Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 17
17
■»
T í M I N N
eru ferðir póstsbátsins. Grímseyingar verða
að vitja læknis síns til Húsavíkur, sex
stunda ferð á mótorbát. Þeir hafa ekki
haft fastan prest hin síðari ár. Báða þessa
starfsmenn myndu Grímseyingar helzt
óska að hafa hjá sér í eyjunni.
Þrátt fyrir einangrun sína og fjarlægð
frá landinu er Grímsey þeim kostum búin,
að fólkið, sem þar er, vill vera þar. Hún
hefir tvo meginkosti landsins, sem heildar,
sameinaða í ríkum mæli. Framleiðsluskil-
yrðin til ’lands og sjávar eru hin ákjósan-
legustu. í Grímsey mætti hafa 2—300 kýr,
án þess að skert væri aðstaðan til að hafa
þar það sauðfé, sem nú er. Það var því eng-
an veginn of mælt hjá Einari Þveræing,
er Ólafur konungur Haraldsson bað ís-
lendinga að gefa sér eyjuna, að eyjan væri
þeim kostum búin, að þar mætti fæða
fjölda fólks, ef ekkert væri flutt þaðan,
sem hafa mætti til matfanga. Hitt er ann-
að mál, að á liðnum öldum hafa þessi
framleiðsluskilyrði ekki verið notuð til
fulls, en hið sama má segja um landið sem
heild.
Grímsey getur ekki gleymst ferðamann-
inum, sem átt hefir þess kost að kynnast
náttúrugæðum hennar og náttúrufegurð,
en fegurst er hún þó lauguð geislum mið-
nætursólarinnar að vorlagi.
Og er við kveðjum Grímsey, hljótum við
að minnast með þakklátum huga þeirra
framsýnu manna, er eigi vildu játast undir
þá þvingun, að vinna það til fyrir vingan
við erlent vald að láta hana af hendi. Sú
minning frá fortíð þjóðarinnar verður ætíð
ein hin bjartari af þeim, er rituð finnst á
spjöldum sögunnar.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON:
Fyrirhledslan
vid MarkarSljót
„Þar, sem áSur akrar huldu völl,
ólgandi Þverá veltur yfir sanda."
Hér hafa um aldir beljað vötnin villt,
velli og tún og frjóar engjar brotið,
hundraða lífsbjörg hefir verið spillt,
hrakið á vergang fólkið þreytulotið.
Skemmdir og■ eyðing jukust meir og meir,
mennirnir flýðu straumafallið óða.
— Auðnir og sandar, aur og dauður leir,
ógróið sár á brjósti landsins góða.
Vábeiðan Ijóta leggur fram sitt afl
landið að eyða gróðri, byggð og mönnum,
gengur á túnin fljótsins froðuskafl,
frjómoldin hverfur gnöguð vargsins
tönnum.
Menntun og þekking veita viðnámsþrótt,
vorhugur fólks er líka mikill kraftur,
þess vegna er nú á fljótsins frekju sótt,
fólkið vill sigra og taka land sitt aftur.
Mannshöndin spinnur margra rasta vír,
málmnetið tengir saman smœrra grjótið,
þvert fyrir dali bjarg að bjargi snýr,
beygir sá garður móti suðfi fljótið.
Menningin stöðvar auðn og undanhald,
islenzka þjóðin bjargar landi sínu.
•Belja þú straumur, brotið er þitt vald,
brjóstvarnir fólksins stýra falli þinu.
Ættjörðin launar alúð, rœkt og tryggð,
endurgjald fagurt vinur hennar finnur.
Markarfljótsaurar verða blómleg byggð
börnum þess fólks, sem strauminn
yfirvinnur.
Björt er sú framtíð, bak við þennan múr,
brosandi vellir fögru skrúði gróa.
Aurarnir verða auðugt nœgtabúr,
akrar og tún við belti grœnna skóga.
GLEÐIIÆG JÓL!
) Soffíubúð
Vi mm n — it ii — n t — r ■■■ r ■■ n ■■ n n nn n ■ n wn »$>
GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT IVÝTT ÁR!
Stnförlíhisger&tn
Asgarður
-----------------
Belgjagerðin h.f.
Símnefni Belgjagerðin. Sími 4942. Pósthólf 961.
Sænska frystihúsinu Reykjavík
Framleiðum:
Lóða og
Netabelgi,
allar stærðir
Tjöld,
Bakpoka,
Svefnpoka,
Kerrupoka,
Ullarnáttteppi,
Stormjakka,
Blússur,
kvenna, karla og barna,
Skíðalegghlífar,
Skíðatöskur,
Skinnhúfur,
Frakka,
Kápur,
Pokabuxur,
Herrabuxur,
o. fl.
Innilegar jóla* og
nýársóskir færum
vér öllum nær og fjær.
Viðtækjaverzlun ríkisins
4