Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 3
Sveínn Víhínöur
„Þótt þér finnist dagar dimmir,
dýrðleg skaltu halda jól.
Aftur birtir, aftur lifnar
allt það, sem á vetri kól.
Þessu mönnum heitið hefir
hann, sem minnst er sérhver jól.
Allt, sem visnar, vaknar aftur
vermt af Drottins hlýju sól“.
Þannig kvað þjóðskáldið Þorsteinn Gísla-
son um jólin. Þessi orð hans eiga í raun-
inni alveg sérstakt erindi til vor nú, eins
og vœru þau fyrst og fremst töluð til yfir-
standandi tíma.
Aldrei hefir birta jólahátlðarinnar Ijóm-
að yfir myrkari storð eða dapurlegri og
þjáðari heim en einmitt nú. Svo heldimm
er þessi veröld, svo niðamyrkir þeir vegir,
sem mennirnir fálma sig eftir gegnum
hörmungar og ógnir þessara blóði stokknu
tima, að mörgum liggur við að efast um
það, að nokkurt Ijós geti verið svo bjart,
nokkur sól svo máttug, að hún geti rofið
eða lýst það svarta myrkur haturs og of-
stopa, þjáninga og kvala, sem mennirnir
nú hafa leitt sjálfir yfir sjálfa sig og hver
yfir annan. Og þótt augu leiðtoganna séu
viða blind, og óspart sé reynt að villa fólk-
inu sýn og rugla heilbrigða dómgreind
þess, þá finna milljónirnar það nú, að þeim
hefir verið hrundið á refilstigu, hraktar
út á það öngvegi, þar sem hyldýpið gín á
aðra hlið, en þverhnýptur hamraveggur
á hina, ginntar í ófœruna með tálvonum
þess, að efnishyggjan og véltæknin mundi
leiða þœr til hins fyrirheitna lands nœgta
og gœfu. Hvar er Ijós, hvar er von, hvar
er hjálp fyrir þjáða menn, fálmandi í
myrkrunum, stynjandi af angist og kvíða,
kvöl og sárum? Spekingar þessarar aldar
finna enn eigi lausnarorð, er leysi vand-
ann. Leiðtogar þessarar aldar sjá ekki ráð.
Vísindi þessarar aldar hafa beint og ó-
beint orðið til þess að leiða ógœfuna yfir
Með tilstyrk þeirra og hjálp eru nú.stœrstu
sárin veitt, stórfenglegasta eyðingin fram-
kvœmd.
. .Þegar vér hugsum um þetta, sjáum hina
miklu raunaför mannanna, þrátt fyrir, eða
eigum vér að segja vegna, tœkni þeirra
og aukinnar þekkingar á lögm&lum efn-
is og orku, renna oss þá ekki ósjálfrátt l
hug orð frelsarans: „Nema þér verðið eins
og börn, fáið þér ekki inngöngu í ríki
himnanna.“ Já, hvar er barnið, barnið í
vorri eigin sál? Getur tœknin ein og kald-
rifjaða þekkingin nokkru sinni skapað var-
anlega hamingju? Verðum vér ekki að
snúa við, endurvekja í eiginni sál hið
barnslega og hreina, sem vér höfum glat-
að og misst?
. .Birta og helgi þessarar miklu hátíðar-
birta jólanna, — hún stafar fyrst og fremst
frá barninu, — jólabarninu — Jesúbarn-
inu, sem fœddist hina helgu nótt. Barnið
er heilagt. Það býr yfir huldum mögu-
leikum og stórfelldum undrum. í huga
þess býr Ijós, sem lýsir myrkur þessarar
jarðar, og fœr hinn dapra til þess að brosa,
þann harðbrjósta til þess að vikna, og
vekur hlýjar hugsanir í hverju brjósti, ef
þœr eru þar á annað borð til. Barnið er
að visu vanmáttugt og ósjálfbjarga, en þó
svo öruggt og sterkt og máttugt í trausti
og trú og hreinleika. Að misþyrma barn-
inu, lika barninu í vorri eigin sál, það er
fúlmennskan á hœzta stigi, það er syndin
mikla gpgn heilögum anda:
. ,Ég spurði áðan: Hvar er Ijós, hvar er
von, hvar er líkn á þessum œgilegu tím-
um? Jólin sjálf fœra oss í raun og veru
svarið við þeim spurningum. Frá jóla-
barninu kemur birta, sem aldrei fölnar,
því „guðdómsljómínn skln um mannsins
son“.
Jesús Kristur er öllum heimi Ijós og
líf, nú og œfinlega. Ljósið skín í myrkrinu,
þó myrkrið hafi enn harla víða ekki tek-
ið á móti því. En það er okkar sök, en
ekki hans. Ljósið skín í myrkrinu, en það
erum vér sjálf, sem ekki höfum tekið á
móti því. Þess vegna er nú svo viða dimmt
í heimi og dapurleg jól.
. . Vér þekkjum öll mœtavel skammdegið
og sólarleysið. En vér örvœntum þó ekki í
myrkrinu vegna þess, að vér trúum og
vitum, að handan við fjöllin og bak við
skýjaþykknin Ijómar ávalt hin bjarta sól.
Hún bíður þar eftir tœkifœrinu til þess
að lýsa og verma á ný, og hennar verður
sigurinn að lokum, þegar aftur vorar.
Þannig er það einnig með sól kristindóms-
ins sjálfs. Ljósið skín. Birtan frá jötunni
helgu í Betlehem og honum sem fœddist
á þessari hátið, fölnar aldrei, verður aldrei
slökkt.
. .En mennirnir sjálfir, það eru þeir, sem
stundum skapa l sér og umhverfis sig svo
œgilegt myrkur, svo þétt og smugulaust, að
geislarnir komast ekki í gegn um það,
heldur hrökkva til baka eins og sindur af
stáli. Og það er þetta, sem ógœfusöm ver-
öld er einmitt að gjöra nú, nú fremur en
nokkru sinni endranœr. Mennirnir breiða
hin svörtu tjöld og dökku blikur fyrir birt-
una af hœðum. Þeir loka úti Ijós jólahá-
tíðarinnar, sem kom í heiminn til þess að
lýsa þeim fram á bjartari og sælli braut-
ir. En á bak við þessi niðdimmu tjöld heyr-
ast nú dunur morðvopnanna, vein hinna
sœrðu og kvein hinna sorgbitnu. Svo langt
er jafnvel komið, að á sjálfri hátið Ijóss-
ins og kærleikans, þar sem sjálfur Guð
hefir lýst griðum og friði yfir öllu sem
andar og lifir, þá ata mennirnir jörðina
í blóði bræðra sinna og systra, og jafnvel
saklaust barnið er ,ekki öruggt í vöggunni.
Maðurinn, þessi ógœfusama vera, sem þó
hefir stœrstar gjafirnár þegið úr Guðs mildu
hönd, blindaður af heipt og œði til brœðra
sinna, hann notar skjól myrkursins til
þess að myrða sín eigin börn á sjálfri há-
tíð Ijóssins, friðarins og kœrleikans.
En — Ijósið — skln í myrkrinu, þrátt
fyrir allt. Jólin koma enn til vor, ógœfu-
samra og syndugra manna með birtu sina
og heilagan frið. Jesúbarnið „kemur enn
til þjáðra hér í lieim með huggun kærleik-
síns og œðstu von“. Fyrirheit Guðs eilífu
miskunnar og kærleika er oss enn boðað
og flutt á hinni undursamlega hátið Ijós-
anna.
„Þessu mönnum heitiS hefir
hann, sem minnst er sérhver jól.
Allt, sem visnar, vaknar aftur
vermt af Drottins hlýju sól“.
Þegar jólaljósin eru kveikt og hvert heim-
ili er fágað og prýtt eftir föngum, þegar
barnið fagnar yfir gullum þeim, sem vér
höfum gefið því, þegar hlý minning frá
löngu liðnum jólum vaknar og vermir á
ný hjarta hins fulltíða manns, já, þegar
hin dularfulla, en dásamlega helgi, þess-
arar stærstu hátíðar mannanna er komin,
helgi, sem orðin ekki gete lýst, heldur
hjartað fundið, þá er oss öllum, ungum
og gömlum boðið og leyft að nálgast, með
sérstökum hætti, hið heilaga barn í auð-
mýkt og hljóðri lotning. Ef oss tekzt þetta,
að nálgazt jólabarnið á hátíð þess, með
réttum huga, þá mun það jafnframt kalla
á og vekja barnið í vorri eigin sál, barnið,
sem enn vonar og trúir á verndandi og
grœðandi mátt kœrleikans, barnið, sem
enn treystir því, að þrátt fyrir allt það, sem
visnar og deyr á þessum döpru tímum, þá
muni samt geislarnir sigra myrkrið, og
bjartari dagar renna yfir társtokkna jörð,
og lífið eiga í vœndum að fegrast og gróa
á ný „vermt af Drottins hlýju sól“.
Með þeirri ósk, þeirri von, þeirri bæn
að jólabarnið Jesús Kristur megi finna
endursvar í sálum yðar allra, þegar hann
nú enn einu sinni kallar á hið bezta í oss,
á þessari hátíð. Með þeirri ósk, að Ijósið
hans megi dreifa myrkrunum og verma
hvert einasta hjarta, svo viðkvæmustu og
helgustu strengirnir titri í hverju brjósti,
og knýi oss með kærleika sínum til þess
að breiða vaxandi samúð, gleði og góðvild
á vegu annarra. Með þeirri ósk og von og
bæn að vér öll megum öðlast aukinn styrk
huggun, kraft og trú frá honum, sem er
heimsins Ijós, bið ég algóðan Guð að blessa
oss öllum þessa miklu hátíð Ijósanna og
kœrleikans.