Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 19
Krístindómur og lýðræði Framh. af 11. síðu. IV. Gerum okkur grein fyrir helztu nýjung- unum, sem kristin siðfræði hefir fært nor- rænum þjóðum. Það var fullkomin nýjung, að kristindómurinn setti manninn í beint og milliliðalaust samband við guð réttlæt- isins. Það er að vísu trúarlegt afrek, en gott að gera sér það ljóst og vita það, þegar við hugsum um siðfræði kristindómsins. Trú og siðfræði er þar vitanlega í órofasam- bandi. Trúarlegar hugmyndir og siðfræðin mótast hvort með öðru. Kristindómurinn færir út og víkkar fé- lagshugsjón mannsins. Hann boðar mönn- unum allsherjar fóstbræðralag. Það, sem áður var einstakra manna, á nú að ná til allra. Kristindómurinn er byggður upp á þeirri skoðun, að maðurinn hafi í sér möguleika til að lifa lífinu sæll og glaður. Ef við höfnum þeirri trú, getum við ekki tileinkað okkur, neinn kristindóm. Kristindómurinn sér í hverju einasta barni efni í góðan og þroskaðan þátttak- anda í mannlegu samfélagi. Þetta er það sjónarmið, sem hann hefir fært þjóðunum merkilegast. Hann hefir gefið þeim smáu og beygðu.trú á sjálfa sig og látið þá finna til þess, að þeir gætu vaxið. Hann hefir gefið þeim umkomulausu trú á þýðingu sína og manngildi, trú á það, að þeir ættu sér köllun, og það væri þeirra hlutverk að leysa af höndum mikilvægt starf. Kristin- dómurinn neitar þvi afdráttarlaust, að nokkur maður sé eða eigi að vera þýðing- arlaus eða réttlaus. Trúin á manninn er grundvöllur kristin- dómsins. Kristindómurinn telur að maður- inn hafi í eðli sinu möguleika til þess að lifa guðsríkið. Guðsríki er samfélag þrosk- aðra og góðra manna, þar sem öllum líður vel og allir eru sælir. Þetta er hinn mikli draumur kristninnar. Guðsríkið, — hið fyrirheitna land far- sældar og hamingju hefir verið flutt til jarðarinnar, — í draumi. Menningarvið- leitni síðustu aldanna er leitin að þessu draumalandi. Það er beinlínis kristindóm- urinn, sem færir okkur þá frumlegu kenn- ingu, að allir hafi rétt til lífs og lífsgleði. Það er kristindómurinn, sem gefur öllum réttindi og leggur jafnframt á menn skyld- ur gagnvart öllum. Án þess að viðurkenna möguleika allra til að lifa vel, og rétt allra til að njóta lífsins, er ekki hægt að dreyma drauminn um guðsríki, samfélag allra manna. En án draumsins um guðsríki og trúar á það, er ekki hægt að leita þess. Þannig er það kristindómurinn, sem er upphaf að öllum hugmyndum vestrænna þjóða um leiðirnar að hinu mikla marki. Kristindómurinn hefir gefið mönnum nýjan mælikvarða á allar þjóðfélagshreyf- ingar og allar menningarstefnur. Hann hefir lyft .mönnum á þann sjónarhól, að þeir vilja sjá allra hag. Hún hefir verið ný í heimi hnefaréttar- ins þessi setning hins nýja konungs, sem kapparnir gengu til þjónustu við: Það, sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört. Kon- ungur himnanna var fóstbróðir allra þeirra, sem honum vildu þjóna, og hefndi og launaði fyrir þá eins og sjálfan sig. Þó að menn hafi e. t. v. verið seinir að skilja þetta og tileinka sér það, þá var þetta eitt af því nýja, sem kristindómurinn færði þjóð okkar. Hann gaf henni konung, sem var fóstbróðir þeirra, sem áður voru næst- um réttlausir. T í M I N N V. Það verðum við að gera okkur ljóst, að kristindómurinn er allt annað en hin ýmsu kirkjufélög. Það er hægt að benda á, að ýms kirkjufélög hafi verið meira og minna ókristileg. Ennþá er hægt að benda á ó- kristileg kirkjufélög, þ. e. kirkjur, sem gera eða kenna eitthvað,- sem er í ósamræmi við kristindóminn og vinnur því gegn hon- um. Þetta verða allir að vita. Það er ósam- boðið nútímafólki að vita þeta ekki. Það er raunar eðlilegt, að kirkjufélögun- um skeiki. Mönnum eru mislagðar hendur. Það er heldur ekki dæmalaust, að kirkjur séu á valdi og vegum þjóðfélaga, sem byggð eru upp í andstöðu við kristindóm- inn. Og hvers er þá von? Það er vel hægt að hugsa sér, að það komi einhvers staðar fyrir, að kirkjan hætti að boða kristindóminn og jafnvel skipi sér gegn honum. Hitt er óhugsandi, að hætt verði að boða kristindóminn. Kristindómurinn hlýtur að verða um ó- fyrirsjáanlega langa framtíð leiðarstjarna menningarinnar. Hann er vegurinn til guðsríkisins. Því er líka almennt trúað, að svo sé, hvort sem menn gera sér það ljóst eða ekki, að það er kristindómurinn, sem hefir gefið þeim dýrasta drauminn og feg- urstu trúna, hvort sem menn eru kirkju- vinir eða ekki. En þess skyldum við óska, að íslenzk kirkja verði jafnan brjóstvörn kristin- dómsins, og að hún geti sameinað undir merki sitt þá sundurleitu krafta, sem vilja fylgja hinni miklu leiðarstjörnu. Kristindómurinn boðar betra félagslíf. í guðsríkinu er sá mestur, sem reynir að sinna þörfum annara, — þörfum heildar- inar. Án þess að viðurkenna, sjá og skilja þarfir félaganna, getur samfélag manna ekki orðið gott og hamingjusamt. Því er það leiðin að markinu mikla að ala sjálfan sig upp í félagshyggju, og starfa og lifa fyrir samfélagið. Það er frumdyggð krist- inna manna. VI. Mér finnst alltaf, að orðin þessi, að hægra sé úlfaldanum að komast í gegnum nálaraugað en ríkum manni að komast I guðsríkið, séu glöggt og gott dæmi um kristindóminn, kristna lífsskoðun og kristna siðfræði. Ég held, að kirkjan hafi að sö/mu lagt rangan skilning í þessi orð. Guðsríki kirkjunnar var samastaður hinna góðu og frelsuðu eftir dauðann. Þá voru ekki nema tvær leiðir til. Annaðhvort fóru menn til eilífra kvala eða eilífrar sælu. Guðsríki eða himnaríki var staður hinnar eilifu sælu. Nú er það ómögulegt að koma úlfalda gegnum almennt nálarauga. Og þá hlutu þessi orð um ríka manninn og úlf- aldann að vera hræðilegur dómur fyrir alla ríka menn. Ætti að frelsa sálir hinna ríku manna, varð að koma úlfaldanum gegnum nálaraugað með einhverju móti. Og það tókst. Það var vitað, að á múrveggjunum kringum Jerúsalem höfðu verið lítil hlið, ætluð gangandi mönnum. Það upplýstist nú, að úlfaldar myndu hafa komizt gegn- um þessi hlið með erfiðismunum, ef þeir skriðu einhvern veginn. Því var þá slegið föstu, að þessi hlið hefðu verið nefnd nál- araugu og ályktað, að hin frægu orð ættu við þau. Og þar með var úlfaldinn kominn i gegnum nálaraugað, og ríkum mönnum stóð opin leið til eilífrar sælu. Nú var hér ekki lengur hræðilegur refsidómur um alla ríka menn. Þetta var aðeins hógvær og notaleg ámininng um það, að margvísleg- ar hættur fylgdu auðnum, og það væri þvi að vissu leyti hættulegt að vera ríkur. Það 19 væri e. t. v. meiri vandi en að vera fá- tækur. Ég skal játa það strax, að ég veit ekki, hvort þessi litlu hlið hafa verið fær úlf- öldum eða hvort þau hafa verið kölluð nál- araugu. Ég veit ekki hvort nokkrar heim- ildir eru til fyrir því. En hvað sem um það er, þá held ég að átt sé við venjulegt nál- arauga. Og þá er merkingin auðvitað sú, að ríkur maður geti alls ekki átt heima í guðsríki. Þegar Jesú frá Nazaret segir þessi frægu orð, hefir hann fyrir sér hinn auðuga mann, sem hefir haldið allt lögmálið og þar með lifað mjög grandvöru og sóma- samlegu lífi. En hann vill ekki láta frá sér ofnægð sína til að bæta kjör bræðra sinna. Svo miklu vill hann ekki fórna fyrir aðra. Hann vill ekki deila kjörum fjöldans, láta eitt yfir sig og almúgann ganga. Hann vill ekki afsala sér forréttindum sínum. Hann er því ekki gæddur því hugarfari, sem nauðsynlegt er i landi bróðernisins. Hann er of eigingjarn, of sérgóður. Til þess að samlíf manna geti verið gott, þarf menn- ingu hjartans. Þar má enginn sækjast eftir forréttindum. Því getur ríki maðurinn, sem hefir skap til þess að lifa sjálfur í allsnægtum og íburði í nágrenni við skort- inn og hungrið, aldrei komizt í guðsríki. Hann er með því skaplyndi og hugarfari, sem gerir mannlífið að baráttu allra gegn öllum og miskunnarlausri samkeppni. Samfélag slíkra manna hlýtur jafnan að fótum troða hinn minna máttar. Annað er ómögulegt. Kristindómurinn hefir gefið íslending- um nýja lífsskoðun, þó að ofmælt sé, að kristindómurinn sé lífsskoðun íslendinga. Ný lífsskoðun gefur ný stefnumið, nýjan tilgang og nýja hætti. Sú lífsskoðun, að lífið eigi að vera bræðralag, samvinna og samnautn þroskaðra manna, vekur aðrar stefnur, en sú skoðun, að lífið hljóti og eigi að vera þrotlaus hjaðningavíg. Allar um- bótastefnur síðustu ára eru sprottnar upp úr kristinni siðfræði. Kjörorð hinnar miklu, frönsku byltingar: Frelsi, jafnrétti, bræðralag, eru hreinn og ómengaður á- vöxtur kristninnar. Og þessi orð hafa verið leiðarstjarna allra góðra og merki- legra stjórnmálaflokka og stjórnmála- manna á síðustu öld og þessari. Hér hefir það verið rifjað upp, hvernig kristin kirkja hefir mótað lífsskoðun okk- ar, sem nú lifum á íslandi. Það eru sögu- leg rök, að án þeirra áhrifa værum við ekki hæf til að taka þátt í umbótastarf- semi dagsins í dag. VII. Af því, sem hér hefir verið rakið, er það ljóst, hve sterkt og náið samband er með kristindómi og lýðræði með þjóð okkar. Hugsjónir lýðræðisins eru fyrst og fremst þær sömu og kristindómsins, trú á mann- inn og möguleika hans. Á þeirri trú eru byggðar allar kröfur um jafnan rétt og jafna aðstöðu allra. Trúin- á manninn liggur til grundvallar fyrir því, að öllum börnum er kennt að lesa og skrifa, unnið er að almennri heilsuvernd o. s. frv. Það var þessi trú og þessi lífsskoðun, sem tók fyrir það, að börn þjóðarinnar væru borin út. Þessi lífsskoðun hefir alltaf haldið á- fram að vinna gegn því að börnin á ís- landi væru borin út í urðir vanrækslu og skeytingarleysis eða skúmaskot lökustu ó- menningar. Það var þessi lífsskoðun, sem batt endir á þrælahald íslendinga, og alltaf er að reyna að gera íslendinga frjálsa menn, lagalega, efnalega, andlega og siðferðilega frjálsa. Vegna þess, að þvl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.