Tíminn - 24.12.1956, Side 19

Tíminn - 24.12.1956, Side 19
19 >' " ' ■ r? v-1 N b- i r ; .■ . -■<' * j olablað; TÍMANS 1 9 5 6 ★ ■■■ ■ ......... ^ - , --- Nokkur atriði úr ævi enskrar skáldkonu á 19. öld Hinn kunni norski taókmennta- fræðingur, Just Bing, hefur komizt svo að orði um ensku skáldkonuna, Charlottu Bronte, að þegar skáld- saga hennar, Jane Eyre, kom út, hafi nýr straumur farið um allan bókmenntaheiminn. Enn þann dag í dag er ekki unnt að lesa um ævi þessarar skáldkonu án þess að verða snortinn af sér- stæðum persónuleika hennar, af þeirri baráttu, sem hún háði við örlögin og hvers konar örðugleika. Þótt hún sigraðist að lokum á þeim öllum, varð sú barátta kröftum hennar yfirsterkari. Það er heldur ekki unnt að lesa verk Charlottu Bronté án þess að fá mætur á höf- undinum og þeim persónum, sem hún hefur skapað og lýst. En hvað vitum við þá um þessa merkilegu skáldkonu, er kom sam- tíð sinni í uppnám með verkum sínum, sem enn í dag koma róti á hugi okkar og tilfinningar, þótt þáu séu nú meir en hundrað ára gömul? Hin ytri umgerð lífs henn- ar kann að virðast einföld og fá- breytileg, en því fjölbreyttari reyn- ist hún, ef vel er að gætt. Charlotta Bronté fæddist hinn 21. apríl árið 1816 í Haworth, af- skekktu prestssetri í Yorkshire. Faðir hennar, Patrick Bronté, var írskur að ætt. Hann var maður strangtrúaður, sterkur persónuleiki og hafði fengizt nokkuð við skáld- skap á yngri árum. Móðir hennar var frá Cornwall. Hún var gáfuð kona, fíngerð og skáldhneigð og naut sín illa í bessu afskekkta hrjóstuga héraði og meðal hinna fá- látu, ómannblendnu íbúa þess. Þeg- ar María Bronté hafði fætt manni sínum sex börn andaðist hún úr krabbameini. Þá tók systir hennar, „Branwell frænka“, eins og syst- kinin kölluðu hana jafnan, að sér heimili systur hennar og uppeldi barna hennar. Hún var ströng kona og reglusöm. Hún heimtaði að systurnar lærðu öll heimilisstörf til hlítar. Faðirinn var einnig strangur við börn sín, og um marga var hún aftur send í skóla, í þetta sinn í heimavistarskólann í Roe Head. Þar undi hún vel hag sínum og eignaðist trygga vini. Hún skar- aði brátt fram úr öllum nemend- um skólans, en hún var vinsæl og dáð af skólasystrunum þrátt fyrir það, ekki sízt vegna þess, að þær vissu, að hún gat „skáldað“, búið til sögur. Vitundin um það hefur án efa verið þessari óframfæru, ungu stúlku mikilvæg, en hún hafði annars ekki háar hugmyndir um sjálfa sig. Einkum var hún sann- færð um, að hún væri mjög ólag- leg og mundi aldrei ganga í augu nokkrum manni. Skólasystir henn- ar hafði eitt sinn sagt við hana í bræði, að hún væri ljót. Þeim orð- um gleymdi Charlotta aldrei, þótt hún fyrirgæfi þau, og teldi síðar, að þau hefðu verið sér þörf áminn- ing. Það raunalega var, að þessu fór í raun og veru fjarri. Hún hafði mikið og fagurt hár og undrafögur grábrún augu, og þeir, sem bezt þekktu hana, vissu, að hún gat ver- ið mjög hrífandi, þegar hún naut sín og gleymdi meðfæddri feimni sinni. En bæði Charlotta og systur hennar, voru mótaðar af uppeldi sínu og einangruninni á prests- setrinu. Þær voru stífar, jafnvel hálfforneskjulegar í fasi, einkum þó Emily, sem gat verið hreint og beint fráhrindandi, þótt hún væri ef til vill gáfuðust þeirra allra. Anna var hins vegar fínleg og aðlaðandi, en sem skáld þolir hún ekki samjöfnuð við systur sínar. Bróðir þeirra, Branwell, hafði verið eftirlæti móðursystur sinnar. Hann virtist snemma hæfileika- samur, og voru miklar vonir bundn- ar við hann í æsku. Systur hans álitu hann efni í skáld, en þó fyrst og fremst málara. Hann var send- ur á listaháskóla í Lundúnum til að nema dráttlist. En Branwell var veiklyndur og staðfestulaus, lenti snemma í óreglu og fór loks alger- hlað var brostin á stórhríð á norð- an. Steindór hafði engan hitt heima við fyrst og orðið að leita uppi mennina niður við sjó. Þegar þeir voru komnir nærri vökinni heyrði hann að ég hljóðaði. Mikið sagðist hann þá hafa lofað guð fyrir að leggja það ekki á sig að koma að auðri skörinni. Ekki veit ég með vissu hve lengi ég beið og hélt í hestana, en mig minnir að Stein- dór segði að það hefði verið um tvo klukkutíma, og finnst mér það vel geta verið. Nærri má geta hvernig móti mér var tekið þegár heim kom. Ég fann mikið til í fótunum og hendur mín- ar voru stiíðar og bólgnar. En þeg- ar 'búið vár að hjúkra mér á allan hátt og ég var búin að breiða yfir höfúð, þá var eins og hræðslan gripi mig fyrst og ég gat ekki sofn- -ftð. Flaug þá margt gegnum huga minn og nú minntist ég álfkon- unnar minnar í draumnum. Álf- konan mín hefur hjálpað mér, þó að ég vissi ekki af því, hugsaði ég, og þó að ég brygðist henni og segði drauminn. Loksins sofnaði ég, svo yfirkomin sem ég var. Þá dreymir mig konu sem gengur gegnum her- bergið. Hún gekk snúðugt og leit þóttalega til mín. Þetta fannst mér vera sama konan og fyrr, en þó nokkuð breytt. Mér fannst hún segja við mig með svip sínum og tilliti: Ég efndi mín orð við þig, þó að þú brygðist mér! Við þetta vakn- aði ég skyndilega og fannst þá sem konan hyrfi mér út úr dyrunum. Allt heimafólk var í fastasvefni. Einar menjar bar ég ævilangt um þennan atburð: ég hef aldrei síðan stigíð fæti mínum né getað stigið fæti á ís eða 'svell, ekki einusinni frosinn smápoll í túni eða hlað- varpa. Systurnar Bronté á heimili sínu. Charlotta situr við skrifborðið. Emily leikur á hljóðfæri. An na stendur við hlið hennar. Branwell hlýcir á. MálVerk af Charlottu, Emily óg Ön>tu Aftir bróður þ'éirra.: Það ■ var • -áKtið - gfataðj en fannSt 1914 í írlandi. hluti áttu þau hart í uppvextinum. Mikil fátækt og sparsemi ríkti á heimilinu, og enda þótt börnin væru ekki svöng að jafnaði, voru þau oft köld. En þau voru sam- rýnd, þau nutu þess að fara í gönguferðir um nágrennið, heiðina, sem varð sumum þeirra síðar að yrkisefni. En það voru þó fyrst og fremst bækurnar, sem urðu þess- um gáfuðu börnum leikfélagar, og út frá því sem þau lásu, skópu þau sér sína eigin leiki. f þessum leikj- um var Charlotta lífið og sálin. Þegar í æsku hélt hún dagbækur, eins konar sögu prestssetursins. Fjórtán ára gömul skrifar hún einn dag eftirfarandi klausu í dagbók- ina: „Meðan ég skrifa þetta, sit ég hér í eldhúsinu á Haworth prestssetri. Tabby (það var vinnukonan á heimilinu) er að þvo upp eftir morgunverðinn. Anna krýpur á stól og skoðar kökur, sem Tabby hefur bakað handa okkur. Emily er inni í stofu að hreinsa gólf- ábreiðuna. Pabbi og Branwell eru farnir til Keihley. Frænka er uppi á herbergi sínu, en ég sit hér við eldhúsborðið og skrifa þetta“. Elztu systurnar fjórar voru send- ar i heimavist.\rskóla, eins og þá var títt í Englnndi. Þessi skóli í Covan Bridge var í mesta ófremd- arástandi, húsnæðið ófullnægjandi. Loftslag var mjög óhollt og rakt á þessum stað, en skólinn stóð á fljótsbakka. Allur að.iúnaður nem- endanna var hinn ver.iti og matur- inn oft nær óætur. Hvern sunnu- dag urðu stúlkurnar að ganga lang- an veg til kirkjunnar og hlýða tveim messum. Kirkjan var óupp- hituð og ísköld á veturna. Nemend- urnir þjáðust af kulda og sulti, og tvær systur Charlottu veiktust þar af tæringu og dóu báðar. En Char- lotta og Emily voru teknar heim aftur. Skólanum í Covan Bridge hefur Charlotta lýst eftirminnilega í Jane Eyre. Lýsing hennar olli hneyksli, jafnvel uppnámi í Englandi. En talið er, að þessi raunsæja, ófagra lýsing hafi átt sinn þátt í að bæta aðbúnað nemenda í enskum heimaa vistarskólum. Þegar Charlotta var fimmtán ára

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.