Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 8
8 TÍ MINN "V" eturinn Eftir Bjarna Thorarensen. Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu, háfan of hifin, hesti snjálitum, hnálega hristanda hrímgan makka, eldi hreyfanda undan stálsköflum? Ei hinn ítursterki afli þó beitir magnlítil, grænlit við moldarbörnin, mjúklega svæfir, svo megi ei finna eymdir þau ellidauða. Glóir á gunnsnörpum grásteind brynja, hangir ísskjöldur hal á öxlum; vindur stendur svalur af veifan skálmar, norðljósa brúskur bylgjar á hjálmi. Kemur svo allur og kreistir í sterka jörðu járnarma og jörðu kyssir; verður hún þunguð af þeim viðskiptum, velur svo ljósmóður, sem Vor nefnist. Hann er riðinn frá heimum Miðnáttar, aflbrunni alheims og ótta munaðar; mun ei vor una né vellyst þar aldri, í Segulheimum, á Segulfjöllum. Elli hann ei kennir, þó eldri sé heimi og guði jafngamall; lifa mun hann öllum lengur veröldum og of lík þeirra líða. Sagt er fyrir Vori Vetur flýi; hvergi þó hann flýr, en færist ofar, Vor skríður undir, Vetrar er yfir bringa breið, um bláloft gnæfandi. Aldrei hinn frægi þó fjarlægist svo, að hann heims hjóláss sleppi endum tveim, eða yfirgefi jarðar neitt, það næst er himni. Afl vex því öflga, er hann það nálgast, harðnar Fjörgyn hans í faðmlögum; hverfist í demant dreyri hennar, en grænló skikkju gránar og hjaðnar. Sést því á sumri miðju fjalls á skrauthúfum skartið vetrar — því vill ei heldur þiðna á vori himinhrím á höfði’ öldunga. ir allóreglulegu fornyrðislagi. Þó er ein vísan með Ijóðahætti. Eru auðfundin áhrif Eddukvæða á formið, en óreglan í kveð- andinni er af rómantískum toga, og kenn- ir þess víða í kvæðum Bjarna, að hann er ekki mjög nákvæmur í þessum sökum, einkum þó, er hann yfkir undir hinum fornu lögum. Fleira er það en hátturinn einn, sem bendir til fornkvæðanna, t. d. þetta upphaf: „glóir á gunnsnörpum grá- steind brynja.“ Þess er þó vert að geta, að það er ekki sök fornskáldanna, er Bjarni talar um steind'a brynju. Sú villa er hon- um sjálfum að kenna. En gráserkjað lið hefir hann haft í huga, er hann yrkir þetta. Heiti jarðar: Fjörgyn, tekur hann úr Eddu beinlínis (eða þá úr rímum, sem gildir einu). Segulheimur og Segulfjöll minna á örnefni í Helgakviðu. Aftur á móti er sumt í kvæðinu suðrænt að uppruna. Fyrst og fremst riddara- myndin í tveim fyrstu vísunum: Skjöld- urinn á herðum og brúskurinn á hjálmi riddarans minnir strax á einhverja af hetjum Hómers. Það breytir engu, þótt hér sé brúskurinn úr nofðurljósum, i stað taglsins á hjálmi Hektors. Þá talar Bjarni um hjólás heimsins. Hann á hér efalaust við heimskaut jarðar. En nær er mér að halda, að þessi hugsun sé komin til Bjarna frá einhverjum klassiskum höfundi, en að hún sé honum innblásin af landafræð- inni. Þetta getur nægt um búning kvæð- isins og einstök framsetningaratriði. Og þá komum við að uppistöðu þess, megin- hugsuninni. Hún virðist vera þessi í stuttu máli: — Veturinn er ímynd hreystinnar; hinnar heilbrigðu orku, sem viðheldur líf- inu og varnar því, að það koðni útaf í ves- aldóm og munaðarsýki. Knýr til nýrra dáða, þar sem dugur er fyrir, en þar sem lífskrafturinn er þorrinn og hrörnunin á öðru leiti, er hann voldugur lausnari. Norðrið er heimkynni hans. Himininn og jörðin ríki hans. Æska og elli, líf og dauði er í hans valdi, hann er uppspretta hvors tveggja — alls þessa. Það er auðvelt að leiða út af þessu dálítinn Darwinisma, sem skáldið hefir sjálfsagt ekki vitað af. En einkum ber hugmynd þessi vott um það, sem kallað var hér á undan norræn, íslenzk rómantík. Eins og áður var drepið á, þá var uppi ákaflega sterk þjóðernishreyfing á Norð- urlöndum og yfirleitt meðal germanskra þjóða fyrstu 3—4 tugi 19. aldar, einkum eftir það er lauk Napoleonstyrjöldunum. Ógæfa sú og efnatjón, sem þær leiddu yfir löndin, og hins vegar ný efling einveldisins af Guðs náð fyrir þrælabrögð hins helga sambands, knúði hugina til þess að leita fróunar og frelsis í viðreisnar- og fræðslu- starfi heima fyrir og í kyrþey. Hið stór- pólitíska glæfraspil hafði endað með hruni og hrellingu. En hrellingin rauk fljótt af. Menn jöfnuðu sig og þá fór brátt að dreyma sæla drauma um hefndir og eyðileggingu að nýju. Mitt í þessum umbrotum öllum kom forn- fræðin beint upp í fangið á þessum órólegu sálum, og áhrifanna var ekki langt að bíða. Aldrei hefir nein gullnáma, sem sög- ur fara af, orðið tilefni jafn gífurlegra spekúlationa. Mönnum varð þegar í upp- hafi ljóst, að hér var fólginn ógrynnis auð- ur dýrlegra minninga og minja. Ljómi fortíðarinnar varð í senn raunabót og fyr- irheit. Hin forna gullöld norænna þjóða varð í augum þeirra ennþá glæsilegri en hin klassiska hafði nokkru sinni verið. Hvað voru Rómverjar hinir fornu annað en siðlausir, hjátrúarfullir og hugmynda- snauðir ruddar hjá hinum germönsku þjóðum, sem skapað höfðu önnur eins listaverk að speki og andagift — jafn dýr- legan ávöxt rótgróinnar og auðugrar menningar eins og t. d. Völuspá og ótal .fleiri þvílík kvæði, varðveitt og glötuð, um það leyti, er Kristur var líflátinn í Jerúsa- lem! Hér er ekki tími né tækifæri til þess að rekja heilaspuna manna um fornöld Norð- urlanda meðan þær rannsóknir voru í barndómi. En þeir, sem vilja, geta fræðst um það af ritgerðum og einkum sagnarit- um frá þessum tímum. Það nægir auk heldur að líta ögn í rit þeirra Keysers og Munchs til þess að fá þó nokkra hugmynd um það. Reynsluvísindin og aðferðir þeirra voru enn í bernsku að kalla — en rómantíkin, hugmyndaflugið var óspart á aðstoð sinni. Það var í ljósi þess hugsun- arfars og „nýju“ speki, að jafn óskáldgefinn maður og prófessor Finnur Magnússon les langt mál — og það bundið auk heldur — út úr regn- og fokrákum á kletti á Runamó. En Bjarni Thorarensen yrkir undir þess- um sömu áhrifum kvæðið um veturinn, sem í senn er dýrðaróður karlmennskunn- ar og hvöt til þjóðarinnar, sem hann elskar. Þorkell Jóhannesson. Leiðrétting. í upphafi þessarar greinar, 7. bls., 2. dálki, hafa fallið úr tvær línur í prentun.Á eftir kaldgeðjaðri í 23. línu of- an frá á að standa: og ekki eins tilfinning- arríkra, hlyti að verða andvana óskapnað- ur. Ég get ekki stillt o. s. frv. KOLBEINN HÖGNASON: góíauísur Eldur á arni ■ylgeisla ber. Boðskapur barni boðaður er: Ljóma hjá lýði Ijósanna fjöld. Frelsarinn fríði fœddist í kvöld. ' Hátíð er hafin heims, fögur jól. Vonin er vafin vori og sól. Boðskapar bjarta blessunarmál: Hátíð í hjarta. Hátíð í sál. Ljóskrónur Ijóma, lýsa upp torg. Heilagra hljóma hringing í borg. Klukkurnar kalla: Kom þreytta sál. Fánýt lát falla fordildarmál. Ljósið guðs Ijómar, lyftir — og skín. Himininn hljómar, hrópar til þín: Fegurð og friður fer yfir lönd. Alla ver yður alfö$ur hönd. Háleita, hljóða, heilaga nótt. Gjöfin hins góða guðsveikri drótt. Hníg mér í hjarta himneska þrá! Barnið guðs bjarta bið ég að sjá. GLEÐII EG JOIL! Efnalaug Reykjavíkur GLEÐILEG JÓL! Múlarinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.