Tíminn - 24.12.1956, Page 37

Tíminn - 24.12.1956, Page 37
* JÓLABLAÐ TÍMANS 19 56 ★ 37 Selma Lagerlöf og iérsalafararnir Framh. af bls. 12 á siónarsviðið. — — Vorið 1897 sendi Heidenstam frá sér meistara- verk sitt í Karolínarnir. Við lestur bókarinnar hlaut ég að finna, hve langt hún bar af því verki, sem ég hafði á prjónunum og hve miklu fastari tökum hún greip hug og hjarta. Bara að Svíarnir tækju sér fyrir hendur eitthvert stórvirki, og ég fengi að skrifa um það, and- varpaði ég eftir lesturinn. Ég á það bók Heidenstams að þakka, að mér varð ljóst, hvers vegna mér gekk verkið svo erfiðlega: Ég var ekki fædd til þess að skrifa um Suður- landabúa. Þeir voru mér framandi, ekki blóð af mínu blóði og hold af mínu holdi. Það var ekki á mínu valdi að gæða þá lífi.“ Sumarið eftir var S. L. í Visby með skáld- konunni Soffíu Elken, vinkonu sinni og ferðafélagi. Þá bar svo vio einn dag, að henni barst í hendur eitt eintak af „Gotlands Alle- handa“, þar sem sagt er frá þvl. að Dalafólkið, sem flutt hafi til Jerúsalem, óski eftir að fá plóga senda þangað frá Svíþjóð. „Ég flutti mig frá pappírshrúgunni á skrifborði mínu og rýndi lengi í blaðið,“ segir S. L. í grein sinni, „svo sneri ég mér að Soffíu Elken og sagði: Það verður hægt að nota þetta efni í skáldsgöu.“ Voriö 1899 fór S. Lagerlöf til Austurlanda. Til Jerúsalem kom hún í marzbyrjun, er hin heilaga borg ljómaði í kvöldsólarskini. — Morguninn eftir fór hún til ný- lendunnar. „Guð hefur sent þig til okkar“, var það fyrsta, sem hún heyrði sagt og á Dalamáli. Hún var fyrsti Svíinn, sem heimsótti Dala- fólkið. Það átti við ýmis konar erf- iðleika og misskilning að etja og þurfti talsmann. Það opnaði hjarta sitt fyrir S. L. og hún, sem alltaf trúði á stjórn Guðs að baki tilver- unni, fór að spyrja sjálfa sig, hvort það væri ekki Guð, sem hafi sent sig til þessa staðar. Þegar Selma Lagerlöf fór frá Jerúsalem og sá allt nýlendufólkið standa við borg- arhliðið í kveðjuskini og hefja sönginn: „Vi skall mötas en gáng“, gat hún ekki tára bundist. Hún fékk ást á nýlenduíólkinu, bæði því sænska og ameríska, en því verður ekki neitað að í skáldsög- unni lýsir hún kjröum þess helzt til ömurlega, enda vakti bókin í fyrstu, bæði af þeim og öðrum ástæðum, sára gremju þar suður frá. Til Nás kom S. L. með tvö koffort full af bréfum og böggl- um sunnan að. Þar var hún tvo daga og er afhending bréfanna og pinklanna fyrirmynd þess kafla í sögunni, ’;«gar Geirþrúður kemur sunnan að, og gjafir og utanáskrift var lík því, sem þar segir. íg hefi nú reynt að draga fram þá atburði í sögunni, sem eiga sér stoð í veruleikanum og þær per- sótiur, sem eru raunverulegar. Meðan Selma Lagerlöf átti heima í Falun í Dölum safnaði hún ýms- um heimildum um hina sérkenni- iegu jórs&laför Násbúa. Einnig safaaði hún ýmsum gömlum sögu- sögnum þar um slóðir og uppistað- an í mörgum hinum stórfengleg- ustu köflum í bókinni eru að sögn í aðalatriðum veruleiki, þótt ívaf þessa glæsta daíavefnaðar sé skáid- skapur. Ásareiðin á t. d. einu sinni að hafa farið yfir Vinbergssel í Dölum og sagt er, að tveir menn hafi einu sinni í Lindinesi séð himnana opnast yfir höfði sér. Annar þeirra hét Hallvarður sterki og er hann bersýnilega fyrirmynd Ingimars sterka í sögunni. Sama er löf of tíjúpvitur skáltíkona til þess að neita reynslu liðinna alda. í sögunni er átthagaást teflt gegn trúarhrifningu, og tvær aðalpersónur þessarar skáldsögu Ingimar og Geirþrúður eru ekki sögulegar persónur. Skáldkonan slær miklum töfrum þann kafla söunnar, þegar Geir- þrúður stingur í draumnum augað úr spegilmynd Ingimars, hræðist sínar illu hugsanir, sér Krist í skóginum, sturlun hennar breytist '•í i í Frá Jerúsalem. Séð inn eftir H, nomsdal. „Davíðsturn í baksýn“. — að segja um ýmsa aðra atburði, suma hversdagslega, að skáldkon- an slær á þá töfrasprota sínum og gefur þeim nýtt líf og bókmennta- legt gilai. í íslenzku þýðíngunni byrjar síð- ari hluti bókarinnar á samtali milli klettsins helga og grafarinnar helgu. Kaflinn er stórfenglegur og táknrænn, en fellur illa inn í heild- arbyggingu sögunnar. Þann kafla samdi Selma Lagerlöf að untíirlagi Soffíu Elken, en 1999 sleppti hún kaflanum úr bökinni og felldi inn í stað hans kafla um Gordonsinna. Fleiri róttækar breytingar gjörði hún þá á sögunni, máði t. d, Búa Magnússon algerlega búrtu þaðan. Okkar þýðing á bókirihi er því orð- in talsvert úrelt. Ingimararnir verða ógleyman- legir eftir lestur bókarinnar og gagnrýnendur Norðmanna hafa litið svo á, að Selma Lagerlöf hafi aldrei rýnt svo djúpt í norræna þjóðarsál eins og einmitt í Jerúsal- em og óvíst sé, hvort nokkurn tíma fyrr eða eða síðar hafi verið skrif- uð stórfenglegri bændasaga. Bókin er skrifuð um síðustu aldamót, þegar ^fnishyggj an í sinni fornu mynd var í algleymingi, en mikil dulræna g^egist þar þó fram hvarvetna, enda var Selma Lager- í eldhita trúarinnar og hún fær Ingimar hinn horfna fjársjóð hans, sem hún hefir fundið innan í koddanum. Ýmsir hafa haldið því fram, að í Ingimar vilji Selma Lagerlöf sýna á vissan hátt sína eigin skapgerð og í afstöðu hans til safnaðarins í Jerúsalem leynir sér ekki viðhorf hennar sjálfar. Jafnvel hefir hún látið þau orð falla að svo sé. Hún metur að verðleikum fórnfýsi þessa fólks og og kærleiksverk, en ofstæki í trú- málum og meinlætalifnaði öllum, sem stríðir móti mannlegu eðli, hefur hún ímugust á. Sorg Ingi- mars yfir að láta ættaróðal sitt er einnig sorg hennar sjálfrar yfir að láta Márbacka. Ingimar gekk aldrei í trúarflokk Gordonsinna, en hann hefur trú á köllun þessa fólks og bíður þess fullur eftirvæntingar að sjá, hvernig hinn mikli stjórnandi að baki tilverunnar muni nota þá til að efla fyrirætlanir sínar. En einmitt þetta gjörir Selma Lager- löf líka. Nú er það vitanlegt, að þúsundum ferðamanna og píla- gríma frá ýmsum löndum veraldar hefur þetta fólk meir en hálfa öld ekki aðeins veitt gistingu heldur og skapað þeim heimili meðan á dvöl þeirra hefur staðið í borginni, og allir geyma þeir í hjarta sínu minningar um hina góðhjarta og fórnfúsu Násbúa. Meðal Araba hafa þeir unnið geysimikið líknarstarf og meðari á fyrri heimstyrjöldinni stóð, leystu þeir af hendi frá- bært mannúðarverk. — Gjörðir þeirra hafa aldrei verið básúnaðar út á heimsins vísu, en hann, sem sér í leynum, veit um þær. Signe Ekblad segir á þessa leið: „Fundu þeir það, sem þeir leituðu að og þráðu Násbúarniir, sem yfir- gáfu heimili sitt og föðurland, til þess að leita hinnar heilögu borg- ar? Ef það er satt, að vér breyt- umst í það, sem vér elskum, þá er það einnig kærleikurinn til hinnar heilögu borgar og þess frelsara, sem þar lifði og dó, sem hefir mót- að og orkað gjörbreytingar á Nás- búunum, svo að þeim hefir reynst kleyft að standast allt mótlæti og misreikninga, allar sorgir og á- hyggjur í hljóðri undirgefni og með gleði — og þá munu þeir einnig einhverntíma ná hinni heilögu borg, hinni himnesku Jerúsalem“. Einar M. Jónsson. :: :: ♦♦ ♦♦ :: § ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ H H :: :: ♦♦ 8 ♦♦ ♦♦ 1 :: :: § 1 :: ♦♦ H ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: Kaupfélag Önfirðinga Flateyri. Seljum allar algengar nauösynjavörur. SELJUM: Kol, salt og olíur. — Umboðsmenn fyrir Samvinnutryggingar. Onfirðingar. Látið Innlánsdeild kaupfélagsins ávaxta sparifé yðar. ^ Um leið og við óslcum gleðilegra jóla og góðs far- sœls komandi árs, þökkum við viðskiptin á árinu. :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ H H H :: ♦♦ H ♦♦ ♦♦ ♦♦ 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.