Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 10
10 T í M I N N Þegar unnið var að fjárlögum í bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrir yfirstandandi ár, átti ég sæti í þeirri samkomu. Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri bar þá fram fyrir meirihluta bæjarstjórnar tillögu um, að bærinn legði á því ári 1200 þús kr. til bygg- ingarframkvæmda í bænum. Ég gerði þá viðbótartillögu um þénnan lið á þá leið, að af þessu fé skyldi verja 300 þús. kr. til Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, gegn jafnmiklu framlagi frá ríkissjóði. Borgar- stjóri tók þessari tillögu vel, en vildi ekki að svo komnu, að þessar 1200 þús. væri beinlínis skipt milli ákveðinna bygginga, en lét falla vinsamleg orð um, að hann vildi styðja málið á þessum grundvelli. Um leið og ég lagði fram þessa tillögu gerði ég grein fyrir megindráttum máls- ins, eins og það horfir nú við. Reykjavík hafði nýlega myndað nýjan söfnuð með tveim sóknarprestum fyrir meginhluta austurbæjarins. í þeim söfnuði er nálega helmingur bæjarbúa. Þessi mikli söfnuð- ur er raunverulega kirkjulaus, og verður presturinn að bjargast við lítinn fundar- sal og langan gang í einum af barnaskól- um bæjarins. Það mátti telja fullvist, að ekki yrði unað við þetta ástand til lengdar. í Hallgrímssöfnuði myndu risa ein eða tvær smákirkjur, nægilega stórar fyrir þarfir safnaðarins, en heldur ekki meira. Reykja- vík myndi enn sem fyrr vanta sína höfuð- kirkju og íslenzku þjóðina sína dómkirkju. Nú var tækifærið til að sameina þessar þarfir. Reisa á hæstu hæð í höfuðstaðnum veglegt guðshús, sem bætti í einu úr þörf safnaðarins og réttmætum metnaði höf- uðstaðarins og landsins alls. Sjálfstæðismenn og fulltrúar Alþýðu- flokksins tóku vel tillögu minni, þó að hún væri falin velviljaðri framkvæmd borgar- stjóra. Fulltrúar kommúnista töluðu frem- ur ósanngjarnlega um málið. En þeir sátu þá einir sér á bekk um það viðhorf. Umræðurnar um fjárlög Reykjavíkur mörkuðu spor í byggingarmál Hallgríms- kirkju. Þar var leitast við að sameina alla þá aðila, sem þurfa að vinna saman, ef nokkur von á að vera, að vegleg, þjóðleg dómkirkja verði reist í Reykjavík í tíð nú- lifandi manna. Það var mikið lán að kirkjustjórnin skyldi eiga aðganga að svo óvenjulegum yfir- burðamanni i byggingalist, og Guð- jóni Samúelssyni húsameistara, þegar þurfti að leysa þessa þraut í Dómkirkju- byggingu íslendinga. Hitt er engu síður fágætt lán, þegar valdhafar safnaðarmál- anna og kirkjustjórn landsins stóðu sam- an um að fela einmitt slíkum manni fram- kvæmd verksins. Húsameisari ríkisins hafði sýnt, að hann var vel búinn undir þetta starf. Hann hafði mótað og staðið fyrir þrem fegurstu kirkjubyggingum landsins, að því leyti sem þeim verkum er lokið. Þessar kirkjur eru Matthíasarkirkja á Akureyri, Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kaþólska kirkjan í Reykjavík. Hver af þessum frumkirkjum bar vott um óvenjulega fjölbreytta sköp- unargáfu og frábæra tækni. Það má gera ráð fyrir, að í jafn litlu landi og ísland er, líði margar kynslóðir milli þess að þjóð- in eignizt þvílíkan kirkjusmið. Hallgrímskirkja Guðjóns Samúelssonar á að vera á miðri Skólavörðuhæðinni, og rúmgott torg til allra hliða. Aðaldyr og tuminn opnast móti Skólavörðustígnum og höfninni. Turninn á að vera um 75 m. á hæð eða þrefalt hærri en turninn á Landa- kotskirkjunni. Lengd kirkjunnar er jöfn hæð turnsins. Tvær kapellur eru sitt til hvorrar handar við megininnganginn og turninn. Verða þær tvær smákirkjur, og auk þess herbergi til barnaspurninga, fyrir safnaðarfundi, skrifstofur sóknarprestsins, biskup, o. s. frv. í meginkirkjunni mun rúmast tæp 2000 manns, og er það ekki mikið, þegar þess er gætt, að í miðbæjar- kirkjunni, sem er hundrað ára gömul, geta verið um 1000 kirkjugestir. Hallgrímskirkja á að rísa á öruggum klettagrunni á háfestu hæð í Reykjavík. Hún mun gnæfa yfir allan bæinn og sjást langfyrst allra bygginga í bænum, þegar komið er af hafi. Staðurinn er á allan hátt hinn prýðilegasti, bæði fyrir söfnuðinn og fyrir höfuðstaðinn allan. Erlendum smekk- mönnum finnst, sem vonlegt er, um ný- legan bæ, oft byggðan af vanefnum, að þar sé lítið um byggingar, sem setja svip á bæinn. í þeim efnum er varla enn sem komið er um annað að ræða en þinghúsið, Landsbókasafnið, Þjóðleikhúsið, Landa- kotskirkju og háskólann. Þegar Hallgríms- kirkja á Skólavörðuhæð bætist í hópinn, verður svipmót bæjarins annað og tilkomu- meira en áður var. Það er sýnilega hugsjón Guðjóns Samú- elssonar, að hin tilvonandi höfuðkirkja þjóðarinnar beri fyrst og fremst svip ís- lenzkrar náttúru. Stuðlabergið úr fjöllum landsins setur hvarvetna sinn svip á alla bygginguna. Kórinn með sinn hvelfda hjálm hjúfrar sig milli grannra stuðla eins og í Dverghömrum, nærri æskustöðvum Guðjóns Samúelssonar. Sömu stuðlarnir styðja kirkjuvegginn til beggja hliða. En allra mest gætir þeirra tignarilegu ein- kenna íslenzkrar fjallanáttúru, þegar horft er framan á bygginguna. Áhorfanda getur fundist að hann standi framan við eins- konar blágrýtisgos. Hin mikla alda móðurjarðar lyftir grímu. Það er lægst út til hliða, þar sem eru kapellurnar, en hæst í miðjunni, eins og Geysisgos í almætti sínu. Turninn verður grennri og léttari eftir því sem ofar dregur. Efst uppi eru drangarnir yfir kirkjuportinu, svifléttir og opnir eins og víravirki. Þegar kirkjan er fullgerð, verða settir ljóskastarar inn í efstu hvelfinguna og kveikt, þegar tekur að dimma. Þá brýzt Ijósmagnið með sterku geislaflóði um allt víðlendið í nánd við höfuðstaðinn. Geislar Hallgrímskirkju eiga að heilsa hverjum ferðamanni sem nálg- ast höfuðstaðinn, hvort sem komið er eftir vegum láðs, lofts eða lagar. Safnaðarstjórnin í Reykjavík leggur á- herzlu á að geta reist í vetur og vor aðra kapelluna, og hina jafnskjótt og því verður við komið. Síðan verður byrjað á höfuð- kirkjunni. Það er mikið verk. En kirkjur eru oft lengi í smíðum, og vel má vera að svo verði um höfuðkirkju íslendinga. Endurreisn Þrándheimskirkju var stórvirki tveggja kynslóða. En norska þjóðin hikaði aldrei við að leysa þrautina. Metnaður þjóðarinnar krafðist þess, að dómkirkjan yrði norskt verk og veglegust bygging í landinu. íslendingar hafa nú sjaldgæft tækifæri til að sýna stórhug sinn, þrek sitt og end- urvakinn þjóðarmetnað. Þeir eiga glæsi- legan stað fyrir höfuðkirkju sina. Þeir hafa fengið skáldskap verksins fullgerðan. Þeir geta sameinað þarfir fjölmennasta safnaðar á landinu við stórhug og metnað höfuðborgarinnar og landsins. Það væri slys, ef þjóð, sem er að endur- heimta frelsi sitt, skorti á þýðingarmiklu augnabliki stórhug og dirfzku til að leysa erfitt mál á auðveldan hátt. GUÐMUNDUR INGI: Franski flotinn í Tonlon Þeir garpar Hitlers gengu í svipinn með gróðavon i frekri hönd. Nú skyldi franski flotinn gripinn og feigri harðstjórn vinna lönd. Og dæmd og sigruð sýndust skipin, sextíu skip við Toulon-strönd. Og flotans lið með kjarki og klökkva sá komin Hitlers vígasöfn. Þau skulu ei taka nokkurn nökkva, sem notist þeim á blárri dröfn. Þá skulu heldur saman sökkva seætlu skip á Toulon-höfn. Víst er betra að farizt flotinn, og franskri þjóð sé refsing vís, en harðstjórn fái af honum notin til hermdarverka, sem hún kýs, því þá er frami Frakklands brotinn, ef frelsi heimsins gegn hann rís. Og liðið bundið samansœri um sœmdir flotans lét sér annt, sem örvarboð í einu fœri til allra vilja hlýðni vant, sem hún frá Are sitt blys þar bœri og blásið vœri í Olífant. Því standa menn á stjórnarpöllum og stýra því, sem nú er gert. Með vissum hug og höndum snjöllum er hér við ógn og glötun snert. Þótt vofi dauðinn yfir öllum, það er þeim nœsta lítilsvert. Ei týnist lof né hjartans hundrað, ef hlýtt er skyldu og fórnarraust. Þvl getur drengskap aldrei undrað, þótt eyðist flotinn rétt við naust, þótt þar sé sprengt og sökkt og sundrað sextíu skipum hlífðarlaust. Þótt farizt hetjur fórnarsamar með flota þeim, sem berst i kaf, og heiftardómur hels og kramar sé hlutur þeirra, er komast af, það tekur enginn af þeim framar þann óðalsrétt, sem frelsið gaf. .. GLEÐILEG JÓL! GEFJUN GLEÐILEG JÓL! Útvarpsviðgerðarstofa Ottó B. Arnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.