Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Side 16

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Side 16
16 JÓLABLAÐ FRÁ þvx að landið byggð- ist og þangað til í lok 18. aldar hafa sennilega oftast einhverjir útilegumenn lifað úppi á öræfum. Það voru menn, sem höfðu af einhverri orsök komist upp á kant við þjóðfé- lagið og orðið að flýja byggð- ina, til þess að forðast dauðann eða aðrar harðar refsingar. — Venjulega höfðu þessir óham- ingjusömu menn engin önnur úrræði, vegna þess að þeir gátu engan veginn komist úr land- inu. Það gátu aðeins þeir, sem áttu fé og volduga menn að, því áð það var erfitt að komast ut- an með kaupskipum, nema svo að allir vissu, og á seinni öld- um mátti enginn fara úr land- inu nema að hafa vegabréf frá sýslumanni eða öðrum þvílík- rnp embættismanni. Að vísu var mögulegt fyrir útlæga menn að komast utan með út- lendum duggum, sem fiskuðu við landið, en oftast mun hafa verið erfitt að koma því við, því til þess þurfti flóttamaðurinn að hafa gott samband við skips- höfnina á einhverju þvílíku skipi. Lífsbarátta útilegumannanna var afar hörð. Sjaldan gátu þeir dvalið nema skamman tíma á hverjum stað, heldur urðu þeir að flytja sig til með stuttu millibili, því ekki varð hjá því komizt, að byggðamenn yrðu þeirra varir eða fengju á einhvern hátt grun um, hvar þeir dveldu. Bjuggu þeir því ýmist í hellum eða lélegum kofum við hinn versta aðbúnað. Matfanga var oft mjög erfitt að afla, einkum á veturna, þegar allt hálendið var þakið snjó og engin skepna gat lifað þar. Sums staðar var að vísu silungs veiði í vötnunum og fugla var hægt að veiða að sumrinu til, en aðallega urðu þó útilegu- mennirnir að lifa á því að stela sauðfé og öðrum búpeningi, sem gekk á afréttunum á sumr- in, og urðu þeir að birgja sig upp að haustinu, áður en göng- ur hófust, því annars urðu þeir annað hvort að leita til byggða að vetrinum eða deyja úr hungri uppi á fjöllunum. Þótt líf útilegumannanna væri í raun og veru vonlaus barátta, sem hlaut að enda með því að þeir kæmust undir manna hendur eða með því að þeir dæju úr harðrétti uppi í óbyggðum, þá höfðu þó óbyggð- irnar undarlega sterkt aðdrátt- arafl fyrir þá, sem fyrirlitnir voru og útskúfaðir úr byggð- inni. í ímyndun þeirra voru ör- Um Fíalla- æfin tákn frelsisins, og sagnir mynduðust um fagra og frjó- sama dali í jöklunum og hraun- unum og fjöldi manna trúði á þær. En það var sitt hvað að láta sig dreyma um frelsi og vellíðun að fjallabaki eða að reyna að gera þá drauma að veruleika. í raun og veru höfðu aðeins örfáir hugrekki til að leggjast út, því þótt mennirnir væru vondir og hvimleiðir voru það þó fáir, sem höfðu sálar- þrek til að lifa árum saman uppi á fjöllum fjarri manna- byggðum innan um tröll og for- ynjur. Til þess að þola lífið á fjöllunum urðu menn að vera óvenjulega hraustir til líkam- ans og hugkvæmir. Frá því í fornöld voru það lög á íslandi, að þeir, sem verið hefðu 20 ár í útlegð, skyldu vera frjálsir eftir það, en það er þó aðeins eitt einasta dæmi til þess, að útilegumenn hafi haldið svo lengi út, og það eru þau Fjalla- Eyvindur og Halla. II. J ALL A-E Y VINDUR er fæddur árið 1714 í Hlíð í Árnessýslu. Bjó faðir hans þar sæmilegu búi og var talinn góð- ur þegn. Snemma þótti Eyvind- ur bráðefnilegur maður, gáfað- ur, vel liðinn og afburða hagur til allra hluta, er hann fekkst við. En sá Ijóður var á ráði hans, að hann hafði óviðráðanlega til- h'neigingu til þjófnaðar. Á þeim tímum höfðu menn enga hug- mynd um að stelsýkin er jafn ósjálfráð eins og hver annar sjúkdómur og að miklar gáfur og skilningur í almennri merk- ingu geta ekki hjálpað mönnum til að losna við þennan hvim- leiða kvilla. Menn undruðust að hann skyldi hafa svo ,,illar tilhneigingar“, þar sem foreldr- ar hans voru heiðarlegar mann- eskjur og hann sá ekkert illt fyrir sér, og það er efalaust til þess að skýra þetta undarlega fyrirbrigði, að myndazt hefir saga um það, hvernig stelsýki hans var til komin. Sagan segir, að hann tæki eitt sinn ostbita frá förukoun nokkurri, er kom til foreldra hans, og hafi hún reiðst og lagt það á hann, að hann skyldi þaðan af aldrei vera óstelandi. Móðir hans varð hrædd við orð kerlingar og bað hana að taka þau aftur, en hún kvaðst ekki geta það, en bætti því við, að hann skyldi aldrei komast undir manna hendur. Eyvindur ólst upp hjá for- eldrum sínum og eftir dauða föður síns var hann um hríð ráðsmaður móður sinnar og gerðist hinn mesti búsýslumað- ur og afburða verkmaður, en þjófnaðartilhneiginguna gat hann ekki ráðið við, og eins og alls staðar annars staðar var þar í byggð nóg af heiðarlegum og réttlátum mönnum til að fordæma hann. Menn fóru nú að hóta að kæra hann ef hann ekki bætti ráð sitt. En það var honum um megn. Að síðustu var honum ekki lengur viðvært í byggðinni. Hann varð að flýja. Og því ekki að leita til fjall- anna? Þar var enginn til að senda honum illt hornauga og hreyta að honum háðsyrðum. Þar gat hann fengið frið. Og eina fagra vornótt hvarf hann. Um haustið gerðust illar fjár- heimtur hjá bændunum og árið eftir á alþingi var lesin upp lýsing af strokuþjófnum Ey- vindi Jónssyni, og var þess krafizt, að honum væri vísað til sveitar sinnar. III. M ÞESSAR MUNDIR bjó ung ekkja, er Halla hét, á Hrafnsfjarðareyri í Grunnavík, sem er ein af afskekktustu byggðum á íslandi. Halla átti ungan son, sem Olifer hét. Eitt sinn kom ókunnugur maður, er Eyvindur hét, til Höllu. Hún tók við honum og gerðist hann vinnumaður henn- ar. Sennilega hefir fólkið í sveitinni ekki grunað neitt um það, hver maðurinn væri, eða að minnsta kosti ekki fundið neina löngun til að gera honum mein vegna þess hve vel hann kom fyrir. Brátt tókust kær- leikar með þeim Höllu og hon- um og mun presturinn á Stað ekki hafa krafizt neinna sér- stakra upplýsinga um hann, þegar þau komu til hans og báðu hann um að gefa sig sam- an. Jörðin, sem Halla bjó á, var kirkjujörð undan Stað, og presturinn vissi vel að það er ekki gott að maðurinn sé ein- samall og að það er þó enn verra að konan sé það, þegar hún rekur bú. Eins duglegur búsýslumaður og Eyvindur var heldur ekki á hverju strái. Og hvað gerði það þótt eitthvað kynni að hafa drifið á daga hans áður en hann kom til Grunna- víkur? Þótt Eyvindur væri nú kom- inn þangað, sem enginn þekkti hann, og hefði sæmileg lífsskil- yrði, þá var hann engan veginn laus við hinn hræðilega sjúk- dóm sinn. Hér hafði hann öll ytri skilyrði til að verða sæmi- legur bóndi og hamingjusamur Eftir Skúla Þórð heimilisfaðir. Þrjú börn eignuð- ust þau Halla meðan þau bjuggu þar vestra, og þótti Ey- vindi mjög vænt um þau. En þrátt fyrir þetta var hvöt hans svo sterk, að hún steypti hon- um og þeim öllum í glötunina. Menn fóru smám saman að verða þess varir, að ýmislegt fé- mætt hvarf, og í svo lítilli byggð, þar sem allir vita allt um aíla, gat ekki farið hjá því að grunurinn gengi í rétta átt. Brátt voru þau Eyvindur og Halla brennimerkt í almenn- ingsálitinu, og það þarf mikið þrek til að halda það út, jafn- vel þótt yfirvöldin geri ekkert. Allar þær hörmungar, sem Ey- vindur hafði átt við að stríða áður en hann flýði í fyrra skipt- ið, endurtóku sig, og það var að endingu ekkert annað að gera en að hverfa. En börnin gátu þau auðvitað ekki tekið með sér, en ef til vill hefir Halla getað verið eftir hjá þeim, þótt Eyvindur flýði, og hefði hann þá einn borið sektina, en hvort sem hún hefir verið tilneydd eða ekki, kaus hún að fylgja Eyvindi og yfirgefa börn og bú, og einn morgun snemma héldu þau til fjalla, og kvaddi Ey- vindur börn sín með miklum söknuði. Sagan segir að Halla hafi lagt það til, að þau brenndu grenið með ungunum áður en þau færu. Sú saga er eflaust ósönn, en mun hafa myndast vegna þess, að það hefir þótt bera vott um grimmd að móðir skyldi yfírgefa böm sín og skilja þau ein eftir 1 kot- inu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.