Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ standa fram úr ermum og seldi málverk Jörgen Lindes. Hún hækkaði verðið. Og í febrúar- mánuði hafði hún selt öll mál- verkin hans. Lengi hafði Jörgen Linde beðið eftir bréfi frá henni. Rétt eftir að hann kom til Florens hafði hann fengið stutt bréf frá henni, en síðan ekki söguna meir. Skyldi hún hafa gleymt honum? Skyldi hún aðeins yppta öxlum með meðaumkun, þegar hún hugsaði til hans? Þá kom bréf einn morguninn. „Nú er ég búin að selja allar myndimar yðar. (Pabbi keypti tvær.) Ég hækkaði yerðið. Hér fylgir ávísun á upphæðina. Ég veit, að þér verðið glaður, en þér megið trúa því, að ég er ekki síður glöð.“ Svo var langt mál um jólin, þegar hann hafði dvalið á heimili þeirra. Jú, hún mundi eftir öllu, hún hafði ekki gleymt honum. Eftir þetta skrifuðust þau oft á. Og smám saman urðu bréfin innilegri. Og svo kom blessað vorið. Kvöld nokkurt 1 maímánuði, þegar Gerða sat heima hjá sér, tók hún ákvörðun sína. — Pabbi og mamma! Ég þarf að biðja ykkur bónar. Ykkur finnst ég máske dálítið bama- leg. Ég get fengið átta daga leyfistíma. Mig langar til að skreppa til Florens og sækja Jörgen. — En, hvað áttu við, vina mín? sagði faðir hennar. — Ég man, hvað þú sagðir um jólin, en hvað áttu við? — Ég á við það, að ég ætla að giftast honum, þegar hann er kominn heim. — En hefir hann þá beðið þín? spurði móðir hennar. — Beðið mín? Nei, mamma, það hefir hann ekki gert, sagði Gerða og brosti. — Ég held að ungir piltar geri það ekki nú á dögum. — En ætlar þú þá að biðja hans? sagði faðir hennar bros- andi. — Ætlarðu að fara til Florens og biðja hans? Það er óneitanlega ekki vel viðeigandi. En Gerða horfði róleg á föð- ur sinn. — Nei, ég ætla ekki að biðja hans. Ég ætla bara að koma, eins og ég hefi lofað. — En ef hann vill þig nú ekki? — Mamma mín, sagði Gerða og kyssti móður sína. — Ef möguleiki væri á því, að slíkt gæti komið fyrir, myndi ég auðvitað ekki fara. Það varð þögn. — Hvað segir þú um þetta, Utan við vígvöllinn. A efri myndinni sjást hermenn á sjúkrahúsi á Englandi, þegar hjúkrunarkonan kemur með póstinn til þeirra. Á neðri myndinni hollenzkir hérmenn að aka burtu tundurdufli, sem rekið hefir á Hollandsströnd. Á undan er tundurduflið gert óskaðlegt. góði minn? sagði frú Halsted við mann sinn. Þá stóð Halsted læknir á fæt- ur, gekk til dóttur sinnar og kyssti Lana á kinnina. — Farðu þá, vina mín, og sæktu unnusta þinn. NDKKRUM dögum seinna fór Gerða til Florens. Hún kom þangað síðla dags, þegar borgin var böðuð gylltu ljósi vorsólarinnar. Hiarta hennar sló ört, þegar hún ók til litlu íbúðarinnar hans. Húsmóðirin opnaði. — Herra Linde. Hún hristi höfuðið. Þær áttu örðugt með að skilja hvor aðra. Herra Linde var farinn til Rómaborg- ar. Hún vissi .ekki, hve lengi hann ætlaði sér að dvelja þar. En hafði hún þá ekki heimilis- fang hans? Nei, því miður, það var mjög leiðinlegt, en hún hafði ekki heimilisfang hans. Gerða fór. Hún gekk fram og aftur um þrönga götuna. Átti hún að fara heim? Það var víst ekki um annað að ræða. Hún varð að fara heim. í örvæntingu sinni gekk hún fram og aftur um götuna. Hún varð víst að fara heim. Hún gekk út á torgið, kom auga á litla veitingastofu og settist þar inn. Hún bað um kaffi, en snerti þó ekki á því. Hún bara sat þarna vonsvikin. En þá datt henni í hug bóksalinn, sem hafði bent henni á hann sem leiðsögumann. Hún mundi hvar Frh. á 25. sí&u.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.