Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ I J ó L 4 R Sm w o s SKÓLAKENNARANUM fórst vissulega vel að tala. Hendur hans voru hvítar og óþreyttar. Þær höfðu víst aldrei lyft þyngri hlut en pennastöng. Frúin hans notaði hvítan blúndukraga, jafnvel á virkum dögum, og hafði ekkert annað að gera en að laga bylgj- urnar í hárinu. Og það var sagt, að börnin þeirra tvö — lítil stúlka og önnur dálítið stærri, fengju epli eða appelsínu á hverjum degi. Já, skólakennar- anum fórst vissulega að tala, hugsaði Marta frá Bjölluási. Hvað hafði hann nú sagt í dag? Jú, að það fylgdi því eng- in hamingja að vera ríkur. Til áð byrja með væri ef til vill mjög gaman að eiga mikla pen- inga, en eftir nokkurn tíma væri ekkert til, sem gæti gert mann ánægðan. Hugsið aftur á móti um þá, sagði hann, sem varla eiga fyrir daglegu brauði, hugsið um, hve lítið þarf til þess að gera þá himinglaða. Margir ágætustu menn heimsins hafa verið fá- tækir og sá ánægðasti af þeim öllum hafði búið í tómri tunnu og ekki klæðst öðru en eins konar mittisskýlu, hafði kenn- .arinn sagt. Það var á heimleiðínni úr skólanum, sem Marta fékk tíma til þess að hugsa um þetta. Hún átti langa leið heim. Til að byrja með fylgdust mörg börn að, stúlkurnar í einum hóp og ídrengirnir í öðrum. En við hvern bæ, sem þau komu að, minkuðu hóparnir og að lokum var Marta litla alein eftir. En þá var líka aðeins eftir að ganga upp Bjölluásinn. Öðru hvoru varð hún þreytt af göng- unni, og þá staðnæmdist hún og hugsaði um viðburði dagsins í skólanum. Auðvitað gat vel verið, að eitthvað væri rétt af því, sem kennarinn hafði sagt, og það fannst skólasystkinum hennar víst líka, vegna þess, að ekkert þeirra vissi, hvað fátækt er. — Þau höfðu brauð með smjöri og osti og mjólkurflösku með sér í skólann. Já, sum höfðu jafnvel sætar kökur. Stúlkurnar gengu líka í kjólum, sem ekki voru saumaðir upp úr gömlum flík- um og engin þeirra gekk í vansköþuðum skóm, sem þær höfðu erft eftir gamla frænku. — Hvað eigum við að borða í dag? Svona spurðu þær stundum hver aðra. — Ó, ekki annað en kjöt- stöppu........ Þá lét maginn í Mörtu finna á sér, að þar kæmist fyrir mik- ið af kjötstöppu. Enginn spurði hana um þess konar. Jú, einu sinni hafði Eva spurt: — Hvað færð þú að borða, þegar þú kemur heim, Marta? — Steik, svaraði Marta, stutt í spuna. Ó, Mörtu langaði svo mikið til — aðeins stuttan tíma — að reyna, hvernig það væri, að geta keypt allt, sem hana lang- aði til. Skyldi það vera skað- legt fyrir sál og líkama, eins og kennarinn sagði? Því skyldi enginn ætla sér að láta hana trúa. Og hún stóð lengi og hugsaði um, hvað hún myndi gera, ef hún yrði prinsessa. Þá skyldi öllum í Bjölluási líða vel. Pabbi og mamma skyldu fá beztu jörðina í sveitinni og þau skyldu öll fá dásamlegan miðdegisverð. Við tilhugsunina um mat komst hún skyndilega aftur til veruleikans. Hún fann, að hún var mjög svöng og flýtti sér áfram heimleiðis. TV/T ARTA var tólf ára og elzt af átta systkinum. Hún var lítil eftir aldri, föl og dökk- hærð með tvær grannar hár- fléttur. Engin önnur stúlka í skólanum var dökkhærð né hafði fléttur. Þær voru allar ljóshærðar og stuttklipptar. Ein skólasystir hennar sagði, að hún gengi klædd í svört gluggatjöld ..... Ef til vill var það rétt, sem sagt var, að faðir hennar væri af tataraættum, en móðir hennar var þó að minnsta kosti frá eiriu smábýlinu í sveitinni. Dag nokkurn kom kennarinn til hennar og sagði, að hún borðaði ekki nógu bætiefnaríka fæðu, því að hún liti illa út. — Þú átt að hafa ávalar og rjóðar kinnar, ungi litli, sagði hann. Marta svaraði ekki. Hann var kennari, en engum kom það við, þó að ekki væru bætiefni í kart- öflunum og vatrisgrautnum á Bjölluási! Já, látum hann bara halda, að þar væri nóg til af Eftir Marie Hansnn sykri, kanel og bætiefnum, en hún hefði bara fengið of lítið af bætiefnunum upp á síðkastið. í rauninni var kennarinn á- kaflega góður: hann gaf henni strax appelsínu. Og hann gætti þess, að engin hinna sæi það. En hún borðaði hana ekki. Hún faldi hana í töskunni sinni og fór með hana heim. Hún átti fyrst og fremst að vera handa Gunnari. Hann var hálfs þriðja árs gamall og hafði aldrei séð appelsínu. Þegar hún kom heim úr skólanum, var hann vanur að koma á móti henni út á eng- ið, — í dag hafði hann beðið lengi og faðmaði fagnandi hné hennar með stuttu handleggj- unum sínum þegar hún kom. Ekkert af fötum hans hafði ver- ið sniðið handa honum. Hann var sveipaður í það, sem til var af tuskum á heimilinu. Hann var ánægður snáði og þegar hann færi að ganga í skóla, mundu klæðin batna, því að mamma átti ættingja niðri í sveitinni. Og þeir voru ekki þannig stæðir, að þeir slitu föt- um sínum til síðasta þráðar. Og hvað mundi Túlla segja um appelsínuna? Hún gerði mest að því að skríða um gólf- ið og var óhrein í andlitinu, en tennurnar hennar voru eins og sex hvítar perlur, sem ljómuðu, þegar hún hló. Túlla var ann- ars bezt kiædd af heimilisfólk- inu, því að hún var klædd yzt

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.