Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 27
27 Umferðareglur fyrir lax. Það er eins og kunnugt er siður laxins að leita móti straumnum til að finna góða hrygningarstaði. Mennirnir gera það hins vegar af skömmum sínum við laxinn að virkja fossana og stafar af þessu mikil hætta, fyrir laxinn. Nú hefir amerískur verkfræðingur fund- ið upp tæki til að kenna laxin- um með umferðareglur. Tæki þetta eru nokkurskonar lampar með rauðum perum í, sem látn- ir eru síga niður í vatnið, þar sem hætta er á ferðum. Fullyrti verkfræðingurinn, að laxinn muni snarstanza við rauðu lampana og snúa við. Hvað segja menn um það, að fá svona lampa við Ljósafoss? - Ný sokkagerð. Uppfinningasemi Ameríku- manna dó ekki út með Edison. Amerísku blöðin birta vikulega lista yfir nýjar uppfinningar. Síðasti listinn er á þessa leið: Ný sokkagerð. Sokkarnir eru gagnsæir og eru úr cellofan. Þeir eru látnir utan úm silki- sokkana þegar rigning er eða annað að veðri. Þetta virðist ekki vera svo vitlaus uppfinn- ing. Auk þessa er á listanum: Reykjarpipa með geymi fyrir tóbak. Kvenhattur, sem um leið er handtaska, hálskragi og háls- klútur. Vél til að hrista með á- vexti niður af trjám. Strau- bretti, sem heldur þvottinum svo að hann renni ekki til. Gríma fyrir hana svo að þeir ALÞÝÐUBLAÐSINS berjist ekki. Tannbursti með holu handfangi fyrir kremið. Sigarettur með hólfi fyrir ösk- una. Það var alveg sama. Þetta gerðist núna rétt fyrir jólin í einum unglingaskóla bæjarins. Kennarinn í stærð- fræði var veikur og hafði því annar verið fenginn í staðinn fyrir hann og var þessi nýi kennari mjög ungur og óvanur og því allmjög óviss og hikandi. Nemendurnir eru mestu þægð- arskinn og allt gekk vel til að byrja með. Það gekk bara mjög illa fyrir kennaranum að muna nöfn nemendanna. — Einn af nemendunum var nú kallaður upp að töflunni til að reikna, en hann gerði það mjög illa og kennarinn vakti athygli hans á vitleysunum. En nemandinn varð vondur og hélt því fram að hann færi rétt að. Hann sagði að það væri alveg sama þó að hann færi svona að, því að hann myndi fá hið rétta út að lokum. „Jæja,“ sagði kenn- arinn, ,.þá er alveg sama hvort ég kalla yður Þorstein Jónsson eða Sigurð Jónsson" „Já, það er alveg sama,“ sagði nemand- inn, „því að ég heiti Theodór Jónasson!“ Hérna um daginn barðist Þorbjörn Jónsson kaupmaður í Skerjafirði hinni heilögu baráttu við sjálfan sig, en með- an á því stríði stóð, „kom þjóf- ur úr heiðskíru lofti“ og lapti allt úr glasinu hans. Þorbjörn reiddist þessu svo ákaflega. að hann fór á rungandi fyllirí, sprengdi útidyrahurðina af hjörunum, braut 3 diska og 4 bolla og drap kanarífuglinn. — Jensína horfði á •— og sagði ekki neitt. íslendingar mála með síld. Danskt blað skýrir frá þvl að íslendingar séu farnir að mála með síld. — Ástæðan fyrir þess- ari sérkennilegu frétt mun vera sú, að hér í málningarverksmiðj unum hefir verið tekið upp á því, að nota unna síldarolíu til að fernisera með. Málarar segja þó að þetta sé dýrara fyrir okk- ur en að flytja inn fernisolíuna. Við ættum nú að senda Holger danska nokkra síldarsporða næsta sumar. 1 sömu stúku og ég. Þetta bar nýlega við í Kaup- mannahöfn: Það var verið að mála veitingastofu eina, en gestgjafinn lokaði ekki á með- an þrátt fyrir það þó að lyktin skapaði gestunum óþægindi. Vel búinn gestur kemur inn úr dyrunum og sezt við borð. Hann biður þjóninn um eina ölflösku af sterkustu tegund. Hann fær flöskuna og hellir af henni í glasið, en áður en hann sýpur , á lítur hann í kringum sig og kemur auga á málarann, sem stendur við dyrnar og er að mála vegginn. Gestinum bregð- ur auðsjáanlega. Hann gefur þjóninum merki, borgar flösk- una og læðist svo hljóðlega út. En þegar hann er farinn geng- ur málarinn eins og ekkert hafi í skorizt að borðinu, þar sem hinn hafði setið, og drekkur út úr glasinu. Gestgjafinn rekur upp stór augu og spyr hverju þetta sæti. „Allt í lagi!“ svarar málarinn. „Maðurinn kemur á- reiðanlega ekki aftur, hann er í sömu stúku og ég!“ (I. O. G. T. er mjög útbreidd í Dan- mörku, en í þessari reglu mega félagarnir ekki bragða öl.) '#^^#'#S#s#'#s#s#s#s#s##S#^#s##n#^#^s##s#*^< GLEÐILEGRA JOLA óskum við öllum við- skiptavinum okkar. Kjötbúðin Borg. ##'#>#s##>#s#s#s#s##>#s#>#s#s#'#s##'#>#s#s##s###s#>#>#^ {\##s#s#s###s#s##s##s#s##s##s#s#######s##s#s#s##>., Oskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝJÁRS. ARNES. GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝJÁRS. óskar öllum Verzlun G. Zoega. Hálshindagerðin Jaco óskar öllum viðskipta- vinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA OG GÓÐS NÝJÁRS. GLEÐILEG JÓL! Rakarastofan í Eimskip. {‘'##'#s#s##s##s##\##s#####s##############' GLEÐILEG JÓL! ! :: «> ]; Bifreiðastöð íslands. G «. ;; * i ]; 1 « '***'dNfr'#'#S##s###s#s#s#s#s###s##s#s#s#####s##>##j&

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.