Tíminn - 24.12.1956, Page 16
16
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1956 *
á hótelherbergi sín, umferðin virt-
ist stöðugt fara minnkandi, fólkið
hvarf smám saman af götunum.
■ Annars er umferðamenning eyj-
arskeggja hin furðulegasta. Þeir
eiga mikinn fjölda af amerískum
bifreiðum. Göturnar eru afar
f þröngar, og mjög lítið um umferða-
} ljós. í hvert skipti sem bifreið nálg-
F ast götuhorn, sem eru mörg í borg-
f inni, þeytir bifreiðastjórinn horn
sitt svo undir tekur í nágrenninu
>— ef ekki heyrast aðrar eins drun-
ur hinum megin við blindhornið
i ekur hann áfram fyrir hornið á
! 'ullum hraða eins og ekkert hafi 1
Iskorizt, en ef annar bíll er á leið-
inni, er stigið svo fast á hemlana
svo að ískrið glymur og bergmálar
f i öngsundunum. Verður úr þessu
| hinn furðulegasti samsöngur, sem
f hljómar heldur annarlega í eyrum
f ókunnugra, en innfæddum finnst
f sýnilega ekkert til koma.
r
f 'Jafnvel nœturKlubbarnir
I tœmdust.
Eftir því sem leið á kvöldið
í minnkaði umferðin meir, götusal-
f arnir virtust vera eitthvað miður
sín, leigubílstjórar voru með ró-
f legra móti — hreint ekki svo á-
leitnir og jafnvel næturklúbbarnir
virtust ekki vera svo þétt setnir,
sem gera hefði mátt ráð fyrir. Ein-
! hver annarlegur andi ríkti yfir
| allri borginni. Ef einhver gerði til-
I raun til að taka myndir, komu her-
menn á vettvang og gerðu filmur
j og myndavélar upptækar og oft
varð ég vitni að því, að þeir dreifðu
f mannfjölda á götuhornum.
j Rétt fyrir miðnætti heyrðust mikl
ar drunur og dynkir skammt frá
] hótelherbergi mínu og ferðafélaga
| minna, sem virtist koma frá ráðhús
| inu og síðan heyrðist greinileg skot-
! hríð. Skömmu síðar varð allt kyrrt
og hljótt að undanteknum hinum
f furðulegu hljóðmerkjum bilanna,
í sem óku með ofsahraða fram og
! aftur um borgina. Síðar kom i ljós,
í að hinn annarlegi svipur á borginni
og allur þessi hermannafjöldi áttl
sér góðar og gildar skýringar. Við
þóttumst hafa skilið það í kvöld-
j blöðunum með htnni takmörkuða
spönskukunnáttu okkar, að þetta
kvöld hefði yfirmaður leynilög-
reglu einræðisherrans verið myrt-
ur og væri morðingjanna leitað.
En það var meira sem hér lá að
baki, en ekki varð það llióst fyrr
fyrr en komið var hálfa leið frá
eynni.
Auður og örbirgð.
Einhvernveginn varð ekki kom-
izt hjá því að álykta, að ásamt
miklum auði fárra væri hér ægi-
leg fátækt — hér voru glæsileg
hverfi auðmanna, en stór og öm-
urleg fátækrahverfi. Auður og ör-
birgð mætast sannarlega í sumum
hlutum Havana. Óhrein og illa
klædd börn leika sér í öngstræt-
unum, en auðmennirnir aka þar
fram og aftur í gullslegnum Cadil-
lac-bifreiðum með einkabifreiða-
stjóra. Það er ákaflega algeng sjón
í borginni og eitthrað annað, en
menn eiga að venjast yfir í Banda-
ríkjunum, þar sem allir eiga bíla,
en aka þeim sjálfir allflestir.
Ferðafélagar mánir voru allir
Bandaríkjamenn, sem aldrei fyrr
höfðu komið út fyrir land sitt.
Bjuggum við á ævafornu hóteli í
gamla hverfinu. Kvað þetta vera
eftirieetishótel rittiöfundarins Hem
ingway’s, og mun hann hafa ritað
bók sína „Vopnin kvödd* á þessu
hóteli. Þykir mörgum túristum
þetta hin feikilegustu tíðindi og
senda út marga tugi póstkorta til
að skýra frá þvi, að þeir hafi sofið
í sama herbergi og Hemingway rit-
aði bækur sínar.
Náttúrufegurðin er mikil utan
við borgina og baðstrendur með
miklum ágætum, en því miður
tókst okkur ekki að skoða aðra
hluta landsins sem skyldi — verð-
ur það að bíða betri tíma. Áður en
varði, var helgin á enda — það var
kominn mánudagur og tími tii að
halda á brott.
„Svo þú ert Kanadamaður“.
Ungur maður, dökkur yfirlitum,
sat við hliðina á mér í flugvélinni
yfir til Florida. Hann hélt á stór-
um gítar í kjöltu sinni. Annan far-
angur hafði hann ekki. Við fórum
strax að spjalla saman.
„Svo þú ert Kanadamaður“, seg-
ir hann, „mér heyrist það á fram-
burðinum".
„Nei, ekki er það nú — ég er frá
íslandi“, svaraði ég.
„íslandi, þar hlýtur að vera kalt“.
„Ekki svo slæmt“, svaraði ég —
„heitara en í New York“.
„Ég hef heyrt, að þróunin hafi
verið ör hjá ykkur síðustu árin —
var það ekki annars íslendingur
þessi Eiríksson, sem fann landið
okkar, þó að ég sé kaþólskur dett-
ur mér ekki í hug að halda því
fram, að það hafi verið Kolumbus,
sem fann Ameríku, það var þessi
Eiríksson og enginn annar“.
„Jæja, svo þú ert Bandaríkja-
maður, ég hélt, að þú værir eyjar-
skeggi, en hvað var eiginlega að
gerast í Havana um helgina?“
Það var uppreisn á ferðum.
„Já, Bandaríkjamaður er ég, en
fæddur á Kúbu og þar eru for-
elörar mínir — um helgina var
gerð byltingartilraun í Havana,
byltingarsinnar reyndu að steypa
Batista af stóli, heir myrtu yfir-
mann leynilögreglunnar, reyndu a5
komast undan, margir þeirra
sluppu, en 15 þeirra voru skotnir
til bana í sendiráði Haiti í fyrra-
dag — svo köstuðu þeir sprengju á
ráðhúsið rétt eftir miðnætti —
aðalforystumaður byltingarsinna er
nú í Ameríku til að reyna að afla
fjár og vopna til að steypa ein-
veldinu — hann vill frjálsar kosn-
ingar í landinu og afnám einræðis-
ins. Búizt, er við að fleiri tilraunir
til stjórnarbyltingar verði gerðar á
næstunni, því að margir vilja losna
við Batista, en hann hefir her og
lögreglu á bak við sig og beitir
óspart hervaldi“.
„Mér þykir þú segja fréttir —•
annars er það fjandi hart að hafa
verið viðstaddur byltingartilraun,
en vita þó ekki af henni — en
hvað viltu annars segja mét ur\
stjórnarfarið?"
„í landinu mínu gamla er auðn_
og örbirgð, þar eiga ríkis landeig-
endur mest alla eyna, en ráða til
sína bláfátæka leiguliða, Batista er
einræðisherra, stjórnarfarið er
slæmt, anzi slæmt, skal ég segja
þér“. _______________ ^
—......
„ — Með fólkinu — 1
með fólkinu ..."
Það voru örfáir dagar til kosn-
inga og ég spurði hann um kosn-
ingabardagann á Florida.
„Ég er með Stevensson og það
eru flestir á Kúbu líka — hann er
með okkur fátæka fólkinu — hann
þekkir okkur, við ætlum að klósa
hann, annars er Eisenhower góður
líka, en flokkur hans er ekki okkar
flokkur".
„Hvað ertu annars að gera með
þennan gítar?“ spurði ég.
„Ég skrepp alltaf nokkrum sinn-
um á ári yfir til gömlu, góðu Kúbu.
Ég leik og syng með gömlum félög-
um mínum, ég ferðast frá einum
bænum til annars og leik á gítar-
inn minn, ég er farandhljóðfæra-
leikari, ég forðast fínu staðina,
fína fólkið, á Kúbu er fólkið fá-
tækt, mjög fátækt, en það er gott
fólk með góð hjörtu.
Ég vil lifa með fólkinu, með fólk-
inu....“ —
Vélin var nú komin yfir syðsta
odda hins fagra Florida-skaga —
og innan skamms snertum "ójS
bandaríska grund á ný.
Ég kvaddi þennan sessunaufi
minn. — „Færðu íslenzka fólkinu
mínar beztu kveðjur, sagði hann,
þar hlýtur að vera gott fólk, þang-
að vildi ég fara með gítarinn
minn“.
Ferðinni til lýðveldisins Kúba
var lokið, enn stjórnar Batista
landi og lýð, en kannski fáum við
bráðum að heyra um nýja stjórn-
arbyltingu, og ef hún tekst þá
fer gítarleikarinn okkar áreiðan-
lega aftur til heimalands síns, til
fátæka fólksins með hjörtun góðu.
h. h.
I
í
I
VV.VAY.V.V.V.V.VAV.V.W.V.V.V.V.V.V/AV.’.VAVrV.V
Súgfiröinga
Suðureyri — Súgandafirði
UMBOÐ FYRIR:
Samvinnutryggingar g.t.
Andvöku g.t.
TEKUR í UMBOÐSSOLU:
Margar innlendar
framleiðsluvörur.
SELUR:
Allar tegundir
búðarvara.
Gleðileg jól, jarsælt koviandi ár!
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Kanpfélag Súgflrilni
P.'.W.V.V.V.V.VV.’.V.V.V.V.V.VA'AVi/AWTAV.VAVA'.'.W.V
Veðursæld er mikil á Kúba og njóta íbúar og ferðamenn hitabeltissólarinnar á baðströndunum
allt árið um kring. Sökum hinnar kyrru veðráttu er mikið gert af því að sigla á skemmtibátum
og snekkjum af öllum stærðum við hina löngu strandlengju. Á myndinni sést skemmtisnekkja
í höfn á norðurströndinni, skammt frá Havana.