Tíminn - 24.12.1956, Page 23
Efst til vinstri: Þannig varð að mjaka bílunum yfir skaflana á járnplötum. Neðst til viristri: Trukkarnir voru sérlega útbúnir gegn „stríðleik
ískaldra vatna“. Efst til hægri: Tjaldið á hábungunni, þar sem við hírðumst í fimm sólarhringa í linnulausri snjóhríð. Neðst til hægri: Við
mælitækið á hábungu Tungnafellsjökuls.
segja frá hvernig komið væri. Síð-
an skyldi freista þess að brjótast
uppeftir með einn trukkinn til að
draga snjóbílinn upp úr gröf sinni.
Á meðan reyndum við sem eftir
vorum að láta fara vel um okkur
í bílnum, hituðum kaffi og smurð-
um brauð. Klukkustund leið af
lclukkustund, hríðarveðrið buldi á
rúðunum og vatnið hækkaði sífellt
í bílnum svo loks var gefin hátíð-
leg fyrirskipun um að yfirgefa hið
sökkvandi skip. Við forðuðum okk-
ur í land og slógum tjaldi á auðum
mel skammt frá.
Seint og síðar meir sjáum vlS til
trukkbílsins. Það hafði tekizt með
miklum erfiðismunum að koma
honum alla leið. Innan skamms
hefur snjóbíllinn verið dreginn á
þurrt og nú þarf að taka sundur
nær alla vélina og hreinsa hana.
Ævintýrið með snjóbílinn er úti,
það má heita gott ef hægt verður
að koma honum niður í bækistöð-
ina aftur. Um miðja nótt tókst okk-
ur að komast til baka. Ógleði ríkir
í hópnum, heill sólarhringur er lið-
inn, við höfum þolað vosbúð og
erfiði og sitjum enn á sama stað.
En að morgni skal gerð önnur at-
laga, við erum staðráðnir að kom-
ast á leiðarenda þótt við þurfum
að ganga alla leið með klyfjar á
bakinu.
Enn er lagt af stað.
Að morgni er enn lagt af stað á
tveimur trukkum. Hinir snúa við til
byggða. Það er hráslagi í veðri og
enn sézt ekkert nema svört auðnin.
Bílarnir mjakast áfram gegnum
snjóskafla, gera margar atrennur,
sitja fastir og spóla, eru dregnir
upp til skiptis, það er reynt annars
staðar, járnplötur eru settar
undir hjólin, hægt og bítandi er
sigið áfram. Þar sem snjóskaflarn-
ir eru ekki til trafala tekur aur-
bleytan við, hjólin sökkva í sand-
inn, vélin vinnur af öllu afli og
knýr öll hjólin fjögur, en allt kem-
ur fyrir ekki, ferlíkið hristist hálft
í kafi en mjakast ekki áfram. Þá
er hinn til taks til að draga kollega
sinn upp úr kviksyndinu með hjálp
kraftmikillar vindu. Viða er stór-
grýti svo mikið að bíllinn enda-
stingst eins og skip í stórsjó. En
áfram miðar samt. Nú erum við
komnir suður fyrir Kiðagil og langt
í suðri sjáum við móta fyrir Fjórð-
ungsöldu, ávöl bunga upp úr flatn-
eskjunni. Þjóðleiðin liggur vestan
öldunnar en þar er svo mikinn snjó
að leysa að vonlaust er með öllu
að brjótast þá leið. Við eigum ekki
annara kosta völ en fara austan
við, þótt enginn sé kunnugur leið-
um. Um miðnætti er afráðið að slá
tjöldum og nú sjáum við einhvern
árangur fararinnar, enda tekur nú
skapið að hrýna og sumir eru jafn-
vel svo léttlyndir að fara að þvo
sér í framan upp úr leysingavatni,
sem myndast hefur í dæld skammt
frá.
Næsta dag gengur ferðin betur
þrátt fyrii' djúpa skaíla á stöku
stað sem fara verður yfir á járn-
plötum. Þá verður vatnsmikil á í
vegi, sem byltist milli skara og
sandbleyta við bakka, botninn sam-
felldur svellbunki. Nokkur tími fer
í það að leita að hentugu vaði.
Loks á miðnætti léttir ögn þok-
unni og við sjáum tinda Tungna-
fellsjökuls gnæfa við himin, brynj-
■^Sa ísi og eilífri þögn. Lengra verð-
ur ekki komist, við stöndum hljóð-
ir og virðum fyrir okkar brattar og
kuldalegar hlíðarnar. Nú er afráð-
ið að slá tjölum, því allir eru orðnir
hvíldarþurfi, í fyrramálið verður
klifið á jökulinn. Við hitum okkur
almennilega máltíð og étum eins
og hungraðir úlfar, skríðum síðan
í pokana og sofnum á samri stundu.
Sýn til örœfaheims.
Næsta dag erum við snemma á
fótum, enda er nú sýnu fegurra
umhorfs en verið hafði undanfarna
daga. Himinninn heiður og sól um
allan hinn volduga öræfaheim. í
vestri blasir við ávöl og víðáttu-
mikil snæbunga Hofsjökuls, svartir
og hrikalegir hamrar í jaðrinum.
Sunnan við rís Arnarfell hið mikla.
Loftið er hreint og tært, litirnir
undra skærir og ferskir, náttúran
ósnortin og upprunaleg sem á hin-
um fyrsta morgni. En tími gefst
ekki til skáldlegra hugrenninga,
starfið bíður. Skipt er liði, fimm
menn eru sendir uppá hæsta tind
Tungnafellsjökuls til að setja þar
upp mælistiku. Við þrír sem eftir
erum eigum að fara með Elanssuaq
upp á annan tind nokkru lægri,
þaðan ætlar hann að mæla til
Kverkíjalla ef sýn gefur þangað.
Við skiptum klyfjunum, einu tjaldi,
svefnpoka, bedda, mælitækjunum,
matvælum og ótal fleiri hlutum.
Það verða um 50 kg. á mann. Við
leggjum af stað og göngum í hala-
rófu. Hitinn er bærilegur og brátt
köstum við klæðum og skreiðumst
hálfnaktir, móðir og másandi upp
snarbrattar hlíðarnar, það kostar
mikla sjálfsafneitun að bregða ekki
upp í sig lófafylli af snjó til að
svala þorstanum. Eftir noklcra
stundar ferð höfum við náð tind-
inum, reist tjaldið og hafið mæl-
ingarnar, útsýnið er frábært í all-
ar áttir. í austri blasir við sjálfur
Vatnajökull, ægihvítur og bungu-
breiður undir bláum himni.
Um kvöldið erum við allir sam-
ankomnir í tialdbúðunum á ný. ör-
þreýttir en ánægðir. Hanssuaq varð
þó eftir uppi, því enn var von að
sæi til Kverkfjalla. Næsta morgun
en ennþá sama blíðviðrið, logn og
sólskin. Við höfum samband við
Hanssuaq í talstöð, hann kveður
ókleift að sjá til Kverkfjalla frá
tindinum, Dyngjujökull skyggi á.
Við verðum að flytja okkur um set
til Tungnafells sem er stakur tind-
ur í norðurjaðri jökulsins. Þangað
er um 13 km. ganga yfir ísinn. Við
mötumst í næði, við getum ekki átt
von á matarbita fyrr en næsta dag.
Síðan er haldið af stað. Fyrst verð-
ur að sækja hafurtaskið upp á tind
inn til Iíanssuaqs, síðan að arka
eftir endilöngum jöklinum með
drápsklyfj ar. Færðin er misjöfn,
sums staðar, sökkvum við í snjó-
inn upp að hnjám. Þetta er sann-
kölluð hungurganga og öll hugar-
orkan miðar brátt að því einu að
stíga næstu spor. Maður revnir að
gleyma hinni endalausu víðáttu í
kringum sig, hvítri lífvana slétt-
unni, maður finnur að það er bein-
línis ögrun við þessa köldu eyði-
mörk að skilja eftir svo lítilmótlegt
mark á yfirborði hennar sem fót-
spor. Undir miðnætti hafa loks all-
ir náð Tungnafelli, þreyttir, þyrst-
ir, svangir og kaidir. Það er komið
hálfgert kafald og skýjaþykkni.
Tjaldið er reist, ég og Hanssuaq
verðum eftir uppi, hinir fara aftur
niðraf fjallinu. Við hitum okkur te
og smyrjum brauð, setjum síðan
upp beddana og breiðum úr dún-
pokunum, sofnum værum blundi
inn á miðjum öræfum íslands i nær
1400 m. hæð.
Landmœlingar um mitt ísland.
Næsta dag er enn blíðskaparveð-
ur, heiðrikt og brennandi sólskin,
skyggni í allar áttir. Við tölum við
félaga okkar í tjaldbúðunum um
talstöðina, reynum ennfremur að
ná sambandi við Svartárkot í Bárð
ardal, en þar höfðum við sett upp
talstöð sem skyldi hafa samband
við okkur daglega. Er það skemmst
frá að segja að við náðum aldrei
sambandi við Svartárkot allan tím-
ann sem ferðin stóð. Við vorum því
algerlega skildir frá umheiminum
hvað sem í húfi var. Nú setjum við
upp mælitækið, theodóltinn, sem
til hægðarauka er kallaður Teddi í
daglegu tali. Við höfum heppnina
með okkur, fjallásýn er góð í allar
áttir, Kerlingafjöll, Mælifell í
Skagafirði, Kerling í Eyjafirði,
Herðubreið drottning, Trölla-
dyngja, Vatnajökul, Hágöngur
prýða mikilúðlegan sjónhringinn.
Mælingin gengur vel en seinlega,
þetta er í fyrsta skipti sem land-
mælingar eru framkvæmdar á mið-
biki landsins og gæta þarf ýtrustu
nákvæmni. Er á líður daginn sjá-
um við til ferða félaga vorra, þeir
eru eins og örsmáar svartar pöddur
niðrá ísnum. Og þennan dag fáum
við skemmtilega og óvænta heim-
sókn. Við heyrum vélardrunur
langt í fjarska og brátt sjáum við
til flugvélar, sem stefnir nærri okk-
ur. í fyrstu töldum við að þar færi
áætlunarvél á leið austur eða norð-
ur, en brátt kemur í ljós að hér er
um litla flugvél að ræða, sem
sveimar yfir Sprengisand. Hún
nálgast óðum, flýgur norðan við
Tungnafell og framhjá okkur. Við
hlupum til og frá á tindinum eins
og óðir menn til að vekja athygli
á okkur. Og brátt virðast þeir koma
auga á okkur því vélin snýr við,
lækkar flugið og stefnir beint yfir
tjaldið. Og um leið og hún þýtur
yfir siáum við falla böggul niður.
Vélin flýgur enn einn hring og
stefnir síðan á okkur aftur. annar
böggull fellur til iarðar. Við hrist-
um alla skanka í þakklætisskyni,
flugvélin svarar, byltir sér í loftinu
og ,,veifar“ til okkar með vængjun-
um. Síðan tekur hún stefnuna
vestur og brátt er hún horfin sjón-
um. Við hlaupum til og förum að
hnýsast í bögglana. Þar er komið
feiknin öll af sælgæti og súkkulaði,
appelsínum og tóbaki, dagblöðum
og pósti að heiman. Við hefðum
ekki verið glaðari þótt komin væru
jól. Seinna fréttum við að sjálfur
yfirmaður mælinganna, oberst-
lötjant J. P. Lund hefði leikið jóla-
sveininn. Við hámum í okkur sæl-
gætið og það er rifizt um blöðin,
enda eru þar myndir af nýkjörinni
fegurðardrottningu íslands og
langt er orðið liðið síðan við höf-
um litið kvenlegan yndisþokka. En
ekki er til setunnar boðið, brátt er
(Framh. á bls. 31)