. í vinnuherbergi Jako- bínu er mikið og fjölskrúðugt bókasafn, og myndir af öllum helztu skáldum ís- lendinga frá síðari tímum. Þó að Jako- bína búi langt frá íslandi við hið mikla úthaf, er hún fyrst og fremst íslending- ur. Mesta áhugamál hennar er að efla og styðja íslenzka menningu. Hún er sí- starfandi að þeim málum, ritar mikið í amerísk blöð og heldur fræðandi fyrir- lestra um ísland, auk þess sem hún sjálf leggur fram til bókmennta þjóðar sinn- ar. Frú Jakobína Johnson er ein af þeim mikla fjölda fólks af íslenzkum uppruna, í Ameríku, sem ann íslandi og íslenzku þjóðinni með hinni göfugu og óeigingjörnu tilfinningu þess, sem örlögin leyfa ekki að eiga heima í sínu föðurlandi. GUNNAR BJÖRNSSON. Vestur í Minneapólis býr Gunnar Björns- son, hinn mikli höfðingi í liði íslendinga í Bandaríkjunum. Hann fór vestur á barnsaldri, en' er þó þjóðlega menntaður, svo sem bezt má vera, og rammaukinn mælskumaður, bæði á íslenzka og enska tungu. Gunnar var lengi ritstjóri að ensku blaði í fylki sínu og síðar þingmaður í átt- högum sínum og skattamálaforstjóri í Minneapolis. Þau hjón eiga, líkt og Njáll og Bergþóra, marga mannvænlega sonu og glæsilegar dætur. Þrír af sonum þeirra: Hjálmar, Björn og Jón, eru nú hér á landi vegna hernaðarins og, gegna vandasömum störfum. Fjórði bróðirinn, Valdimar, er væntanlegur hingað áður en langt um líður. Systurnar eru giftar burtu úr heim- ilinu. En Gunnar og frú hans munu á- reiðanlega hafa margt manna um sig nú um jólin, því að margir íslenzkir náms- menn dvelja í Minneapolis og eiga góðra kosta völ í heimili Gunnars. Eru þar húsakynni mikil og góð, því að mikils þurfti með, er hinn fjölmenni barnahóp- ur var að vaxa upp. Heimilið er einkar frjálsmannlegt. í öllum hinum mörgu herbergjum, er mikið um bækur, en mest þó í vinnustofu Gunnars. Þar er sérstak- ur skápur, opinn, frá lofti og niður að gólfi. Liggja þar í röð nálega allar þær bibliuþýðingar, sem gerðar hafa verið á íslandi, ein í hólfi, hver yfir annari. Bóka- safn Gunnars er að sama skapi gagn- auðugt að öðrum ágætum bókum, bæði enskum og íslenzkum. Gunnar Björnsson varð sjötugur 19. á- gúst í sumar. Fékk hann þá árnaðaróskir víða að. En álar íslands eru djúpir, og þess vegna kemur kveðja mín nokkuð seint. En ég hygg mig mæla fyrir munn margra manna á íslandi, er ég sendi Gunnari Björnssyni þakkir frá Austur- íslendingum fyrir hið mikla landnáms- starf á vegum íslendinga í Vesturheimi. Ultíma Thule Torráðnar gátur úr norðurvegi. Svo nefnist bók eftir Vilhjálm Stefáns- son, sem er nýkomin út í þýðingu Ársæls Árnasonar. Bókin er 312 bls. með nokkrum skýringarmyndum og kortum. Vilhjálmur tekur þarna til rannsóknar þrjú atriði úr landafræði og sögu, sem mjög hefir verið um deilt og ósköpin öll skrifað um. Hið fyrsta er um uppruna Thulenafns- ins og ferðir Pýþeasar til Norðurlanda á 4. öld fyrir Krists burð. Rekur höf. allar helztu heimildir, sem til eru um þetta efni, rökræður manna og getgátur. Rit Pýþeasar eru glötuð, en í þau er vitnað í ritum Strabós, sem var uppi um 300 árum síðar. En því miður eru tilvitnanir þessar næsta ógreinilegar og hlutdrægar. Að því er ráða má af frásögn þeirri, sem hofð er eftir Pýþeasi, liggur Thule í norður frá Bretlandseyjum, norður við heimsskautsbaug. Segir hann og að mið- nætursólin sjáist frá Thule rétt ofan við hafsbrún, nokkra daga um hásumarið. Þá segir hann að frosið haf (hafís) sé sólar- hrings siglingu í norður frá Thule. Yfirleitt hafa flestir fræðimenn erlendir dregið frásögn Pýþeasar í efa, jafnvel gert hana hlægilega. Vilhjálmur Stefánsson sýnir fram á, að lýsingin eigi svo vel við fsland, að það virðist ráða úrslitum í deil- unni um Thule. „Og þeir“, segir Vilhjálm- ur, „sem flytja málið frá íslands hálfu, geta rólegir beðið dómsins." Annar kafli í bókinni fjallar _um það, hvort Kólumbus hafi komið til íslands í febrúar 1477. Hefir einnig verið mikið skrifað og skrafað um það efni. Segir Vilhjálmur, að þetta atriði hafi ýmist ver- ið notað til að eyðileggja orðstír hans eða til að auka hróður hans sem sæfara, langt fram yfir það, sem honum bar. Hallast Vilhjálmur að því, að Kólumbus hafi sagt satt í aðalatriðum frá þessari för sinni. Þriðja vafamálið, sem Vilhjálmur ræðir um, eru afdrif íslendinga á Grænlandi. Telur hann þá munu hafa tekið upp lifn- aðarhætti Eskimóa og blandast þeim að lokum. Hér er ekki rúm til þess að rekja þessi merkilegu viðfangsefni nánar. Bókin er mjög snotur að frágangi, og enda þótt setja megi út á þýðingu og greinarmerki á stöku stað, má fullyrða, að bókin sé hin eigulegasta og fróðlegasta. Jön Eyþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.