Tíminn - 24.12.1956, Síða 2

Tíminn - 24.12.1956, Síða 2
2 ★ JDLABLAÐ TÍMANS 1956 * SIGURÐUR ÓLASON, lögfræðingur: S K 0 v ★ ★ ★ Hvaða atburði hafði Grímur Thomsen ★ ★ ★ í huga, er hann orti hið fræga kvæði? Allir íslendingar þekkja „Skúla- skeið“ eftir Grím Thomsen, hið ris- mikla kvæði, sem ber öll beztu sér- kenni skáldsins, og sem enn yljar um hjartarætur öllum þeim, sem skilja og meta þátt íslenzka hests- ins í erfiðri lífsbaráttu þjóðarinnar á liðnum öldum. Þótt sá þáttur sé nú, fyrir breyttar aðstæður í sam- göngutækni landsmanna, orðinn minni en áður var, er þakkarskuld íslendinga við hestinn meiri en svo frá liðnum tímum, að hún muni gleymast enn um langa hríð. Kvæði Gríms er fyrst og fremst til- einkað þeirri íniklu skuld. „Nú er líf mitt þínum fótum falið“ táknar í kvæðinu meira en það, að Skúla ; hafi fyrir fótfimi og þol Sörla bor- ið undan hinni hörðu eftirreið. Það er um leið táknmynd um þýðingu íslenzka hestsins í lífi og alda- langri baráttu fátækrar þjóðar í harðbýlu og samgöngulausu landi. Það er mælt, að þrátt fyrir mörg og glæsileg minnismerki, sem reist eru hinum mikla keisara Frakka, muni þó kvæði Heines: „Skotlið- ' arnir“, halda minningu hans lengst uppi. Á sama hátt mætti segja, að þótt reist verði minnismerki um ís- lenzka hestinn, sem í ráði mun vera, þá muni þó kvæði Gríms lengi bera hærra í hugum íslend- inga, heldur en einhver mynd úr dauðum málmi, jafnvel þótt vel yrði til vandað. Og af öllu því, sem orkt hefir verið um ísl. hestinn, allt frá alþýðuskáldum til Einars Ben., hafa áreiðanlega fá kvæði ' náð almennari hylli en „Skúla- skeið“, því til skamms tíma má segja, að hvert mannsbarn hafi kunnað það utanað, a. m. k. til sveita. Það er vitað og kunnugt, að Grímur Thomsen var mikill hesta- vinur, og hafði jafnvel ísl. hest(a) með sér þegar hann dvaldi erlend- is, sem nálega mun mega telja einsdæmi. Fræg er sagan um hest- inn „Sóta“, sem hann á sínum tíma keypti austan úr Hornafirði og hafði með sér út. í eftirmælagrein í Andvara er frá því sagt, sem þjóðfrægt er, að Danakonungur, (Friðrik VII.) hafi falað hestinn af Grími. Færðist Grímur undan, og lézt ekki nenna að „selja vini sín- um vin sinn“. Leitaði konungur þá eftir því, hvort Grímur vildi gefa sér hestinn, en Grímur lét hann ekki falan að heldur, kvað það „ekki sitja á sér, að ætla að fara að gefa konunginum“, og lauk skiptum þeirra svo, að konungur fékk ekki hestinn. Grímur flutti alfarinn heim 1867 og hafði þá Sóta enn með sér, og mun það vera sami hesturinn og heygður var í Bessastaðatúni, með öllum reið- tygjum, árið 1882, sbr. frásögn Erl. á Breiðabólsstöðum. Sagt er, að hinn íslenzki hestur Gríms hafi eitt sinn bjargað lífi hans erlendis. Engar sönnur vita menn þó á þeirri sögu, og er lík- legast að hún sé munnmæli ein. Hinsvegar er kunnugt, að Grímur meiddist eitt sinn, er hestur datt undir honum, og má vera, að þessu sé með einhverjum hætti ruglað saman, þótt það sýnist í fljótu bragði ekki trúlegt. III. Þó að það sé eins og áður segir vafalaust, að kvæðið Skúlaskeið hafi af hendi skáldsins fyrst og fremst táknræna þýðingu, sem lof- gerð eða tileinkun til íslenzka hestsins, þá er hitt þó líklegt og víst, að skáldið hafi öðrum þræði haft ákveðna atburði í huga, en Grímur valdi eins og kunnugt er gjarnan yrkisefni sín úr „óþrtítleg- um gullnámum sögunnar“, eins og Einar Ben. kemst að orði í ritdtmi um hann. Með því að velja kvæð- Sigurður Ólason inu þannig sannsögulegan bak- grunn, jók hann áhrifagildi þess og dramatískan kraft, enda var slíkt mjög háttur Gríms í kveð- skap, sem fleiri skálda, svo sem al- kunnugt er. Verður það hér til gamans gert, og einungis sem les- efni í jólablað, að leiða nokkrum getum að því, hv.aða atburðir það gætu helst verið, sem skáldið hafði í huga, er það orkti hið fræga kvæði, og sem hann valdi sem uppi- stöðu þess eða sögulegt baksvið. Að sjálfsögðu verður hér ekki um að ræða neina sagnfræðilega né bók- menntalega rannsókn, eða óyggj- andi niðurstööur, heldur einungis lauslegar hugleiðingar og tilgátur, IV. Örnefnið Skúlaskeið er eins ag kunnugt er á Kaldadal, hinni fornu alfaraleið af Þingvelli til Borgar- fjarðar og Norðvesturlandsins. Er mælt að til séu gamlar sagnir um sakamann, sem sloppið hafi af Öx- arárþingi og komizt undan ríðandi yfir Kaldadal, og sé örnefnið til oröið af því tilefni. Ekki hefi ég þó neinstaðar heyrt eða lesið um slíkan atburð, hvorki í annálum né öðrum heimildum, og ekki hafa fróðir menn, sem ég hefi um það spurt, talið sig vita nánari deili á þessari sögu. Væri enda í fyrsta lagi ólíklegt, að sakamaður hefði náð að komast á hest af þinginu, — þeir voru venjulega geymdir nokkuð frá þingstað, (Hestagjá?), — og ekki er heldur sennilegt, að hann hefði þá leitað til byggða undan eftirreiðinni, í. stað þess t. d. að hleypa ofan Geitlanda í óbyggðir norður þar, sem síður væri von mannaferða. Og sérstak- lega væri ótrúlegt, og reyndar ó- hugsandi, ef ekki væru til ein- hverjar samtíma heimildir um svo 4 sögulegan og óvenjulegan atburð sem slíkan flótta. Að vísu kom fyr- ir, að sakamenn slyppu af þinginu, svo sem t. d. Jón sál. Hreggviðsson, en áreiðanlega ekki við slíkan far- kost, né með neinum þvílíkum at- vikum, sem sögnin um Skúlaskeið greinir. Mun því mega ganga út frá, áð um þjóðsögu eina sé að ræða, e. t. v. að einhverju leyti í sam- bandi við kvæðið eftir á. Að þessu athuguðu er ekki lík- legt, að Grímur hafi haft neina slíka atburði í huga, er gerst hafi á Kaldadal eða Skúlaskeiði. Hins- vegar er ekkert því til fyrirstöðu, jafnvel þótt hann byggi á ein- hverjum öðrum ákveðnum frásögn- um, að hann velji einmitt þessar sögufrægu slóðir sem vettvang kvseðisins, þ. á m. örnefnið Skúla- skeið. Hann var þaulkunnugur staðháttum um þessar slóðir og af síðustu ljóðlínunni má auk þess marka, að hann hefir, — sem þing- maður Borgfirðinga, — haft fjall- vegabætur í huga meðal annars. Það er því, þrátt fyrir örnefni og staðhætti kvæðisins, enganveginn útilokað, að Grímur hafi allt að einu haft aðra og ákveðna atburði í huga, er hánn orkti kvseðið. Enda eru slík sögutengsl álgeng í skáld- skap, þótt oft sé hnikað til ytrt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.