Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 13
T í M I N N
13
með yfirmenn skipsins, og var þar gleði og
skemmtan góð. Enginn, nema hæstráðandi
sjálfur, gat skorið úr öðru eins og því, að
lána 20 krónur í peningum, og Oscar Clau-
sen sagði mér, að ekki væri um annað að
ræða en að ganga inn til Sæmundar og
berja að dyrum. Þetta gerði ég. En hann
var sýnilega leiður á þessu kvabbi, og lái
ég honum það að minnsta kosti ekki nú.
En hann fór í vasa sinn, tók upp 20 kr.
gullpening og rétti mér. Þetta er eini gull-
peningurinn, sem ég hefi eignast um ævina,
ef eign skyldi kalla. Var nú æru minni
borgið, og færði ég skólasystur minni gull-
peninginn allan af miklu stórlæti. Ég fylgdi
henni út á skip; þar kvöddumst við og
kysstum hvort annað, sem saklaus börn
gera. En um kvöldið gekk ég suður Kerl-
ingarskarð, fagra vornótt, með nokkrum
Miklhreppingum, sveitungum mínum; einn
þeirra var Jóhann Hjörleifsson.
Sæmundur Halldórsson gerðist með tím-
anum mikill athafnamaður. En verzlunar-
'svið Stykkishólms færðist allmikið saman,
er tímar liðu, einkum er Reykjavík og
Borgarnes sóttu á sunnan fjalls, samferða
veginum vestur eftir. Hann kom sér upp
þilskipastóli, gerði út í Stykkishólmi fimm
skip eða fleiri. Hann hafði útibú frá verzl-
un sinni víða sunnan Breiðafjarðar,
keypti fisk á Sandi og víðar til verkunar
og útflutnings; hann hafði sláturstöð inni
í Dölum o. s. frv. Lengi stóðu þessi fyrir-
tæki hans með miklum blóma, en einkum
hafði útgerð hans og fiskverkun í Stykk-
ishólmi gagngerða þýðingu fyrir ‘afkomu
manna þar um langa hríð. Það segja mér
menn, sem til mega þekkja, að Sæmund-
ur hafi aldrei orðið ríkur maður, en þó
stóð fjárhagur hans lengi með góðum
blóma. Hitt er víst, að mikill fjöldi manna
komst að betri lífskjörum og í allgóðar
álnir á vegum hans. Fjarri fór því líka,
að hann sóaði fé. Þó að hann væri skart-
maður og teldi sér sæma úrvalshlutji eina,
þá var það og hagsýni og menning hans,
sem þar kom fram. Því að hann var aðals-
maðurinn meðal kaupmanna. Gestrisni
þeirra hjóna vár mikil og heimili þeirra
frábært að ástríki og friði og allri heimilis-
prýði; ljúka allir upp einum munni um
það, er það þekktu. En svo hefir sagt kona,
sem þar var lengi vistum, að á engu heim-
ili hafi hún vitað meiri sparsemi og hag-
sýni í öllum daglegum lífsháttum. Lét
hún það og fylgja, að fáir þeir, sem feng-
ust um féþrot Sæmundar, mundu hafa
farið svo ráðvandlega með peninga sem
hann gerði.
Sæmundur Halldórsson var ekki mann-
blendinn maður, utan síns hóps; ekki
heldur mjög við alþýðuskap. Sú menning,
sem honum var eiginlegust, var að nokkru
leyti liðin hjá á hans dögum. En hann var
alþýðunnar maður í því, að hann lét eng-
an synjandi frá sér fara, sem í nauðum
var. Það er í frásögur fært frá seinustu
kaupmannsárum hans, að maður flutti í
Stykkishólm, með veika konu og ómegð.
Fór hann eitthvað burt í atvinnuleit, en
heimilið var allslaust eftir. Konan kom til
Sæmundar og fékk hjá honum nauðsynj-
ar sínar sumarlangt. Maðurinn kom heim
allslaus, en konan átti eftir sem áður at-
hvarf í Sæmundarbúð. Sú borgun ein kom
fyrir þetta, að heimilisfaðirinn lagði illt
til Sæmundar eftir að fyrirtæki hans
hrundu; þess vegna festist einhverjum
þessi saga í minni. En mörg ekkjan, sem
missti fyrirvinnu sína, hafði leitað til Sæ-
mundar um langan aldur, og það hafa sagt
mér þeir menn, sem hjá honum unnu, að
gjafmildi hans og hjálpsemi hafi verið
mikil, en því flíkaði hann ekki og þekkti þá
engan mun mannvirðinga.
Sæmundur hafði allmikil afskipti af fé-
lagsmálum Stykkishólms og Snæfellsnes-
sýslu, einkum fjármálum og framkvæmd-
um, en kom lítið fram á almannafæri.
Hann var þó sýslunefndarmaður lengi og
amtráðsmaður og gegndi sýslumannsstörf-
um. Hann kom upp manna mest sparisjóði
Stykkishólms, stýrði honum alla sína tíð
með mikilli prýði og gerði hann að traustri
stofnun. Hann var aldavinur Lárusar
Bjarnasonar og mun hafa átt drjúgan
þátt í því, er Stykkishólmslönd voru
keypt til handa hreppnum, miklu fyr þar
en menn tóku að hugleiða slíkt annar-
staðar.
Þegar kreppan reið yfir eftir stríðið, var
það efalaust fiskurinn og hrun fiskverðs-
ins, sem steypti Sæmundi. Ofurvextir
hlóðust á skuldirnar, en eignirnar urðu
að engu. En þessar línur eiga ekki að vera
um það,
Sæmundur Halldórsson var ekki stríðs-
gróðamaður að eðli né menningu. Hann
lenti mjög ófyrirsynju í hrönnum stríðs-
ins. Hann var að meir en hálfu leyti full-
trúi hins liðna tíma; hann hafði erft og
áunnið sér gamla menningu þess kaup-
sýslumanns, sem stóð föstum fótum í
fornum siðvenjum, gömium, rótgrónum
heiðarleik og nákvæmni, hæfilegri skipt-
ingu stéttanna og fullri grein mannvirð-
inga. Hann var merkilegur milliliður milli
hinnar gömlu, dönsku kaupmannastétt-
ar og hins uppvaxandi íslenzka kaup-
manns. Hann hafði alla beztu kosti hinna
fyrri kynslóða. Hefði ævi hans fallið inn í
straum tímans svo sem einum áratug fyr,
mundi og kaupmannsferli hans hafa lok-
ið eftir óskum og eðli hans sjálfs og
réttum verðleikum: að hafa greitt hverj-
um sitt, en látið niður falla marga skuld
fátækra, aldrei gengið hart að neinum og
verið líknsamur við bágstadda, svo að
ijerrann vissi einn.
Ég hitti Sæmund Halldórsson síðast á
heimili þeirra hjóna rúmu ári áður en
hann lést. Þá var horfinn allur sá ytri
munur, sem á milli okkar var á unglings-
árum mínum. Þá fann ég, hve sanngöf-
ugur maður hann var orðinn af langri
lífsreynslu, blíðu og stríðu; hann vildi
öllum vel af hjarta. Þau hjón áttu gull-
brúðkaup í nóvember 1940. Húsið þeirra
hafði verið æskuheimili hennar, en þau
bjuggu þar saman í full 50 ár, kyrrlátu
lífi og yfirlætislausu, eftir þeim fjárráð-
um, sem hann hafði um ævina.
Fáum dögum eftir gullbrúðkaup sitt,
28. nóv. 1940, andaðist Sæmundur Hall-
dórsson, og skorti þá 5 daga í 79 ár. Sjóar
örlaganna brutu skip hans, þá er dagur
hans var að kvöldi kominn, og enn fleiri
sár höfðu á hann borizt. Eina dýra gjöf
veitti lífið honum heila og óskipta: ást-
ríki góðrar konu um langa ævi og allt til
áauðans.
Helgi Hjörvar.
GLEÐILEG JÓL!
IÐI/JViV
Um listír og lístamannaþing
Á liðnum öldum eignaðist þjóð okkar
mikinn og dýran sjóð. Það eru sögur og
ljóð, sem lifa á vörum þjóðarinnar enn.
Við áttum skáld og listamenn áður en
Valtýr fæddist og fór að skrifa um orðsins
list.
Eitt hefir breyzt með árunum. Nú er
meira treyst á gullið, og því eru farnar
kröfugöngur. Þeir eru fáir, sem telja sér
fullborgað. Flesta langar í gull. Hann er
orðinn þekktur, þeirra söngur.
Fyrr á tímum var fátækt og þröng fyrir
dyrum, — og skáldin svöng. Þó veittu þau
öðrum af sínum andlega forða. Ég get
varla komið auga á afreksmenn, stærri
nú en þá, þó flestir hafi meira og betra
að borða.
Auðvitað leikur það tæpast á tveim tung-
um, að rétt sé að hlynna að þeim, sem yrkja
kvæði og mála fallegar myndir. Samt er
það víst, og þann sannleika vil ég segja,
að peningar nægja ekki til að glæða þann
eld, sem andi skáldanna kyndir.
Mér finnst það vera meira en stórmerki-
legt, að Jakob Thor. skuli ekki leyft að tala
á listamannaþingum. Þingin hafa þó á-
lyktað um andlegt frelsi, og talið það
hyrningarstein hjá okkur íslendingum.
Skúli Guðmundsson.
Prentarinn, sem setti ofanritaða grein,
gerði sér til gamans á frívaktinni að setja
greinina svona:
Á liðnum öldum eignaðist þjóð
okkar mikinn og dýran sjóð.
Það eru sögur og Ijóð, sem lifa
á vörum þjóðarinnar enn.
Við áttum skáld og listamenn
áður en Valtýr fœddist og fór að skrifa
um orðsins list. Eitt hefir breyzt
með árunum. Nú er meira treyst
á gullið, og því eru farnar kröfugöngur.
Þeir eru fáir, sem telja sér full-
borgað. Flesta langar í gull.
Hann er orðinn þekktur, þeirra söngur.
Fyrr á tímum var fátœkt og þröng
fyrir dyrum, — og skáldin svöng.
Þó veittu þau öðrum af sínumandlegaforða.
Ég get varla komið auga á
afreksmenn, stœrri nú en þá,
þó flestir hafi meira og betra að borða.
Auðvitað leikur það tœpast á tveim,
tungum, að rétt sé að hlynna að þeim,
sem yrkja kvœði og mála fallegar myndir.
Samt er það víst, og þann sannleika vil
ég segja, að peningar nœgja ekki til
að glœða þann éld,
sem andi skáldanna kyndir.
Mér finnst það vera meira en stór-
merkilegt, að Jakob Thor.
skuli ekki leyft að tala á listamannaþingum.
Þingin hafa þó ályktað
um andlegt frelsi, og talið það
hyrningarstein hjá okkur íslendingum.
GLEÐILEG JÓL!
Aburðarsala ríhisins
Grœnmetisverzlun
ríkisins