Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 14
14 T í M I N N Sr. Jakob Jónsson: S//Liynu> ‘eJcúnááon, áÁuí/c) (Minnlngarræða). Þér hafið óefað veitt því athygli, að þegar blöðin hafa getið um lát þessa manns, sem vér minnumst í dag, hafa ver- ið notuð tvö nöfn. Annað nafnið er þjóð- frægt fyrir löngu. Hitt var mörgum ór- kunnugt með öllu. Fjölda margir, sem vissu deili á Erni Arnarsyni, unnu honum og hlustuðu eftir hverri ljóðlínu frá hon- um, höfðu varla hugmynd um, að Magnús Stefánsson væri til. Örn var viðurkenndur af alþjóð; hann var heiðraður af for- göngumönnum menntamála; hans var getið í sambandi við eftirtektarverð há- tíðahöld, — en Magnús Stefánsson fór annaðhvort einförum upp um fjöll og firnindi eða sat í' sínu litla loftherbergi í gistihúsi hér suður í Hafnarfirði. Fjöld- inn söng kvæði eftir Örn Arnarson, las þau og hló og grét, en Magnús Stefáns- son átti aðeins svo sem hálfa tylft af nánum trúnaðarvinum, og hélt hug sín- um leyndum fyrir almenningi. Allur'þorri manna hefir aðskilið þá Örn og Magnús í meðvitund sinni, en þegar dauðann bar að garði, kveður hann báða jafnt til ferð- ar. Um leið og Örn hverfur úr hópi ís- lenzkra skálda, sjá nokkrir vinir á bak Magnúsi Stefánssyni sem einum hinum bezta vini, er lífið gat veitt. í dag hugsar þjóðin því aðeins um einn mann — sam- ferðamann og meðbróður um nokkurra ára skeið. Og ósjálfrátt spyrja menn, hver hann hafi verið, maðurinn að baki skáld- skapnum. Er nokkur leið til að skilja þennan sérkennilega samverumann? Með hvaða tilfinningum kveðjum vér hann á hinstu stundu? Fyrir aðra en þá sárfáu menn, sem kom- ast í nánan kunningsskap við Magnús Stefánsson, eru ljóðin hans eini leiðar- steinninn til skilnings á honum. Hann, þessi einlæga og hispurslausa sál mun oftast hafa gefið allt sitt hjarta og allan hug í flestum kvæðum sínum, látið meira í ljós af því, sem inni fyrir bjó en unnt var að ráða af framkomu hans við mennina. En síðasta kvæðið, sem vitað er til. að hann hafi ort, er að líkindum ort einhverja síðustu vikuna, sem hann lifði. Sennilega sjáum vér hann sjálfan bezt í þessu kvæði, og þar lítur út fyrir að hann sé að gera upp við veröldina eftir liðinn dag. Kvæðið er ort til móður hans. Það hefir aldrei verið birt, því að enginn vissi um tilveru þess fyrr en höfundurinn var allur. Nú langar mig til þess að lesa fyrir yður»kvæðið í heild, þó að einhverjum kunni ef til vill að þykja lítið kirkjulegur blær yfir einstaka hendingum: Hreppsómaga-hnokki > hírðist inni á palli ljós á húð og hár, . steig hjá lágum stokki stuttur brókarlalli, var svo vinafár. Líf hans var til fárra fiska metið. — Furðanlegt hvað strákurinn gat etið- Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið. Mér varð margt að tárum, margt þó vekti kæti og hopp á hæli og tám. — Þá var ég ungur að árum. — „En þau bölvuð læti“, rumdi ellin rám. Það var eins og enginn trúa vildi, að annað mat í barnsins heimi gildi. Flýði ég til þín, móðir mín, því mildin þín grát og gleði skildi. Lonta í lækjar hyli, lóan úti í mónum, grasið grænt um svörð, fiskifluga á þili, fuglarnir á sjónum, himinn, haf og jörð. Öll sú dásemd augu barnsins seiddi, ótal getum fávís hugur leiddi. Spurði ég þig, móðir mín, og mildin þín allar gátur greiddi. Út við yztu sundin, — ást til hafsins felldi, — undi lengstum einn leik og leiðslu bundinn. Lúinn heim að kveldi labbar Íítill sveinn. Það var svo ljúft, því lýsir engin tunga, af litlum herðum tókstu dagsins þunga. Hvarf ég til þín, móðir mín, og mildin þín svæfði soninn unga. Verki skyldu valda veikar barnahendur, annir kölluðu að. Hugurinn kaus að halda heim á draumalendur, gleymdi stund og stað. „Nóg er letin, áhuginn er enginn.“ Ungir og gamlir tóku í sama strenginn, allir nema móðir mín, því mildin þín þekkti dreymna drenginn. Heyrði ég í hljóði hljóma í svefni og vöku eitthvert undralag. Leitaði að ljóði, lærði að smíða stöku og kveða kíminn brag. Ekki jók það álit mitt né hróður, engum þótti kveðskapurinn góður. Þú varst skjólið, móðir mín, því mildin þín vermdi þann veika gróður. Lífsins kynngi kallar, kolbítarnir rísa upp úr öskustó, opnast gáttir allar, óskastjörnur lýsa leið um lönd og sjó. Suma skorti verjur og vopn að hæfi, þótt veganestið móðurhjartað gæfi. Hvarf ég frá þér, móðir mín, en mildin þín fylgdi mér alla ævi. Nú er ég aldinn að árum, um sig meinin grafa, senn er sólarlag, svíður í gömlum sárum, — samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, — sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. Þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. Af þessu Ijóði fáum vér þá hugmynd, að umhverfi það, sem Magnús ólst upp við, hafi verið mjög andstætt honum og og lagt marga og mikla steina í götu hans. Hann er fæddur árið 1884 á harðindatím- um í mörgu tilliti. Á þeim áratug og hin- um næsta var lífsbaráttan erfið á norð- austurhluta landsins. Sú kynslóð, sem þá bar hita og þunga dagsins, sá ekki öll þau úrræði til bjargráða, er vorir tímar hafa séð. Þeir, sem ekki tóku sig upp til fjar- lægrar heimsálfu, urðu að heyja stríð sitt með sömu vörnum og sömu aðferðum og íslenzkir bændur höfðu seiglast gegnum eldár og ísa, harðindi og kúgun. ' „Þá brauðið er þrotið, og bjargarlaust kotið, en borgun ei til út í hönd, og samfrosta sær og lönd, á Kolbeinstanga er kvíðvænleg ganga körlunum norðan af Strönd.“ En þá er það heldur ekkert undarlegt, þó að hvert lambsfóðrið og. hvert barns- fóðrið sé metið hátt, og harðlega sé að þvi gengið að vinna fyrir brauðinu. Hver einn, sem gefst upp, verður þannig byrði á þeim, sem lítils er megnugur fyrir. Hálforðin ör- vænting um leikslokin gat gert hina bljúg- ustu menn harða og kalda í vörn sinni gegn meiri byrðum, fleiri munnum, fleiri ómögum. Og þeir, sem ólust upp, urðu að fara út í stríðið og stritið, jafn skjótt sem skór toldi á fæti og skófla í hönd. Á slíkum tímum var lítið rúm fyrir deymna drenginn, sem fór einförum út um hagann, sást í leiðslu ^ið sjóinn, hlust- aði á ljóð náttúrunnar, lét syngjandi hug- ann æða um allar álfur, og þreyttist meir af ærslunum en ærlegu starfi? Hvern gat grunað, að ljóðin, sem þetta barn var að reyna að leita að, þegar það heyrði undir- lagið hljóma í svefni og vöku, ætti ein- hverntíma eftir að ylja heilli þjóð um hjartarætur? Getum ,vér þekkt skáld framtíðarinnar úr börnunum, sem leika yið kné vor í dag? Þegar Magnús var þriggja ára að aldri, missti hann föður sinn. Systkinahópurinn dreifðist, en Magnús, yngsta barnið, var á vegum móður sinnar. Meðvitundin um það að hafa verið fátæka barnið á harð- indaöld hefir grópað í sálu Magnúsar sam- úð með lítilmagnanum, öllum, sem líða og þjást, komið inn hjá honum beizkju gegn valdi auðsins og auðshyggjunni. Þó að Magnús finni til skyldleika síns við val- inn, sem rjúpuna sló, þá stendur rjúpan, systir hans, honum hjarta nær. Og hann metur fyrst og fremst hið sanna mann- gildi, en fyrirlítur falska fegurð og innan- tóma vegsemd, sem stundum fæst fyrir auð og ytri völd. Hann dáist að karl- mennsku í kotungsklæðum og hetjum hins daglega lífs. Ef til vill kann einhver, sem þekkti æfi- feril Magnúsar Stefánssonar, að hafa hugs- að á þá leið, að í raun og veru hafi líf hans að mestu leyti mishepnast. Hann var stór- gáfaður maður, skarpur í hugsun og rök- fastur. Hann hafði öðlast mikla þekkingu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.