Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 30

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 30
■*" jolablað; tImans i9ss 3D Skúlaskeið (Framh. af bls. 3) 1 væri göldrum til að dreifa, því verjendur Þórdísar færa það ein- mitt henni til varnar, er mál henn- ar var fyrir á Alþingi síðar, að mað- urinn muni hafa komizt yfir hana með fjölkyngi og án hennar vitund- ar, enda hefði honum ekki verið síður til slík? trúandi en þess, er gerðist á Vallalaugarþingi, er hann rann yfir fen og kviksyndi sem á hjarni væru. Auðvitað er ekki skýringa að leita í slíkum hindurvitnum. Vitaskuld hefir hestur Tómasar hlotið að vera hið mesta afbragð að hraða, fótfimi og traustleik. Auk þess hefir því lengi verið trúað hér á landi, að „milli manns og hests hangi leyniþráður“ og að góður reiðhest- ur skynji með nokkrum hætti, þeg- ar líf liggur við; kemur þetta t. d. fram hjá Grími í „Skúlaskeiði" og í „Kópi“ Sveins Pálssonar, („Af eðli göfgu fákur fann“ etc.), og víða í sögnum. En hvað um það, þá er hitt ekki síður ætlandi, að eftir- reiðarmenn hafi einnig haft hesta- kost mikinn og góðan, svo sem Skagfirðinga er háttur allt frá tímum „Flugu“, enda kom þar senn, að þeir brytust úr fenjum og þreyttu eftirreiðina á nýjan leik, og var nú ekki á liði legið. Gat þessvegna ekki hjá þvi farið, er frá leið, að saman drægi með þeim, enda var maðurinn einhesta, en hinir höfðu sjálfsagt hesta til skipta, fleiri eða færri. Þótti nú sýnt, hvað verða vildi og yrði skammt leiksloka að bíða. En sem þeir fremstu í eftirreiðinni höfðu nær því dregið manninn uppi, tóku hestar þeirra að bilast sumir, og þvi brátt að „þynnast fjanda flokkur“ og tvístrast, en maðurinn þreytti undanhaldið upp á líf og dauða, og bar enn undan. Verða nú óljósar fregnir um eftirreiðina, er lengra kom frá þingstað, en víst er, að henni lauk svo, áð þeir náðu flóttamanninum aldrei. Var ýmsu um kennt, dimmviðri, eða göldrum eins og fyrr segir, þar sem allir þóttu þessir atburðir með þeim ólíkindum. Ekki er vitað, hvaða leið manninn bar undan hinni sögulegu eftirreið, sennilega niður Skagafjörðinn, austur yfir vöún og til fjalla, og fréttist það af hon- um síðan, að hann kæmist til Aust- fjarða og þaðan í skip til Englands. Löngu síðar er mælt, að hann kæmi aftur hingað til lands, og leitaði þá samvista við konu sína, systur Þórdísar, en að hún hafi þá ekki viljað við honum taka. VIII. Þessi frásögn verður ekki lengri að sinni. Það skyggir auðvitað nokkuð á í þessari sögu, að ekki skyldi takast að bjarga hinni ungu skagfirzku stúlku úr grimmilegum klóm „réttvísinnar". Hafa sumir áfellst manninn fyrir að hugsa um það eitt að bjarga sjálfum sér, en skeyta engu urií afdrif stúlkunnar. Það hefði auðvitað gert meiri rómantík í söguna ef hann hefði svipt henni á hestinn með sér. En þess var vitanlega ekki kostur eins og á stóð, og hefði reyndar ekki komið í neinn stað niður. Enda virðist flótti mannsins út af fyrir sig engu hafa breytt um ör- lög hennar. Vafalaust er, að fyrir- menn Skagfirðinga hafa haft á því fullan hug að bjarga stúlkunni. En hið erlenda kúgunarvald hafði þá þegar náð þeim kverkatökum á þjóðinni, í réttarfars- og refsimál- um sem öðrum, að innlend yfirvöld fengu ekki lengur rönd við reist, og átti þó eftir að síga enn meir á þá ógæfuhlið. En að hinu leytinu varð það þó, að því er manninn spertir, hinn óþekkti skagfirzki hestur,' sem bar sigurorð af leppum útlends kúg- unar- og refsivalds, og veitti hin- um nauðstadda manni þá réttar- vernd og lífgjöf, sem innlend yfir- völd voru ekki lengur umkomin að veita honum. — Atburðir sem þessir eru jafnan langlífir í vitund og sögnum með þjóðinni, þeir snerta næman streng í hugum íslendinga, áreiðanlega ekki síst manna eins og Gríms Thomsen, enda er kvæði það, sem hér hefir verið gert að umtalseíni, beinlínis byggt á ein- hverjum slíkum atburði, eins og fyrr segir. Þessvegna hefi ég látið mér detta í hug, að samband kunni að vera hér á milli. HOFUM VENJULEGA fyrirliggjandi allar matvörur, fóðurvörur, byggingarvörur, álnavöru, skótau og búsá- höld. — Athugið verð hjá oss, áður en þér gerið kaup annars staðar. ENNFREMUH VILJUM VÉR vekja athygli á inn- lánsdeild vorri, sem ávaxtar sparfé yðar með hæstu innlánsvöxtum. — Reynið viðskiptin. Gleðileg jól! Farsœlt nýár! Þökkum viðski'ptin á liðnu ári. Kaupfélag Suður-Borgfirðinga Akranesi. Tætararnir frá Rotary Hoes Ltd. í Bretlandi hafa einir verið reyndir hér á landi. Þeir hafa hlotiS meðmæli Verkfæranefnd- ar ríkisins. Þeir eru afkasta- meiri en diskaherfi og skila jarðveginum fínunnum. Eru not- aðir af búnaðarskólunum og fleiri stórbúum. Þar sem stuttar eru vegalengd- ir, er ekkert sjálfeagðara en að nota heykló við að flytja heyið heim. Fjöldi bænda notuðu hey- klær á síðasta sumri við góðan árangur. Þær eru ódýrar í inn- kaupi og mjög fljótlegt að tengja þær við tralctorinn. ÍTÖV5VAUS tot 'o* billig transport •» Jwy, Jialm m. v. Fra vircn 1956 4 3 •tocciÍiKi 5* 6 I mm ARNI GESTSSON Hverfisgötu 50 Sími 7148 — Reykjavík pantanir á þessum tækjum sem fyrst «*»»«*»»««»*»***»*. BÆNDUR! Sparið yður óþarfa erfiði og kastnað. Látið Gný biásarann vinna störfin Reynsla sú, sem fengist hefir á notkun þessara blásara undanfarin tvö ár, sannar fullkomlega kosti þeirra við hey- vinnustörfin. Með því að nota Gnýblásarann leggst heyið mun betur í hlöðuna og gerir súg- þurrkunina árangurs- ríkari. Þessir blásarar hafa einnig verið not- aðir með góðum ár- angri við súgþurrkun. Þessir blásarar eru nú notaðir á öllum stærstu búum landsins. Búnað- arskólunum að Hvann- eyri og Hólum, Gunn- arsholti, Laugardæla- búinu og víðar. Leitið nánari upplýsinga um Gný-blásarann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.