Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 20
20 T 1 M I N N er trúað, að maðurinn hafi í sér mögu- leika til þroska almennt, er honum trúað fyrir réttindum og reynt að gera hann sem hæfastan til að nota þau. Vegna hinn- ar kristnu lífsskoðunar lýðræðisins, er gamla reglan, að sjálfur leiði sjálfan, úr gildi fallin, og almenn afskipti komin í staðinn. Við, sem ölumst upp á hversdagsleg- um, rólegum tímum, lítum e. t. v. á alla þessa blessun lýðræðisins vanasljóum augum, sem sjálfsagðan hlut, og gerum okkur ekki grein fyrir því, hve mikla hamingju hér er um að ræða. En tímar eins og þessir, eru vel til þess fallnir, að opna augu. Ógnarfréttir þær ýmsar, sem við heyrum austan úr álfunni, eru vekj- andi. Menn fyrirgera lífi sínu með því að hallast að sérstökum skoðunum eða jafn- vel aðeins með því, að ljá þeim eyra. Vilji einstaklingsins er einskis virtur. T. d. mega elskendur ekki njótast nema ættartölur þeirra og þjóðerni sé harðstjórunum að skapi. Gegndarlaust kynþáttahatur er valdboðið og fyrirskipað, og sitthvað fleira, sem við teljum einkenni villimennsku, er vakið upp. Þessir atburðir allir eru vold- ug prédikun. í Ijósi þeirra skiljum við, að það er mikil blessun, að vera með þeirri þjóð, sem kristindómurinn hefir mótað til lýðræðis, svo sem íslendinga. Það má öllum vera ljóst, sem um þetta hugsa í alvöru, að kirkjan hefir gefið okkur siðmenningu nútíðarinnar. Þar með er ekkert um það sagt, hvert uppbygging- arstarf kirkjan muni vinna framvegis. Hitt er augljóst, að mörg eðlileg rök liggja til þess, að hún geti orðið menningar- legur brautryðjandi, og það á hún að verða. VIII. Ég trúi því að það sé hollast að þekkja fortíð sína og enginn vaxi við það, að gleyma uppruna sínum. Því e,r mér það kappsmál, að æskufólk nútíðarinnar sjái og viðurkenni það, að menning okkar er kristin menning. Þeir, sem þaft skilja, munu skilja það um leið, að við eigum að sækja til meiri menningar undir merkjum kristindómsins. Ég skal ekki alveg ganga fram hjá því, sem er næsta hversdagsleg ásökun á kristna kirkju, að henni hafi ekki tekizt að ala upp réttlátar þjóðir. Það er hægt að benda á margt sem miður fer með þjóð okkar. Það má benda á að tekjum hennar sé mjög misskipt. Sumir strita látlaust augliti til auglitis við geigvænlegan skort, en aðrir leika sér fávíslega með tíma og peninga. Það má benda á siðlausan drykkjuskap og ýmis konar heimsku í lifn- aðarháttum, þar sem menn meta hégóm- lega duttlunga meira en hvers konar vel- ferðarráð. Það má lengi telja. En þetta eru þó engin rök gegn kristindóminum. Kristin siðfræði hefir alltaf unnið gegn þessu, og svo hlýtur jafnan að verða. Það væri hið ósnjallasta ráð að beygja af réttri leið, þó að hún sækist seinna en við vildum. Það þarf enn að halda fast áfram hinni kristilegu baráttu fyrir af- námi forréttindanna. Það verður að gera svo að göfugasta musteri fólksins, samfé- lagið sjálft, verði ekki byggt á ranglæti. Það þarf að sníða löggjöf þjóðarinnar svo, að hún fyrirbyggi forréttindin, svo sem auðið er. Ég tek það fram, þó að þess ætti ekki að þurfa, að það er ekki verið að gera alla eins, þó að forréttindin séu felld niður. Það eru engin forréttindi að fá að njóta verka sinna, vits og hæfileika. Hitt geta orðið forréttindi, að fá að vinna. Og það eru til margs konar reglur, sem gera störfin misjafnlega arðvænleg án nokkurs hlutfalls við vandann að inna þau af höndum eða við nauðsyn þeirra. Og það eru forréttindi, sem láta menn hafa mikl- ar tekjur fyrir lítil störf. Það eru forréttindi að geta lifað íburðarlífi á annarra verk- um vegna þess, að .afinn fékk einhvern veginn eignarrétt á landspildu, sem at- vinnuvegirnir þurftu síðar sérstaklega við, eða þá að tengdafaðirinn keypti hluta- bréf í fyrirtæki, sem verzlar með nauð- synjavö'ru almennings og getur borgað hluthöfunum 100% arð árlega. Það eru forréttindi að geta lifað í munaði erfiðis- laust í landi stritandi alþýðu. Og öll for- réttindi eru ókristileg. Við skulum samt ekki kasta þungum steini á forréttindamennina. Þeir eru ekki verri en gengur og gerist. Fjöldi annarra sækist eftir forréttindum, vill vera forrétt- indamenn, og það er þyngsta meinið. Það skortir svo víða hina sönnu félagslund, sem segir: Meðan einn ber ok «m háls enginn vor skal heita frjáls. Það skortir drengskap fóstbræðranna fornu, sem ekki vildu ganga til griða „nema vér höfum allir“. Það skortir menn- ingu hjartans, tilfinningu fyrir þörfum og rétti annarra, því að það er menning hjart- ans, að láta annarra mál og annarra á~ stæður til sín taka. Menning hjartans er hið eina, sem getur afnumið forréttindin. Hún lætur menn forðast það, sem óbil- girnin sækist eftir. Auðvitað á löggjö.fin, hér sem annars staðar, að koma til móts við siðbót sálnanna. En ræktun félags- hneigða er leiðin að hinu mikla marki. Á þann hátt er numin í burtu ástæðan fyrir forréttindunum. ' IX. Það er engin tilviljun hverjar félagsleg- ar hneigðir mannsins eru. Ætterni og með- fæddir eiginleikar ráða ekki nema nokkru um það. Uppeldið hefir þar mesta þýð- ingu. En orsök og undirstaða allrar félags- menningar er skilningurinn á þörfum annarra, — viðurkenningin á rétti félag- ans, — tilfinningin fyrir ástæðum hans. Vegna þess, að sú tilfinning hefir verið ræktuð, og er nú þroskaðri en áður á öldum, er ýmislegt, sem áður hefir átt sér stað, óhugsándi okkar á meðal, og sitt hvað, sem áður þótti ekki tiltökumál, er nú fordæmanlegt. Meðal óþroskaðra þjóða þykja það jafnvel beztu skemmtanir að horfa á kvalir annarra, og það gjarnan varnarlausra aumingja. Nautaatið, hin spænska þjóðarskemmtun, er í ætt við það. Þeim þjóðum, sem náð hafa meiri þroska í siðmenningu, er slíkt viðurstyggð. Svo mikill er munur þess, hvernig menn al- azt upp. Einn nýtur þess, sem öðrum er kvöl. Ég trúi því, að bezta trygging okkar fyrir gæfu og góðum farnaði, sé þroski samtíðarmannann.a í félagslegum efnum. Sú trú styðst við það, að almenn vellíðan vex eftir því, sem félagsmenning þróast og grær. Henni fylgir aukin samábyrgð ein- staklinganna, samvinna og samhjálp. Sá, sem betur megnar og má, bætir á sig af byrðum hinna. Þetta er leitt í lög á ýmsan hátt og þannig gert að borgaralegri skyldu, en auk þess er margs konar frjáls og merkileg viðleitni í þá átt. Fer vel á því, að það fylgist að, aukinn skilningur og samúð með félögum sínum og meðvitund þess, að þeirra hagur og þeirra þroski sé lífsnauðsyn samborgarans. Til þess að hið einstaka sé sterkt, þarf það að vera hluti úr heild. Það á allsstað- ar við. í þessu sambandi má vitna til þess, sem Einar Benediktsson segir: * Maðurinn einn, er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Þetta eru hin miklu frumsannindi mannfélagsins. Með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Maðurinn vex af félagsskap og samlífi. Það er hamingja hans. Hver kynslóð er metin eftir því, hvert starf hennar verður í þágu þjóðmenningar. Hér hefir verið bent á þau sögulegu sann- indi: Að meningarlegir sigrar eru ræktun félagshneigða. — Að menningarsigrar okk- ar á síðari öldum stafa frá kristnum á- hrifum, og — að vegur okkar til meiri menningar er sannari kristindómur, og betra lýðræði. Halldór Kristjdnsson. GLEÐIIÆG JÓL! Verzlunin Brynja "V ❖ GLEÐILEG JÓL! Eimskipafélay íslands «•» ■•» GLEBILEG JÓL! Bókaverzlun Finns Einarssonar GLEÐILEG JÓL! íshúsið HerðuhreiS Fríkirkjuveti 7. GLEÐILEG JÓL! Verksmiðjjuútsalan Gefjjun — lðunn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.