Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1942, Blaðsíða 7
T f M I N N 7 Dr. Þorkell Jóhannessons lilenzk rómantik Bjarni Thorarensen og kvæði hans nm vetnrinn Eigi nokkurt íslenzkt skáld skilið að kallast rómantískt í anda og sannleika, þá er það Bjarni Thorarensen. Mér er næst að halda, að það verði ekki sagt um neinn annan íslenzkan höfund. Þegar alls er gætt, er þetta næsta furðulegt. Ætt hans var dramblát nokkuð og harðgeðja, upp- eldið að sjálfsögðu strangt og einskorðað. Mörkin eru líka auðsæ. Bjarni er ramur kirkjutrúarmaður í lúterskum rétttrúnaði, og sem logfræðingur og dómari er hann íhaldssamur og ósveigjanlegur bókstafs- þræll rammra og ómannúðlegra hegning- arlaga. Hér er ekkert sem greinir hann frá 17. aldar manninum, ísleifi Einars- syni á Brekku, samstarfsmanni hans í yf- irréttinum — nema eitt: Þessi kynlegi fiðringur í hjartarótunum, sem stundum setur að manni ákafan hjartslátt, svo að blóðið stígur ■ manni þungt til höfuðs — rautt ský vefst um mann utan. Þegar það er liðið hjá, situr maður gagntekinn af kitlandi hrolli, sem seitlar niður herðarn- ar og bakið að innanverðu! Slíks veik- leika mun ísleifur Einarsson aldrei kennt hafa. Hann var veilulaus eintrjáningur að eðli: fáeinar dyggðir í tröllaukinni mynd. En duttlungum forlaganna sýnd- ist að gera ofurlitla glufu, litlafingursglufu, í skapgerð sveinsins Bjarna. Þar með var hið öfluga og fábrotna samhengi rofið, og hin fasta kynerfð varð að sæta nýjum áhrifum og örlögum. Og í trássi við hana, námið og uppeldið, varð hann skáld, sem lifa mun meðan íslenzkar skáldmenntir lifa — löngu eftir að rétttrúnaður hefir þokað til fulls fyrir mannúðlegri, frjáls- huga vantfú á gildi éinstrengingslegra kennisetninga og hegningarlög eru úr gildi gengin með siðuðum þjóðum. Bjarni Thorarensen kemur til Kaup- mannahafnarháskóla árið 1803, aðeins 17 ára gamall. Af námi hans og þróun má ráða það, að gáfur hans hafi verið mjög þroskaðar, og að öllu hefir hann verið bráðger og mikilhæfur. Hann gerist skjót- lega lagamaður mikill og eins og fleiri stúdentar um þetta leyti, eigi síður en seinna, er hann heitur og einlægur ætt- jarðarvinur. Hann hyggst að vinna þjóð- inni mikið gagn sem lærður og duglegur embættismaður, líkt og ýmsir hinir fyrri frændur hans. En honum dugir hvergi nærri það, sem þeim var löngum fullnóg. Hugmyndaríki hans nýtur sín ekki í nám- inu og fegurðarþráin, vöggugjöf forlag- anna, því síður. Hann verður hrifinn af skáldskap og byrjar að yrkja dálítið sjálf- ur. Shakespeare og Edda annars vegar, en á hinn bóginn Ossian og Oehlenschlæg- er, móta smekk hans og leiða skáldgáfu hans til þroska að nokkru í sinni líkingu. En þó að Bjarni sé ekki að öllu frum- legt skáld og honum sé markað fremur þröngt svið, eru kvæði hans harla merki- leg, eigi aðeins frá sjónarmiði íslenzkra bókmennta, heldur einnig þá litið er til rómantískra skáldmennta yfirleitt. Karl- mannleg hugsun, mannvit og viljaþrek einkenna mjög kveðskap Bjarna. En róm- antíkin er ljóðræn að eðli. Draumfleygt ímyndunarafl og misjafnlega skarpt brjóstvit eru höfuðeinkenni hennar, minna um þrek og þor. Hugmyndafar Bjarna er að vísu alrómantískt að forminu til og hirðuleysi hans um háttu er líka af þeim toga. En engum dylst samt, að hann stend- ur nær Eddu og Shakespeare en Schiller og Ossian í sinni rómantísku skáldlist. Þannig verður hún býsna sjálfstæð og einkennileg — norræn að eðli, þótt yfir- bragðið sé nær suðrænum blæ. Stórbrotnar og hrikalegar hugmyndir einkenna skáldskap Bjarna Thorarensen. Það eru rómantísk áhrif, en annars eigin- legt skáldinu. Skapið er ríkt og ofsafengið og þar, sem hleypidómar og drottnandi venja þvergirða ekki alltof rammlega, eru tilfinningarnar næmar og brennandi. Til eru eftir Bjarna kaflar kvæða og auk held- ur heil kvæði, þar sem geðríkið, tilfinn- ingarnar, yfirbuga hann. Hann gleymir sér, yfirstígur sjálfan sig. Þessi kyngi sálar- innar gefur líf og anda hugmyndum, sem í meðförum ágætra skálda en kaldgeðjaðri mig um að minnast hér á Sigrúnarljóð, þetta undarlega kvæði, sem víst mun víð- kunnast allra íslenzkra kvæða frá seinni tímum. Vafalaust verður það talið með fegurstu ástakvæðum, sem mönnum hefir auðnazt að yrkja. Sú saga er til um það, að Bjarna og annan mann greindi á um það, hvort það myndi ekki vera hverju skáldi ofraun að yrkja jafn heit ástaljóð til unnustu sinnar látinnar eins og ef hún væri lifandi. Bjarni kvað þetta engu geta breytt og leysti þrautina, svo að ekki varð um deilt. Þessi saga er ekki trúleg. Því lík kvæði yrkja skáld tæplega með það fyrir augum að skera úr þrætu, svo sem í til- raunaskyni, eða í orðastað kunningja síns, að bón hans, til þess er hér alltof miklu ofið inn í af sjálfu skáldinu, lifi þess og sál. Enginn skyldi reyndar gera lítið úr því, að snjall rithöfundur eða skáld getur alltaf gert vel, það sem hann vill gera. Þá fyrst hefir hann náð tökum á íþróttinni, er hann getur farið skáld- lega með hvaða efni sem er, svo að snilld sé á — hvað sem menn kunna annars að segja um innblásnar stemmningar, anda, sem yfir menn komi, og svo hins vegar stílagerð og pöntuð erfiljóð. En hér er bara svo óralangt bil milli þess snjalla og þess ágæta — þess langbezta. Mér finnst ég eigi hægast með að skilja og meta list Bjarna, er ég reyni að hugsa mér, hvernig hin eða önn-ur skáld myndu ort hafa Sig- rúnarljóð. Ef til vill er samt ósanngjarnt að bera saman á þennan hátt. Ein lista- stefna skilur eftir sig verk, sem aldrei geta eignazt fullkomlega sinn líka. Kraft- ur og kyngi hetjukvæða Eddu og hið ó- tamda hugarflug Ossiansljóða hafa skapað sigilda perlu rómantískrar skáldlistar í ís- lenzkum bókmenntum. þar sem eru Sig- rúnarljóð, — þrungna og dýrlega af brenn- andi tilfinningum sterkrar sálar. Rómantíkin er í eðli sínu öfgastefna. Hver sá, sem kynnir sér sögu hennar, eða kynnzt hefir-einhverju af verkum hinna þýzku berserkja þessarar listastefnu, hlýtur að undrast og minnast alls, sem hann hefir heyrt eða séð af „fútúrisma" eða öðru þvílíku í listum nútímans. En hin þýzka rómantík tekur miklum breyt- ingum er stundir líða, bæði vegna breyttr- ar aðstöðu og þá eigi síður vegna áhrifa frá mönnum eins og Goethe og Schiller. Þannig hverfa brátt úr sögunni hinar bandóðu kröfur um samfara áhrif allra atriða — letursins og svertunnár auk heldur — í þágu listarinnar, er allt átti að vera samstiga við stemningu skáld- verksins og breytast og ummyndast í kappi við hana. Leturtegundum og stíl er ruglað og stafirnir stundum settir á höf- uðið — allt eftir kröfum listarinnar.. Síð- ■ ar fer að kveða minna að hinum taum- lausu höfuðórum skáldanna, er oft líktust mest hitasóttarórum og brjálæðisrugli. Þegar rómantíska stefnan barst til Danmerkur um aldamótin 1800, var mjög • af henni dreginn ofsinn, enda breyttist hún nokkuð í meðferð hinna dönsku skálda. Einkum má hér nefna eitt atriði, er kalla má að verði kjarni þess, er nefna mætti norræna rómantík, en það er forn- öld Norðurlanda og söguminningar henni tengdar. Tvennt olli því: Ofsi Napoleons og þjóðakúgun annars vegar, en á hinn bóginn endurreisn þjóðfræða, sagnavís- inda og bókmenntarannsókna. Að vísu hneigðist rómantíkin frá upphafi að hin- um liðna tíma, einkum sögum og þjóð- kvæðum frá miðöldum. Kvæði Ossians, áhrif þeirra og athygli sú, er þau vöktu, er frægur vottur þessa. En þegar í Norð- urlönd kom, birtist allt í einu nýtt sjón- arsvið: Fornöld Germana og bókmennta- arfur hinna norrænu þjóða vörpuðu skugga á sjálfa hina klassisku vegsemd Suðurlanda. Fornaldardekrið keyrði úr öllu hófi og fornaldardýrðin var ólgusjór af vanþekkingu, þar sem rómantísk skáld og fræðimenn, sagnfræðingar og gagn- rýnihöfundar, fiskuðu hvern kynjaþátt- inn af öðrum. Rómantíkin er öfgastefna allt í gegn. Hún keppir allstaðar eftir fyrirmyndum, sem hún raunar þekkir ekki, og hún reynir að líkja eftir list, sem hún ekki skilur. í stað þess að vera ávöxtur þróunar þá er hún að upplagi ofsafengin en vanmáttug tilraun til þess að rjúfa samhengi og skapa nýtt. Ég skil rómantíkina bezt sem sam- vizkubit hinna þýzu þjóðflokka, fyrir það að hafa svikið sjálfar sig og fortíð sína, gleymt sér sjálfum yfir kjötkötlum róm- verskrar og grískrar menningar — þang- að til að orðið var of seint að bæta það, sem rofið var: Milli þeirra og fortíðarinn- ar, upprunans, var og varð gapandi tóm gleymdra og vanræktra minja, sem ekki varð brúað að neinu gagni. Hér voru ís- lendingar ein undantekning. íslenzkar bókmenntir höfðu alla tíð staðið föstum fótum á þeim grundvelli, sem hin fyrsta ritöld lagði. Þær eru nátengdar sögu og lífi þjóðarinnar frá upphafi. Hið liðna var alltaf lifandi þáttur hins veranda, þótt mönnum væri það misjafnlega ljóst. Ein- mitt þess vegna láta íslendingar sér hægt um rómantíkina og stilla henni svo vel í hóf. Hún leggur ekkert í auðn hjá okkur, eins og t. d. Þjóðverjum, þar sem heil kjm- siöð skálda gengur næstum alveg í súginn vegna hennar. Hún frjófgar íslenzku skáldin fremur en hitt, vegna þess að þau standa þar föstum fótum, sem hin áttu varla neitt að styðjast við. Bezta dæmið um þetta er að sjálfsögðu Bjami Thorar- ensen. Kvæði hans Veturinn sýnir líklega bezt íslenzkra kvæða norræna og auk held- ur íslenzka rómantík. Kvæði þetta er 10 erindi og er ort und-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.