Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 28

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 28
28 J ÓLABLAÐ ' Charles Baudelaire: tr Ihugun. SORG mín, ver stillt. í húmi hylst nú borgin. Þitt hróp fékk svar, því kvöldsins rauða glóð dvínar og eyðist. Drungi leggst á torgin, dapurleg fróun leggst í kvöldsins slóð. Er borgarmúgur berst í nautnaflaumi — í böðulsklóm hann drýgir afglöp sín. Dvel hjá mér sorg mín, leið mig lífs úr glaumi, ljúft er þitt handtak, kærust návist þín. Á hafsins armi sólin banvæn blundar blæðandi undum skýlir nálín rautt. Á lofti þyrpast liðin ár til fundar, sem liðins ásýnd bliknað hvert og snautt. Og upp af svölu austurloftsins djúpi rís alstirnd nótt og dregur myrka slóð af klæðafaldi fast að bjarmans hjúpi. Fölskvuð og myrkvuð senn er dagsins glóð. M. E. þýddi. Sigbjorn Obstfelder: Tvö ljóð. einmana. Því mig langaði til að þekkja þann, sem átti hug- myndimar, sem ortu sjóin og skýin og sköpuðu mannanna eyru. Bláklukkur. EG rölti upp eftir bökkun- um. Þar er skafbylur. Nei sko, þarna kemur ofur- lítill telpuhnokki labbandi, svo smáfætt, móti veðrinu. En hvað er það, sem hún hefir meðferðis? Bláklukkur! Bláklukkur? Svona snemma, í febrúar, en þá eru skíðaferðir og stúlkur klæddar í loðfeldi. Jú, svo sannarlega eru það bláklukkur. Meira að segja stór, þykkur blómvöndur. Nú er ég búinn að ná henni. Níu ára með langar fléttur. — Hvað hefirðu gert við blá- klukkurnar? — Bláklukkur! Ég hefi engar bláklukkur. — Jú, svo sannarlega hefirðu þær. Ég sá það með mínum eig- in augum, og meira að segja stóran, þykkan blómvönd. En hún hefir engan blá- klukkublómvönd. Aðeins tvö stór barnsaugu hefir hún telpuhnokkinn, að- eins tvö barnsaugu, sem brosa og ljóma, og leiftra þvílíku stjömuregni af blikandi blá- klukkum. GLEÐILEG JÓLÍ Sigurður Kjartansson, Laugavegi 41. GLEÐILEG JÓL! Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. IpSIMBj óskar öllum viðskiptavinum sinum GLEÐILEGRA JÓLA Sjálfið. EG málaði hinar breiðu, ró- legu línur vatnsins. Lítil og stór segl, gufuskip með langa reykjastróka, sveigja sig á því og beygja, ský og skips- lugtarljósin spegla sig í því, hólmum skýtur upp eins og draumum frá djúpi þess. Ég lét græna jörð beygja sig niður beggja megin við fjörð- inn og drekka af vatninu. Hún hefir kniplað fald þess með laufi og burkna og blómum eins og mjúkum blævæng. Og undir laufinu leiðast menn og konur,. tvö saman eða í hópum. Ég hefi samstillt tóna lofts- ins, vatnsins og laufsins og ég hefi skapað eyru mannanna í fullkomið samræmi. Ég geng einn meðal þeirra og heyri þau hlæja og hvísla ástarorð hvert að öðru. Og niður frá, þar sem haf og strönd fallast í faðm, legg ég fjólublátt svif af sólbráð og sveipa því upp yfir fjallaskörð- in. Það er ísaumað margföldum litlum perlum, ljósunum, sem stíga upp af fjallinu, frá heim- ilunum. Ég geng aleinn á meðal þeirra og mér er það ánægja að hlusta á hugsanir þeirra og þekkja sorg þeirra og gleði. Og samt — ég veit það ekki — er það mér ekki nóg. Ég verð svo eirðarlaus. Allt er mér ó- kunnuglegt. Ég verð að fara burtu. Og hægt og hægt fer ég upp eftir móti fjöllunum og að baki mér verður söngurinn og hlát- urinn æ veikari og veikari. Að lokum þagnar hann og ég heyri aðeins hvíslið í lynginu og stunur í ísspönginni, Og það vaknar döpur þrá í brjósti mínu. Ef einhver skyldi koma. — Hann myndi læðast þar með- fram sem ísspöngin stynur og lyngið deyr. Hann myndi koma og segja: Ég sá sjóinn og himinninn og litskrúðið og mennina fyrir neðan. Og ég varð meir og meir

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.