Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 5
4
grasatekja engin að kalla. Hvannarætur
voru víða hafðar til manneldis í þennan
tíma, og að minnsta kosti í harðindum
nýttu menn einnig aðrar jurtir, svo sem
harðsæjur, smærur og holtarót. En hinar
harðgerðustu plöntur, eins og hvönn og
gullintoppa, sem gróa uppi á reginöræfum
við andgust jöklanna, þær gátu ekki þolað
öskuna og eitrið. Þannig voru mönnum
bannaðar þessar mikilsverðu bjargir, eins
og raunar flestar aðrar.
Skógarnir skemmdust víða um land og
eyddust sums staðar svo, að þeir hafa ekki
náð sér síðan. Blöð og blómsprotar visn-
uðu og ungar greinar urðu svo stökkar, að
þær mátti mylja milli fingra sér niður til
miðs.
Sú planta, sem síðast lét á sjá, var elft-
ingin, og hún náði sér fyrst allra aftur,
þegar eiturmóðan var liðin hjá.
„Fyrst fellur grasið, svo skepnurnar." —
Eldarnir á Síðumannaafrétti spúðu ösku
og ólyfjan yfir landið dag eftir dag, viku
eftir viku. En fyrir Norðurlandi lá ísinn,
svartur ís með skjannahvítum skellum,
þar sem sjórinn hafði skolað af honum
öskuna. Ekki „silfurfloti", heldur sjó-
ræningjaher, sem sigldi undir merki dauð-
ans. Eiturgufan i loftinu lagðist eins og
þunnur hjúpur yfir jörðipia, og hagar urðu
svo óhollir öllum skepnum, að þær gripu
ekki niður dögum saman, heldur stóðu í
höm eða rásuðu aftur og fram, gular um
granir og fætur af brennisteini og salt-
péturssýsru. 'Valllendi og fjallhaga vildu
þær ekki sjá, en leituðu aftur helzt í for-
arflóa og sinumýrar, þar sem engin skepna
tollir, ef annarra haga er kostur.
í ófriðnum mikla notuðu hernaðarþjóð-
irnar eiturgas til víga. Það var látið ber-
ast með vindi til óvinanna, og menn gátu
ekki varast þennan ósýnilega dauða í and-
rúmsloftinu og vissu ekki fyrri til en að
þeim setti ákafan hósta, sem sleit úr þeim
lífið á nokkrum klukkustundum við ægi-
legar þjáningar. í móðuharðindunum herj-
aði náttúran á okkur íslendinga með eitur-
gasi, ekki í skjótum áhlaupum og snögg-
um dauða, heldur með seigdrepandi um-
sát og löngum, löngum kvölum. Loftið
varð daunillt og óhollt, svo að fuglarnir
flýðu eða dóu og brjótveikir menn þoldu
varla við fyrir þyngslum og hósta. í eld-
sveitunum og víðar kom bláleitt áfall á
alla muni úr málmi, en timbur varð grá-
hvítt. Og dauðinn í loftinu lagðist einnig
yfir vötnin, svo að þau fengu beiskan keim
og urðu ljósblá af brennisteini. Silungur
dó og flest annað, sem undi lífi í ósöltum
vötnum.
Og þetta var um hábjargræðistímann.
Eins og nærri má geta, varð heyskapur-
inn í meira lagi bágborinn um land allt,
svo að heyfengur varð hálfu minni en
venjulega að vöxtunum, og þó stórum
minni að kostum það, sem aflaðist. Heimt-
ur urðu með versta móti uma haustið og
var því um kennt, að peningurinn hefði
farizt í þokunni um sumarið. Sumt var
þó talið vera af völdum manna, enda uxu
nú gripdeildir og ófrómleiki, eins og ætíð
verður í hallærum. Um haustið gerði
stirða tíð með kuldum og rosa, og vetur
lagðist snemma að, svo að taka varð fénað
á gjöf mánuði fyrr en venja var til, enda
gengu allar skepnur magrar undan sumri
og sumar horaðar.
Nú var ekki annars kostur en að fækka
skepnunum, og skáru flestir þá þegar
þriðjung nautpenings en sumir helming.
Sauðfé og hesta létu menn lifa fyrst, enda
gerðu kindur varla í blóð sitt, svo að talið
T I M I N N
var að fullorðnir sauðir skærust með 1—2
mörkum af mör á móts við 20—40 venju-
lega.
Veturinn var eigi veðraharður framan
af, en tíðarfarið var óstöðugt með útsynn-
ingum, blotum og frostíhlaupum, svo að
jarðlítið var víðast á landinu. Svellalög
gerði svo mikil, að „hestar fullfeitir dráp-
ust af slysum á hálku eða kollsteyptust í
brunna.“
Þegar fénaður var kominn á gjöf sást
það brátt, sem margir höfðu búist við, að
heyin voru nær ónýt til fóðurs, svo að allar
skepnur hríðhoruðust við venjulega gjöf,
og máttu þær þó ekkert missa eftir sum-
arið. Tóku menn því að gefa þriðjungi
meira en vant var, en það kom fyrir lítið.
Fénaðurinn hélt ekki við fyrir því, en aftur
gengu hey til þurðar. Urðu menn nú að
skera af heyjum til að bjarga einhverju af
bústofni sínum, og nú var komin röðin að
sauðfénu. Hestunum var hleypt á guð og
gaddinn eins og oft fyrr og síðar, og hvor-
ugur reyndist þeim góður vesalingum.
Nú víkur sögunni aftur til Skaptárelda,
þar sem fyrr var frá horfið. Allan október-
og nóvembermánuð hélt gosið áfram líkt
og áður, þó að eldgangur væri að vísu minni
en um sumarið. Öskufall varð öðru hverju
og eldglampar sáust á lofti á þrem stöðurn.
Mestur var aðgangurinn í austurgjánní,
þeirri, er veitti hraunum niður með Hverf-
isfljóti og lagði þaðan mekki og logandi
elda upp yfir byggðafjöllin. Með desem-
berbyrjun tók eldurinn loks að réna. Féil
þá niður mökkurinn að mestu og eldbjarm-
inn hvarf. Sól og tungl fengu aítur sína
fyrri mynd, nema þegar þau bar yfir eld-
stöðvarnar. En lengi eftir þetta var loftið
með óvenjulegum roða og gullið geisla-
skrúð lék um sól og mána, einkum þegar
þau risu og runnu eða skinu við ský.
Um sumarið, þegar gosið stóð sem hæst,
barst askan til annarra. landa, allt suður
á Þýzkaland. Og í sumum héröðum á
Norður-Skotlandi varð öskufallið svo mik-
ið, að akrar spilltust og uppskera brást.
Þetta sumar var því lengi nefnt sandsum-
arið mikla þar um slóðir.
Smágervasta gosdustið steig upp í há-
loftin (Stratósfæruna) að líkindum 40—
60 kílómetra frá jörðu. Þar uppi drúpir
ekki ský né bærist blær, og fyrir því gátu
þessar örsmáu agnir haldizt svífandi langa
tíma og borizt út til allra átta, eftir þeim
leiðum, sem ofjarlar þungans eru nú að
kanna. Mistur og móða lágu í lofti viða um
lönd, og alla leið suður á Ítalíu vöktu hin
roðagullnu rökkurský undrun og ugg. Gos-
duftið frá Skaptáreldi olli hvorutveggja:
móðunni og litskrúði loftsins og það olli
einnig eða átti þátt í þeim óvenjulega
kulda, sem kom á næstu mánuðum yfir ís-
land og ýms önnur lönd um Evrópu norð-
an- og vestanverða. Því að þar sem það var
i vegi, komust ilgeislar sólarinnar ekki ó-
hindrað til jarðar. Allt þetta sáu menn í
ennþá ríkari mæli hundrað árum síðar,
þegar Krakatá gaus, og þá var það rann-
sakað.
Og tíminn leið.
Á aðfangadag jóla var íagurt veður um
Vestur-Skaptafellssýslu: blæjalogn og
heiðríkja. Nokkru fyrir sólarlag sáu menn
undarlega skýjamynd yfir Kirkjubæjar-
klaustri. Það var ílangur sveigur, kynja-
stór og fagur, sem ljómaði í öllum litum
regnbogans. Miðjan var Ijósblá en rendur
rauðar, gular, svartar og safrangrænar,
settar rósfjölluðu flúri. Fjöldi manna
horfði á þetta skínandi teikn, á himnin-
um, unz það hvarf i einni svipan, rétt
5
undir sólsetrið. Og margir óttuðust, að það
væri fyrriboði nýrra tíðinda.
Svo héldu jólin innreið sína um öll
kristin lönd. Þau koma til allra, stritandi
alþýðu, jafnt og einvaldsherra. Þau gefa
hverjum, eftir því sem hann er góður til
og efnaður. Við skulum nú fylgjast með
þeim inn á ónefnt heimili á þessu herrans
ári 1783. í fjárhúskofa, utarlega á túninu,
stendur bóndinn framan við garðahöfuð-
ið og horfir inn eftir húsinu. Ærnar líta
varla við heyinu, heldur hósta þungt og
margraddað, eins og aðeins sjúkar rollu-
skjátur geta hóstað, en í einu horninu
hnappast nokkrar þeirra saman, kringum
hrútinn. Því að hvorki ólyfjan né ófeiti
geta slökkt þá miklu munuð, sem lætur
líf kvikna af lífi. Svo fer bóndinn út, og
inni í krónum glyttir í grænleit augun.
Og jólin halda heim á bæinn. Inni í bað-
stofukytrunni stendur lítil stúlka uppi á
kistli, fyrir framan grútarlampa sem
stungið er í staf. Hún horfir áfergislega
ofan í lampann, á fituna volga og bráðna,
sem ljósið lifir á. Og ljósið fellur á koppa-
gljáann á andlitinu á henni, alvarlegu og
gráguggnu andliti, sem varpar tröllslegum
skugga upp á súðina í baðstofunni. Hún
veit svo sem af hverju jólin eru hátíð. Það
er af því, að þá fæddist hann Jesús, sem
einu sinni mettaði fjölda margt fólk á 2
brauðum og 5 fiskum, en skyldi hann ekki
hafa haft svolítið að súru sméri með. Og
stúlkan heldur áfram að horfa á lamp-
ann. Þetta eru hennar jól. Og þrátt fyrir
allt á hún sína gleði, sitt frumvaxta lífs-
hungur, sem hvorki ís eða eldur hafa frá
henni tekið. — Ekki enn.
Þetta allt var árið 1783.
Og suður í París situr Lúðvík konungur
16. og safnar glóðum elds að höfði sér.
Hinn gjálífi aðall, glæsilegar konur og
menn, lesa forboðna ávexti við rósrautt
aftanskin frá eldmistrinu. Og uppvaxandi
snillingar, slíkir sem Beethoven, Goethe,
hafa getað glaðst yfir fegurð þess í sínu
unga hjarta. En enginn vissi, hvaðan það
kom. Enginn vissi, að það stafaði frá ís-
landi. Og enginn vissi, -að hér börðust
menn og málleysingjar við örbirgð og
dauða, — að hér liðu jól, sem líktust mest
föstudeginum langa. — En skýrslur prest-
anna herma það, að þegar á þessu ári hafi
menn verið farnir að deyja úr skorti, eink-
um á Norðurlandi.
Þannig rann þetta eftirminnilega ár út
í haf hins liðna.
GLEÐIIÆG JÓL!
Efnalaugin Glœsir
GIÆÐILEG JÓL!
Kolaverzlun
Sigur&ar Ólafssonar
------- —.q
*