Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐSINS 13 EMIL BÖNNELYCKE: JÁRN BRAUTAR MANNA JÁRNBRAUTARÞJÓNARN- IR eiga ekki sjö dagana sæla um jólin. Þá er stundum mikið að gera, vagnarnir eru fullir af farþegum og farangri. Og enda þótt ekki sé lengi farið milli Friðrikshafnar og Ála- borgar, er það þó ekki eins og í gamla daga, þegar farið var í einum áfanga frá Árósum til Kaupmannahafnar. Einn af lestarstjórum hrað- lestarinnar, sem gekk milli Álaborgar og Friðrikshafnar, Albertsen eimlestarstjóri, hafði verið mjög taugaveiklaður upp á síðkastið, og kom það í ljós á þann hátt, að hann var mjög önugur í skapi. Hann varð ön- ugur og afundinn út af hverju sem var. Hann bjó í Vonar- stræti í Friðrikshöfn, í litlu húsi, sem hann og Emilía og börnin höfðu átt heima í um mörg ár. Börnin voru nú upp komin, gift og flogin út í busk- ann. Sum voru í Ameríku. Hel- muth var langt í burtu, vestur í Seattle. Hann hafði verið fjar- verandi í mörg ár og kom aldrei heim. Og það er ekki gott að vita, nema þeir, sem farnir eru að heiman og láta ekkert til sín heyra, séu dánir. Móðirin hugs- aði um það angurmædd, að það væri orðið langt síðan hún hefði kveikt á jólatrénu fyrir börnin. En einu sinni höfðu það verið mestu ánægjustundir hennar og Albertsens, þegar kveikt var á jólatrénu. ,.Þá hafði maðurinn hennar hvorki verið taúgaveikl- aður né önugur í skapi. Það var ótrúlegt hvað Albertsen hafði getað lagt á sig fyrir jólin. Hann keypti jólagjafir, skrif- aði utan á jólakort, auk þess sem hann stundaði vinnu sína sem eimlestarstjóri. En nú voru tímarnir breyttir. Emilíu fannst maðurinn sinn vera orðinn svo takmarkalaust önugur í skapi. Einmitt þegar Emilía var að hjálpa honum í einkenniskápuna, var dyra- bjöllunni hringt. — Hvað gengur nú á? sagði hann önugur og sneri sér að úti- dyrunum. — Mér sýnist þú hrökkva við. Gengur nokkuð að þér? spurði hún? — Nei, en vittu hver er að hringja. Hún hlýddi honum og opnaði hurðina. Það var Halvor Mik- kelsen, pjátursmiðurinn með reikning fyrir viðgerð á ofnin- um í borðstofunni. — Það er ekki heppilegt að koma með reikninga á þessum tíma, nöldraði Albertsen. Þegar hann sá upphæðina hrópaði hann. — Níu krónur fyrir að gera við rörið. Það er hreint ekki svo lítið. Hjá okkur hreinsum við vélina tvisvar á sólarhring, án þess að taka aukalaun fyrir, — En þið fáið starf ykkar launað, sagði Mikkelsen. Við hinir viljum líka fá eitthvað fyrir okkar starf. — Jæja, nóg um það nöldraði gamli maðurinn. Ég hefði átt að gera sjálfur við ofnirm, og þá hefði ég sparað peningana. Næst vilduð þér máske vera svo vænn að koma með reikn- inginn á einhverjum öðrum tíma sólarhringsins. Þegar pjátursmiðurinn var farinn, var frakkinn í ólagi. Hann komst ekki í hann. Emilía ætlaði að hjálpa honum, en stóð öfugu megin. — Stattu hinum megin, hreytti hann út úr sér. Loks komst hann í frakkann. Honum gramdist það, að hún skyldi endilega vilja kyssa hann að skilnaði. — Jæja, jæja, ekki nú meira af þessu. — Heldurðu, að þú þurfir að aka á aðfangadagskvöld? spurði hún með hægð. -— Það gét ég ekki sagt mn, fyrr en ég sé, hvemig vinnunni hefir verið skipt. Vindurinn sveið í andlitið og hafði nærri því feykt af honum einkennishúfunni. Þetta bætti nú ekki skapið. Á leiðinni til jámbrautarstöðvarinnar hugs- aði hann með sjálfum sér: — Skyldi ég nú ekki fá að hvíla mig um jólin? Ef ég á að fara með lest númer 20, þá fæ ég að eins tíma til þess að gleypa í mig matinn. Það verða skemmtileg jól eða hitt þá held- ur. Þegar inn á brautarstöðina kom, sagði einn af yngri starfs- bræðrum hans við hann: — Jæja, Albertsen, þú færð að hvíla þig um jólin. — Svo nöldraði gamli mað- urinn: — Já, þú átt að fara með lest númer 20 á aðfangadags- kvöld og kemur aftur með lest númer 25 frá Álaborg. — Kallarðu það, að maður fái að hvíla sig. Ef allt geng- ur vel, verð ég ekki kominn heim fyrr en klukkan hálf. tíu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.