Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐSINS 7 öldum úthafsins í roki og náttmyrkri Sjóferðasaga eftir D. A. HAFIÐ þið heyrt söguna af henni Della Crúsu og hvemig hún hvolfdi af sér krananum? Ef ekki, þá hafið þið hana hér í öllu sínu lát- og hlutleysi, því sú fróma skúta, Della Crúsa, var í eðli sínu — svo fremi, sem skip hafa nokk- urt eðli — bæði látlaus og hlutlaus, og sigldi hægt og ró- lega yfir sjóinn, tafarlaust hlýðandi hverri stjórn, svo það var ekki nema von, að það kæmi mönnum dálítið á óvart. að minnsta kosti útgerðarmönn- um hennar, er svo oft höfðu troðið pyngjuna á hennar kostn- að, er hún allt í einu, á nnokk- nrra forsendna, breytti út af gömlum vana, og sýndi mann- heimi, að sú músin, sem læðist, .getur alveg eins búið yfir brell- um, eins og sú er stekkur. Della Crúsa var suðræn að uppruna, og hafði á sínum jóm- frúarárum plægt öldur Miðjarð- arhafsins í öllum veðrum, frá norðri til austurs, austri til suðurs, suðri til vesturs, vestri til norðurs, svo maður nú lesi áttirnar eftir kúnstarinnar regl- um, sjálf var líka Della byggð •'eftir dittó reglum. En forlögin vildu einnig, að þessi suðræna skúta skyldi kanna höfin lengra norður á við, og svo einn góðan veður- dag kom hún siglandi til Dan- merkur, hlaðin ávöxtum og suðrænni angan. Þar var hún seld ásamt farminum, og allir voru ánægðir, nema hún sjáK, því siuttu eftir að búið var að flytja farminn á land, sökk Della til botns í Fríhöfninni. Tveim dögum seinna var hún hafin upp á yfirborðið aftur, undir tilheyrandi formælingum og öðruih Órýggisráðstöfunum, og var þá öll sUðræn angan af henni, en komin önnur í staðin. ' Hinum nýja eiganda þótti nafn Hennar dálítið rómantískt, og lét það halda sér og var það, er saga vor hefst, það eina, sem sýndi, að Della Crúsa var ættuð ffá suðurlöndum. Þetta er æviágrip hennar 1 :*tórum dráttum og öll skip eiga sér æviágrip. Það var ekkert suðrænt við Della Crúsa morg- uninn 28. nóv. er hún lá bund- in við hafnarbakkann í Syd- havnen í Kaupmannahöfn, klár til að stinga til sjós. Þetta var snemma morguns, kalt veður, hryssingslegur SA- stinningskaldi, sem smám sam- an óx, svo að útlit var fyrir, að hann myndi skella sér upp í storm, kannske fárviðri — er liði á daginn. Skipshöfnin, sem var fjórir menn, lagði síðustu hönd á að binda niður 12 tonna þungan löndunarkrana, sem átti að flytja til Horsens. — Krani þessi, sem að vísu var ekki nema helmingurinn af kranan- um, sem sé: hringmyndaður neðri hlutinn veitti allri skips- höfninni áhyggjur, og var heldur ekki nema von að svo væri í þvílíku veðri, sem hlaut að vera, er út úr höfninni kom. Della Crúsa var aðeins tæp 95 br. tonn að stærð, og hafði eitt lestarop. Lestin var full af alls konar léttu skrani, sem flytja átti til Aarhus, eftir að búið var að koma löndunar- krananum af sér, en hann lá ofan á lestaropinu, og rúmmál hans var það stórt, að hann stóð ca. V2 alin út fyrir borðstokk- ana; enda var skútan mjó og rennileg, og upphaflega byggð fyrir segl eingöngu, en nú var — auk seglanna, mótorvél, sem knúði hana áfram, og þar af leiðandi var Della Crúsa kölluð „mótorgaleas.“ Á hafnarbakkanum stóð framkvæmdarstjóri útgerðar- innar í þykkum pelsfrakka, og skipaði fyrir. Hann hafði einu sinni verið skipstjóri, og þóttist því hafa vit á, hvernig binda skyldi kranann fastan. Skip- stjórinn á Della Crúsa, 30 ára gamall Suður-Jóti, hrissti höf- uðið og bölvaði í hljóði. Þetta var fyrsta skipið, sem sigldi undir hans stjórn, og sem von- legt var, þá vildi hann sem minnst hreyfa andmælum við sjálfan framkvæmdarstjórann, og þar með verða stimplaður sem huglaus og ódugandi skip- stjórnarmaður. En hann sagði þó — mest til ,að missa ekki virðingu skipshafnarinnar :— eitthvað á þessa leið, að þetta myndi aldrei fara vel; háset- arnir tóku í sama streng. — Vi ákar at helvete, sagði Han- son, svenskur háseti, og spýtti á kranann. — Kraninn verður að kom- ast sem fyrst til Horsens, sagði framkvæmdarstjórinn með áherzlu og ygldi sig framan 1 skipstjórann, sem klóraði sér vandræðalega í hnakkanum um leið og hann jánkaði skipun- inni, sem hinn eins og kastaði ofan af hafnargarðinum. Svo varð dálítil þögn, nema hvað vindurinn þaut dálítið í reiða skipsins. Allir horfðu á kranann. Maðurinn uppi á hafnarbakkanum tók upp væn- an vindil, jóðlaði hann dálítið á milli varanna í öllum sínum myndugleik, áður en hann kveikti í honum, og sagði síðan með nokkrum þjósti, um leið og hann sýndi á sér fararsnið: — Ég hélt Larsen skipstjóri að þér væruð hvergi smeykur. Ekki hefði mér þótt mikið fyr- ir að sigla þessu lítilræði til Horsens, þegar ég var skip- stjóri. Stutt þögn. Síðan bætti hann við: — Ja, kraninn verður að komast, hvað svo sem á geng- ur. — Ef skútan fer að velta, andmælti Larsen, þá slítur kraninn sig lausan og tekur okkur með sér niður. Mér þætti ráðlegast að fá „vant- skrínur“ (aflangir skrúfhólkar til að strengja reiða skipa með), þá yrði hægt að festa kranann svo, að hann haggaðist hvergi, hvernig sem skipið ylti. — Það má ekki vera að bíða eftir því, sagði framkvæmdar- stjórinn með þjósti, og kvaddi. — Þá förum við, drengir, sagði Larsen skipstjóri, og bölv- aði kröftuglega. Ég hefi enga trú á að við förum langt. Yélin var sett í gang, land- festar leystar og síðan seig Della Crúsa í áttina út að hafnaropinu, sem er lokað í Syd havnen, nema þegar háflæði er, þá geta skip farið þar út og HULDA: Við hafsins brunn. TTVAÐ veiztu betra, ef skuggar heimsins skyggja en skæran morgun, út við hafsins brunn? Við sól og blæ í sandi hreinum liggja og seltu djúps og þangilm teyga í grunn. Á söngva vatnsins eilífunga hlýða og áhyggjur og vonir láta bíða. Þú mikla djúp — ég þakka þúsund stundir hjá þér og einverunnar líknardís. Þín seltan hreina læknar lífsins undir, hjá lindum þínum svölun andinn kýs; á meðan þú um allt og ekkert syngur, en yfir hvelfist þögull sjónarhringur. J

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.