Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Qupperneq 9

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Qupperneq 9
ALÞÝÐUBLAÐSINS 9 Miðaldajól á íslandi GUÐBRANDUR JÓNSSON PRÓFESSOR RENNI maður í flýti augum yfir spjöld sögunnar, þykir manni það vera ærið margt og margvíslegt, er fyrir augun ber. Satt er það, að margt er það, sem maður sér, en hitt er annað mál, hvort það muni, vel að gáð, vera eins margbreytilegt eins og sýnist. Rétt athugað eru það alltaf sönqu málefnin, sem alltaf hafa verið og eru að velkjast fyrir mönnunum öld eftir öld, og svo mun alltaf verða unz yfir lýk- ur. Það eitt breytist, að málefn- in taka 1 hvern tíma á sig svip, er tíðarhætti og tíðarmenningu líðandi stundar samsvarar, og kann það því að vera með ærið annarlegum blæ eftir því sem stundir líða, en eðlið er alltaf óumbreytanlega hið sama, og má upp á það að vissu leyti heimfæra hin alkunnu orð: hold er mold, hverju sem það klæðist. Hið frumstæða eðli mannsins hverfur ekki eða deyr með vax- andi menningu, sem svo er nefnd, það gerist það eitt, að úlfur frumeðlisins sveipar sig í sauðargæru menningarinnar - eins og hún kann að vera lit í hvern svip, en nær, sem til stefja kemur, gægjast hin gömlu vargshár út undan spán- nýrri gærunni. Og svona teygist lopi óendanleikans um aldirnar inn í þrotlausa eilífðina. Eitt helzta viðfangsefni manna hefir allt frá því að Eva girntist eplið forðum daga, sem hún átti ekkert í, og allt til þessarar stundar, verið háttalag fjármuna og meðferð þeirra. — Fjármunirnir eru eins og vatns- föllin, sem ýmist renna þrútin og bólgin í einn sjó, eða kvíslast í ótal mismikla læki, er renna í ótal staði. Það eitt hefir verið mönnunum ærið viðfangsefni á öllum öldum, að reyna að veita peningarásinni í jöfnum straum til manna, svo að allir hefðu nóg, og engir of mikið, meðan nokkurn skortir. Það hefir þó enn alla daga farið svo, að eng- ar fyrirhleðslur eða stýflur hafa dugað, og allt hefir, hvað sem að var gert, viljað fara í sama farið. Og enn er ekki fæddur sá félagsmálanna Ögmundur í Auraseli, er geti tekið gráan fresskött laga og grátt ullar- reifi skipulags, stungið því í poka almenns samhuga, kettin- um í aðra skálmina og reifinu í hina, og riðið síðan til fljótsins og veitt því í hinn æskilega far- veg. Vorir tímar þræða sínar göt- ur í þessum efnum, og verður framtíðin að skera úr, hvemig valið á þeim hefir tekist, enda er venjulegast, að framtíðin kemur alltaf auga á eitthvað, sem nútíð og fortíð hafa ekki séð, er myndi hafa breytt af- stöðu þeirra. En miðaldirnar ÞORLÁKUR BISKUP HÉIiGI MYNDIRNAR * EFTIR TRYGGVA MAGNÚSSON þræddu aðrar slóðir um þessi mál en nú er gert. Þær reyndu með valdi kirkjunnar að beina fjárstraumnum réttar brautir með því, að brýna fyrir þeim, er í ailsnægtum sátu, að láta af hendi rakna ölmusur við þá, er skorti. Kvað kirkj- an svo fast að því, að í kristin- rétti Árna biskups er sagt, að Ölmusan þiggi af guði misk- unn sínum gjafara og slökkvi svo hans syndir, sem vatn slökkvir eld. Fyrir því voru mið aldirnar ölmusufúsastar allra alda, og svo er kirkjan enn í dag. Þetta setti nokkurn svip á þjóðlífið, því ölmusugæðin voru svo mikil, að menn fóru að reka flakkið beinlínis sem atvinnu, og gátu auðgazt á. Er um það ljósast dæmið af Kvæða Önnu, sem var orðin svo efnuð jtuttugu árum eftir að hún hafði verið brennimerkt fyrir þjófn- að, að hún á hallæristímum gat ,lánað klaustrinu á Þingeyrum, (sem sjálft var auðugt, sex vætt- ir smjörs, og var það mikið fé í þann tíð. Það var um þessar mundir orðin kynfylgja hér í landi, að múgur manns gekk hús af húsi vetur og sumar og ;hafði enga næringu, nema ölmusugjafir góðra manna, að því er bróðir Arngrímur Brandsson ábóti segir. En það voru ekki ölmusurn- ar einar, sem til fátækra gengu, heldur féll fjórði hluti allrar tí- undar þeim í skaut. Svo sem kunnugt er, voru margir dagar í þann tíð á ári hverju, er fasta skyldi, og hafði það við brunn- ið, að sínkir húsbændur drægju mat yið hjú sín í blóra við föstuskylduna, og hafði kveðið svo rammt að, að gera varð við því. Var þá ákveðið, að allan j þann mat, sem húsbændur spöruðu á föstuhaldi hjúa sjnna skyldu þeir gefa til fátæki'a, en ! þeir voru undanþegnir föstu- jSkyldu, og kom það. sér velfyrir jbáða, hjúin og guðs fátæka menn, eins og þeir voru þá ka.ll- aðir.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.