Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÚKN | óskar félagskonum sínum og allri alþýðu GLEÐILEGRA JÓLA STJÓRNIN. GLEÐBLEG JÓL! Bókbindarafélag Reykjavíkur. Gleðileg jól! Menningar- og fræðslusam- fram silfurspírur, silfurbikara, mösurker og minnishorn, í prestabúri krúsir, en í stóru stofu urðu allir að drekka beint af könnunum. í steikarahúsi hljóp kæmeistarinn eldrauður í framan fram og aftur milli margra steikarateina, er stóðu yfir eldum. Á sumum voru lambskrof, sumum sauðarkrof og öðrum nautsföll og jafnvel fuglar, en smásveinar stóðu hjá teinunum og snéru þeim í sí- fellu. Á hlóðum stóðu kraum- andi katlar fullir af hangikjöti, er framreiða skyldi fyrir allan almenning. Þegar bryti var búinn að koma fyrir öllu í stofunum, gekk hann í skemmur og fór að stika vaðmál og taka smjör úr grásíðunni miklu, en þetta var ætlað í ölmusur til fátækra, því biskup hafði skipað svo fyr- ir, að hverjum fátækum manni, sem til staðarins kæmi um jól- in, skyldi gefa til sex álna í vaðmálum og smjörvum. Á aðfangadagskvöld um klukkan fjögur gekk biskup með klerkum til kapellu, því þar var sungið þann dag vegna þess að verið var að skrýða kirkjuna, og sungu þeir nátt- söngstíð. Síðan mötuðust allir og gengu til náða, nema herra ’biskup, er varð að þurrfasta, af því að hann skyldi syngja messu um miðnættið. Gekk hann því beint í svefnhús og lagðist fyrir, en lokusveinninn settist fyrir utan svefnhús- dyrnar og vakti. Smám saman seig nokkur kyrrð yfir staðinn, því allir, sem áttu þess nokkurn kost, reyndu að fá sér stundar dúr, svo að þeim veittist auð- veldara að vaka um nóttina. Steikarahúsið var eini steður- inn, þar sem allt var stöðugt á ferð og flugi, þar þaut kæ- meistarinn fram og aftur milli steikarteinanna, sem snúið var í sífellu, og potta, sem stundum sauð upp úr, og jagaðist jafnt og þétt og blövaði sér upp á, að maturinn yrði hneyksli, eins og vill verða um suðufólk. | SVEITINNI var ekki eins kyrrt, því þaðan fór nú að drífa að fólk, og vildu allir, sem vetlingi gátu valdið, frekar hlýða biskupsmessu heima að Hólum, en sunginni messu að sinni sóknarkirkju. Þeir, sem lengst áttu að úr sveitinni, urðu að leggja snemma dags af stað, og sumir, sem voru gangandi, lögðu að heiman daginn áður, en fólk, sem kom úr fjarlæg- um héruðum, hafði verið lengi á leiðinni og tekið sér gistingu á næstu bæjum. Nóttin var dimm og sumir gangandi menn voru því með skons eða skrið- ljós. Þegar leið fram á ellefta tímann fór fólkið að þyrpast að staðnum; urðu þar brátt full öll hús, og varð allmikið hark og háreysti um skeið, en stundu fyrir miðnætti hnöppuðust menn í kirkjuna, heimamenn um 300 og annað eins af að- komumönnum, en sumt af þeim voru sjúkir menn, er komnir voru til þess að snerta skrín hins heilaga biskups Jóns, í þeirri von, að þeir fengju heilsu af. Klukkan 11 gekk skrýddur forklerkur til svefnhúss herra biskups og vakti hann með því að syngja fyrir dyrum „Venite exsultemus dominum" — vér skulum koma og lofsyngja drottinn —, og hrökk hann upp við og svaraði á latínu „vér skulurn lofsyngja hann.“ — Klæddist hann síðan hinum purpuralitu klæðum preláta, er nú voru farin að tíðkast á Is- landi og þvóst og söng Maríu- tíðir á meðan. Að því loknu komu klerkar í prósessíu til svefnhúss og sóttu hann til kirkju. Gekk hann eins og venja er til, síðastur, en á und- an gekk kapelán hans, síra Ól- afur Hjaltason, sem varð fyrsti evangeliski biskup á Hólum, og því að vissu leyti eftirmaður biskups Jóns, en hann gat auð- vitað ekki séð það á baksvip séra Ólafs. Fyrir síra Ólafi gengu djáknar biskups og synir hans, síra Sigurður Jónsson á Grenj- aðarstað. kórsbróðir í Þránd- heimi og síra Bjöi’n Jónsson á Melstað, commendatarius ábóti á Þingeyrum. Þegar til kirkju kom, söng biskup óttusöngstíð, og skrýdd- ust síðan hann og klerkar hans messuskrúða. Herra biskup söng hátíðlega messuna og gaf blessun sína á eftir, og gekk síðan með klerkum til skrúðhúss og afskrýddist. Hófst þá jólaveizlan, og biskup gekk undir borð með þeim, er í bisk- upsstofu sátu, en undir borðum drakk hann eitt ker víns til eins gesta sinna sérlega, og eitt ker um kring til allra og gekk síð- an aftur til svefnhúss. En gestir sátu eftir og gátu drukkið sem þá lysti, en enginn þurfti að drekka meira en honum bezt líkaði og var að þeim engu meira sótt, sem ágjarnari voru til drykkjar, svo að það var þeirra skuld, sem illa fóru af. En á öllum staðnum var sung- ið, borðað og drukkið, unz klykkt var til messu um morg- uninn. Var þetta síðasta jólaveízla og síðasta miðnæturmessa á íslandi í kaþólskum sið.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.