Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 23
ALÞÝÐUBLAÐSINS 23 Jnlrmnpinninn hnðínn npiknminn. Jólasveinninn sankti Nikulás er boðinn velkominn um hver jól á hafnarbakkanum í Amsterdam. Fulltrúar borgarbúa ganga á móti honum pg hei.sa honum. Morgunverður i Ijónabúrinu. Nokkrir rithöfundar fengu sér nýlega morgunverð í ljónabúri einu í Vínarborg. Á myndinni sést einn „húsráðandinn“ og virðist ekki vera sérlega hrifinn af samkundunni. og innst af sjálfu saumafélagi sveitarinnar. Þegar Marta sýndi litlu syst- kinum sínum appelsínuna. komst heldur en ekki líf í tusk- urnar. Gunnar vildi sízt af öllu trúa, að hægt væri að borða þessa gulu kúlu, hann hélt víst að þetta væri leikhnöttur. Þeg- ar Marta hafði afhýtt appelsín- una, gleymdi hann alveg að loka munninum. Hann stóð og starði frá sér numinn af undr- un. Það var dálítið stykki handa hverju systkinanna. En, hugs- aði Marta, hefði hún nú verið prinsessa og getað gefið hverju þeirra heila appelsínu! NÝLEGA var komið dálítið nýtt og æsandi inn í líf Mörtu. Hún lá á kvöldin í rúm- inu og hlustaði á samtal pabba og mömmu. Það var efalaust ekki fallegt, já, jafnvel mjög Ijótt, að láta sem hún svæfi, en vera samt glaðvakandi. Af til- viljun hafði hún legið vakandi eitt kvöldið, meðan pabbi og mamma voru á fótum. Og þá komst hún að svo mörgu, sem hún hafði ekki vitað áður. Síðan hafði hún reynt að vaka, meðan hún heyrði mömmu og pabba tala lágt og áhyggjufullt frammi í eldhúsi. Þau töluðu um skuldir og atvinnuleysi, hvort nokkur bjargarleið væri til, þó að raunverulega væri engin bjargarleið til......... — Við verðum að selja kúna! sagði pabbi eitt kvöldið. Hún á að bera rétt fyrir jól, svo að við fáum hana vel borgaða. Marta fékk óttalegan hjart- slátt. Það lá við, að hún kæmi upp um sig. Að selja „Jólarós"! Allur bústofninn á Bjölluási var hún og kálfurinn hennar frá því í fyrra. Mamma sagði: — Það megum við ekki gera. Við höf- um notað sírópsvatn í grautinn í þrjár vikur. Það er syndsam- legt gagnvart börnunum. Það eru hálf jólin fyrir þau, að þau fái mjólk aftur. — Ég veit það, svaraði pabbi og andvarpaði, en hvað eigum við að gera ? Hann verður að fá peninga núna, annars fá- um við ekki einn einasta mat- arbita í verzluninni. Marta lá grafkyr og hlustaði æst, en fleira var ekki sagt. Hann — það er faðir Evu, — þurfti að fá peningana strax. En Eva átti marga kjóla, rauða, bláa og rósótta. Hún átti nýja, bláa kápu með skinnkraga og notaði skóhlífar, þegar færið var slæmt. Skólanestið hennar var það Ijúffengasta, sem hægt var að hugsa sér. Eva átti líka margar brúður. Nokkrar stúlk- ur úr skólanum höfðu séð þær. Á leiðinni í skólann var hún oft með brjóstsykur og gaf skóla- systrum sínum, líka Mörtu. Hún var stærrí en Marta og nokkrum siainum hafði móðir hennar, kaupmannsfrúin, sent notaða kjóla af Evu upp til Bjölluáss. Þeir voru eins og ný- ir. en það var alls ekki hægt að fá Mörtu til þess að fara í skól- ann í þessum fallegu kjólum. Þá fékk Sunna, sem var áð aldri til næst Mörtu, kjólana. Og Marta hélt áfram að ganga í kjólnum, sem var saumaður upp úr kjól af Olgu frænku. 'Alf ARTA heyrði ekki meira •*■*■*• um „Jólarós", hversu mikið sem hún reyndi að hlusta á kvöldin. En dag nokkurn, þeg- ar hún kom heim úr skolanum, var allt svo hljótt og undarlegt heima. Enginn hló eða gerði að

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.