Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 6
6
T f M I N N
VIGFÚS GUÐMUNDSSON:
HREÐAVATN
Á sumrum beinist hugur mjög margra bæjarbúa að fegurstu stöðum Jandsins, upp til fjalla. Þeir
fara þangað margir til lengri eða skemmri dvalar. Einhver allra vinsælasti staður í þessum efnum er
Hreðavatn. Eru þar jafnan svo mörg tjöld bæjarbúa um mitt sumarið, að einsdæmi mun vera hér á
landi. Þar eru fremur lítil mannvirki og mjög margir matbúa sjálfir í tjöldum sínum, þó eru þar um-
hverfis vel hýstir sveitabæir og Vigfús Guðmundsson reisti veitingaskála þar við þjóðveginn fyrir tíu
árum síðan, sem mjög hefir aukið aðsókn að staðnum og skapað möguleika til að stanza þar eða
dvelja. — Tíminn hefir farið þess á leit við Vigfús Guðmundsson, að hann skrifaði grein um þenna
vinsæla sumardvalarstað og fer hún hér á eftir:
„Frjálst er í fjallasal,
fagurt í skógardal,
heilnæmt er heiðloftið tæra.“ —
I.
Hreðavatn liggur í vesturmynni Norður-
árdals í Borgarfirði. Það er ekki stórt
vatn en nokkuð vogskorið, með hólmum,
víkum og töngum. Hólmi einn í því, sem
kallaður er Hreðavatnshólmi, er fyrir
löngu síðan frægur fyrir fagran og þrótt-
mikinn jurta- og trjágróður.
Vatnið liggur milli skógivaxinna blá-
grýtisása í löndum þriggja jarða: Hreða-
vatns, Laxfoss og Jafnaskarðs. Það er
gróðursselt og nokkuð djúpt. Sumstaðar
er það um 13 metra á dýpt. í því er all-
mikill silungur, bæði bleikja og urriði. Þó
er jafnan stunduð veiði í vatninu, ýmist
neta- eða stangaveiði og stundum hvort
tveggja. En aldrei hefir nokkuð verið
hlynnt að aukningu fiskimagns þess.
Ekki er að efa, að mikil veiði gæti orðið í
vatninu, væri klakið í það til muna
bleikjuseiðum.
Einn bóndabær og allstórt umhverfi
dregur nafn sitt af þessu vatni.
Suðaustan að Hreðavatni liggur Brók-
arhraun (eða Grábrókarhraun). Það hefir
runnið frá tveim eldgígum, sem standa
upp úr norðaustur jaðri hraunsins í
Brekkulandi. Heita þeir Brækur eða Grá-
brækur. Syðri gígurinn er um 70 metra á
hæð og um 150 metrar í þvermál. Hinn
nyrðri er lægri en álíka stór að þvermáli.
Syðri gígurinn er opinn til austurs en sá
nyrðri til norðurs. Úr þeim nyrðri hefir
runnið miklu meira hraun. Þegar gengið
er upp á syðri gíginn, sést greinilega
hvernig hraunið hefir flætt yfir allstórt
láglent svæði í nágrenninu, og hraun-
straumarnir storknað í kvíslum, þar sem
þær hafa ekki haft mátt til þess að renna
lengur. Meðal annars hefir hraunið hrak-
ið Norðurá úr sínum gamla farvegi og
þvingað hana suður að suðurhlíðum Norð-
urárdals, þar sem hún hefir síðan brotið
sér nýjan farveg. Fróðir menn telja, að
hraun þetta sé runnið rétt fyrir landnáms-
öldina. Það er nú mjög gróið mosa og viða
talsverðum skógi, mest birki, en þó finn-
ast líka allvíða fagrar reyniviðarhríslur
og nokkuð af víði og eini. Verður mosinn
mjög þurr og eldfimur á sumrum, þegar
þurrkar ganga. Hefir sá, er þetta ritar, með
drengilegri hjálp fjölda sumargesta, hvað
eftir annað orðið til þess að slökkva eld
í hrauninu. Hefði ekkert verið aðhafzt til
þess að slökkva eldinn, er enginn efi á,
að hann hefði stundum gert hroðaleg
landspjöll.
Víða eru hellar og gjár í hrauninu, og
yfirleitt er það mjög úfið.
Norðurá renpur eftir Norðurárdal og er
hún lygn og liðar sig fram ofan við hraun-
ið, í gegnum' stórar sléttar engjar, en þeg-
ar hún kemur niður með hrauninu, renn-
ur hún í strengjum og hávöðum á köfl-
um. Tveir mjög laglegir fossar með yndis-
legu pmhverfi eru þar í ánni: „Glanni“,
sem liggur í Hreðavatns- og Svartagils-
landi, og „Laxfoss“, sem liggur í Laxfoss-
og Veiðilækjarlandi. — í Norðurá er mikil
laxveiði, einkanlega fyrir neðan Laxfoss.
Er oft hrífandi sjón að sjá laxinn stökkva
í fossana.
í efri hluta árinnar hefir verið lítil veiði,
þótt hún sé að aukast og mjög góðar von-
ir eru um, að hún haldi áfram að vaxa úr
þessu. Tóku tveir menn efri hluta árinn-
ar (fyrir ofan fossa) á leigu fyrir nokkrum
árum og hafa þeir síðan sprengt laxa-
stiga í fossana til þess að greiða göngu
laxins, og klakið í ána hundruðum þús-
unda af laxaseiðum. Neðri hluta árinnar
hefir félag manna í Reykjavík á leigu. Eru
í því félagi ýmsir mætir menn, en svo mik-
il rányrkja hefir samt verið stunduð þar
í ánni síðari árin, að búast má við að það
dragi slæman dilk á eftir sér, ef ekki verð-
ur úr bætt bráðlega.
Norðurá mun hafa ágæt skilyrði til þess
að verða einhver bezta og skemmtilegasta
laxveiðiá hér í Norðurálfunni. En til þess
að svo verði, þarf nokkra framsýni og fé-
lagsþroska viðkomandi aðila.
Upp úr Brókarhrauni standa víða ísnú-
in blágrýtisholt, sem eru að meira og minna
vaxin skógi. í þeim eru fjölmargar yndis-
legar brekkur og hvammar með þróttmikl-
um margbreytilegum gróðri. „Blágresið
blíða“ og önnur fögur blóm þekja lautir
og börð, en aðeins hér og þar með Norðurá
eru breiður af hinni fögru eyrarrós. Si-
felldur söngur þrasta og annarra fugla
er í skóginum, en á vorin og haustin er oft
mesti fjöldi svana á Hreðavatninu.
Uppi í fjallinu norðaustur af Hreðavatni
var starfrækt kolanáma á árunum eftir
1880. Var náman þar í gilbarmi í um 400
metra hæð yfir sjávarmál. Erfitt var að
vinna námuna, enda tæki lítil og léleg, og
grjótið hrundi jafnóðum og grafið var,
ofan í námuna. Vegalengdin var allmikil
til byggða og kolin flutt á klyfjahestum.
Enginn akvegarspotti var þá til í Borgar-
firði, enginn vagn og enginn kaupstaður!
Vegna örðugrar aðstöðu lagðist kolavinnsl-
an þarna niður, þótt kolin þættu sæmilega
góð.
Nú er önnur náma að skapast á þessum
slóðum, en hún er alveg við þjóðveginn,
sem nú liggur þarna í gegnum hraunið.
Það er hraungrýtismulningur úr eldgígn-
um, sem farið er að flytja á bílum langar
leiðir um héraðið og steypa úr honum í-
búðarhús. Hann er notaður í veggi (og
líka í gólf) húsanna, ásamt tiltölulega ör-
litlu af sandi og steinlími. Veggirnir eru
síðan sléttaðir að utan og innan með
steinlímsblöndu.
Umhverfis Hreðavatn blasir við fagur
fjallahringur. Baula gnæfir tíguleg í norð-
austri, en Skarðsheiði og Hafnarfjall rísa
vinaleg í suðvestri yfir Borgarfjarðarhér-
aði, en hlíðar Norðurárdals, fell og bung-
ur hið næsta.
II.
Að Hreðavatni hefir sótt fjöldi manns
í sumarleyfum sínum hin síðari ár. Hefir
slíkum gestum stöðugt farið fjölgandi og
langflestir voru þeir síðastliðið sumar.
Framliald á bls. 23.