Tíminn - 24.12.1956, Qupperneq 17
17
★ JOLABLAÐ TÍMANS 1956 ★
Helgi Hjörvar:
Draumkonan og hestaJmir í yökinni
Um það leyti sem móðuharðindin
gengu yfir ísland kom 15 ára pilt-
ur frá Danmörku út hingað, til
Húsavíkur. Hann kom af dönsku
munaöarleysingjahæli og veit eng-
inn ættir hans. En hann hét Jó-
hann Kasper Kröyer. Hann gerðist
vikadrengur í dönsku höndluninni
þar í Húsavík, síðar assistent, eins
og Matthías Jochumsson var kall-
aður við verzlunina í Flatey.
Þegar Jóhanni Kröyer vóx fiskur
um hrygg keypti hann Höfn í
Siglufiröi, allgott höfuðból, gerðist
bóndi þar, og ætt hans átti þetta
óðal frá 1818 til 1944, að Siglu-
fjarðarbær keypti jörðina. Sonur
Jóhanns var Páll, hans dóttir
Rakel, hennar son Páll Kröyer
bóndi og skipasmiður í Höfn, átti
Önnu Þorleifsdóttur frá Siglunesi.
Ein þeirra dóttir er Halldóra Páls-
dóttir Kröyer, sem þessa sögu
segir.
í barnæsku hennar, fyrir alda-
mótin, var nær enginn Siglufjörður
til, í þeirri meiningu sem við tölum
um Siglufjörð: Höfuðbólið Hvann-
eyri, með eyrinni, þar sem bærinn
síðar reis, Höfn nokkru innar,
Saurbær, Hóll, Skútur tvær, og
dtaðarhóll, hinumegin fjarðarins,
andspænis „eyrinni“. En Siglunes
yzt við sjóinn, þar sem fiskur og
þjóðfrægur hálcaíl hafði gert
bændur gróna að auði um aldir,
þar sem afi telpunnar bjó, Þor-
leifur Þorleifsson, og Þorleifur
móðurbróðir hennar óx upp, þar
sem Þorleifur Þorleifsson hafði bú-
ið, sonur eftir föður, í margar kyn-
slóðir.
Fjörðurinn var þröngur, fjöllin
há, með grænum kvosum og hlíð-
argeirum, yndislegur staður og
friðsæll um sólskinsdaga fyrir börn
og unglinga. Á vorin kom „Grána“,
hvíta skipið, og lá á höfninni. Inn-
an í því skipi var heil sölubúð, dýr-
leg og fögur, þar sem telpan sá
fyrst allt það sem fegurst var í
heiminum og fékk sinn fyrsta vasa-
klút, fyrsta silkiborðann, fyrsta
langsjalið, fyrsta hattinn, þar sem
Símon Dalaskáld slangraði og orti
og bað Siglunesbóndann að mega
fara heim með honum í orlof, sat í
bátnum og kvað ljúfar vísur um
dótturdóttur Þorleifs, sem í bátnum
sat, um nýja hattinn hennar og
yndisleik hennar, fyrstu vísuna
sem um hana var ort.
Og nú tekur litla stúlkan sjálf
við sögunni, nú vaxin að reynslu
og árum.
Aldamótasumarið, 1900, var ég á
Staðarhóli, hjá afa og ömmu minni,
Halldóru Jónsdóttur, en það ár
fluttu þau þangaö frá Siglunesi og
með þeim sonur þeirra, Þorleifur,
og Valgerður Kristjánsdóttir kona
hans; þau tóku þá við bústjórn.
Vinnufólk var þar venjulega tveir
karlmenn og tvær stúlkur, þar að
auki börn sem tekin voru á sumrin
handan af eyrinni. Þetta sumar
orurn við fjögur, ég 12 ára, leik-
systir mín lítið eitt yngri og tveir
drengir á svipuðum aldri. Þarna
var gaman, þó að við mættum ekki
alltaf leika okkur. Nóg var að gera:
reka kýr í haga og sækja þær, verja
túnið, bera mat á engjar. Skemmti-
legasti tíminn var þegar sauðburð-
ur byrjaði, að fá að fara á stekkinn
á morgnana. Það fengum við að
fara til skiptis með stúlkunúm.
En þó var nú mitt mesta áhugamál
að fá að vita hvar huldufólkið ætti
heimá. Ég hafði heyrt að í Staðar-
hóls landi væri áreiðanlega huldu-
fólk, bar á meðal í Álagabolla sem
er framan í sjávarbakkanum út og
niðurundan bænum. Ég hoppaði
meir en gekk þann morgun sem
mér bar fyrst að fara á stekkinn,
og á leiðinni heim aftur skrapp ég
ofan í Álagabolla og sat þar um
stund, en varð þó ekki vör við neitt.
Nú leiö fram að slætti og allt
gekk sinn vana gang. Sá siður var
þá að fullorðna fólkið lagði sig
útaf á daginn, tók sér hvíld, og
friður og ró var yfir öllu, nema
hvað við börnin lékum okkur, en
fluttum okkur þá fjær til þess að
gera ekki ónæði. Leikurinn okkar
hét saltabrauðsleikur. Eitt okkar
átti að grúfa sig niður í þúfu, en
hin að fela sig. Sá sem grúfði sig
átti að finna hin áður en þau kæm-
ust á þúfuna.
Að áliðnu sumri dreymir mig
eina nótt að við börnin værum í
saltabrauðsleik, rétt hjá Álaga-
bolla, og átti ég að grúfa mig með-
an hin börnin væru að fela sig. Þá
er kallað á mig með nafni. Ég lít
upp og þá stendur hjá mér kona.
Hún segir: Ég ætla að biðja þig
núna. Kondrmeð mér. Ég fer með
henni út bakkann, að litlum bæ
sem þá var kominn þar í draumn-
um, og inn í baðstofu. Þar var einn
gluggi á stafni sunnan á og borö
þar undir. Eitt rúm var öðrumegin
við borðendann og lagði birtuna
það mikið á rúmið að ég sá þar
liggja lítið barn. Þá segir konan:
Ég þarf að fara burt og þvo þvott,
en á meðan áttu aö vera hérna fyr-
ir mig. Á borðinu stóð glerkanna
og var mjólk í henni og annað-
hvort tvíbaka eða kringlumoli
bleytt í mjóikinni og teskeið hjá.
Konan segir: ef barnið verður ó-
vært áttu að gefa þvi af þessu sem
er í könnunni. Ég játa þessu öllu.
Svo fór konan, en ég var eftir.
Barnið vaknaði ekki, svo að ég
þurfti ekkert fyrir því að hafa.
Eftir langa stund kemur konan aft-
ur og þakkar mér fyrir. Síðan segir
hún: Ég er svo fátæk áð ég get
ekkert borgað þér núna, en ein-
hvern tíma á lífsleiðinni áttu
kannski eftir að eiga eitthvað bágt,
komast í lífsháska eða erfiðleika,
og ætla ég að segja þér nafn mitt.
Ég heiti Álfkona, og nefndu nafnið
mitt ef ég á að hjálpa þér. Þetta
eru einu launin mín. En mundu að
þú mátt engum segia frá þessu. Ég
þóttist lofa því. Þá vaknaði ég og
draumurinn var ekki lengri. Ég
mundi drauminn vel, en sagði eng-
um frá..
Nú líður að hallandi sumri. Ég
var með sjálfri mér glöð að hafa
komist í kynni við huldufólk og
ekki síður að fá að hjálpa því. Ég
vissi að það var gæíumerki. En að
hinu leytinu var ég hrygg og mjög
lcvíðin, ef nú huldufólkiö heillaði
mig til sín og hryllti mig við því.
Með þetta leyndarmál var ég og
þorði ekki að segja neinum frá
draumnum til þess að létta á hjarta
mínu, fyrst ég hafði lofað að þegja.
Þá er það um haustið að ég fór
með stúlkunum út á engi, út bakk-
ann, þar sem Álagabolli er. Hann
er algræn kvos, ekki stór, en al-
vaxinn kafgresi. Þar má aldrei slá.
Einhver nýr bóndi vildi ekki sinna
slíkri hjátrú og sló bollann, en um
haustið fór snemmbæran hans nið-
ur í bollann og s yptist fram af
björgunum niður í uröina. Nú
fannst mér ég eiga boll-
ann, síðan mig dreymdi kon-
una. Ég gekk fram á bakkann og
leit ofan í bollann og segi við stúlk-
una.sem með mér var: Nú veit ég
líka hver á heima hérna. O — hvað
ætii þú vitir það, segir hún og gerir
litið úr mér. — Víst veit ég það,
segi ég. Mig dreymdi það. Og meira
að segja var ég beðin dálítils, en
ég má engum segja það. — Stúlk-
an gerir því minna úr mér, þaö sé
ekkert að marka hvað ófermda
krakka dreymi, og nú sárnaði mér
svo að ég segi henni drauminn, svo
að hún slculi ekki halda að ég sé
að skrökva. Þá segir hún: blessuð
vertu ekki að hugsa um huldufólk.
Það getur heillað þig til sín. —
Þarna sagði hún það sem'sífellt
kvaldi mig, og nú varð ég einhvern
veginn fegnari en frá megi segja
að hafa létt þessu leyndarmáli af
hj arta mínu, og nú væri þá draum-
urinn ómark orðinn. Upp frá þessu
hugsaði ég aldrei fra.mar um
drauminn öll mín æskuár.
Nú kom Norðmanna-öldin í
Siglufjörð og síldin. Ég var orðin
22 ára og hafði verið þessi ár heima
hjá föður minum, í Höfn. Iíann
vann aö búi sínu á sumrin, en
skipasmiðum á vetrum. Hann vann
hjá Gránufélaginu og var yfirsmið-
ur, hafði þrjár krónur á dag, en
allt kaupið var skrifað í reikning,
í innskrift, en þar á móti kom út-
tektin, árs-afreikningur, eins og
kallað var, einusinni á ári. Hann
sá aldrei pening, vann af trú og
dyggð, fann þó að hann væri illa
leikinn, en sagði um það: ef ein-
hver gerir öðrum rangt, þá er það
honum sjálfum verst. En dóttur
lians hitnar enn' í hjarta og blóði
yíir rangindunum sem hann bjó
við.
Þetta haust fór ég inn á Sauðár-