Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ gamni sínu. Hún skildi strax, að nú var það skeð. ,,Jólarós“ var farin. — En henni mun líða vel, sagði Gunnar. Hann hafði heyrt hitt fólkið segja þetta. Þetta var eina huggunin og þau endur- tóku þetta hvert eftir annað. Þau töluðu ekki mikið um mjólkina, sem þau fóru á mis við. Daginn eftir að „Jólarós“ var seld kom Marta mjög seint í skólann. Þegar hún var í svefn- rofunum um morguninn fann hún, að eitthvað undarlegt var á seyði. Þegar hún var alveg vöknuð margfölduðust áhyggj- ur hennar. Hvernig ætti hún að fara á fætur og heilsa nýjum degi? ,,Jólarós“ var fædd og uppalin hjá þeim. Hún var svo yndisleg og þeim þótti svo vænt um hana. Hún var huggun þeirra í vetrarkuldanum. Hún hafði haldið þeim á lífi, ár eftir ár, — Ert þú veik? spurði mamma. — Nei. tautaði Marta. — Þá verður þú að fara strax á fætur! — Hvað er klukkan? — Klukkan hefir stöðvazt. En það er áreiðanlega orðið framorðið. Nú, klukkan hafði stöðvazt. Henni létti dálítið. Þá gekk þó ekki allt sinn vanagang, eins og ekkert hefði komið fyrir. Þrátt fyrir allt fór Marta bráðlega á fætur. Lampinn bar daufa birtu á sírópið og kart- öflukökurnar, rétt eins og hann væri syfjaður líka. Marta borð- aði dálítið, en þegar hún þurfti að leggja af stað, sá hún að Gunnar var vaknaður. Hann stóð berfættur á köldu gólfinu í litlu, bættu skyrtunni einni saman og veifaði syfjaður hendi til hennar í kveðjuskyni. Hún hafði aldrei tekið eftir því fyrr, hve fætur hans voru grannir og hve magurt andlit hans var, þegar hann brosti ekki. Þegar hún gekk fram hjá fjósinu heyrði hún, að kálfurinn var vakandi og baulaði ein- mana. — Þegiðu! sagði Marta gremjulega og þurkaði augun, sem voru orðin myrk og tóm. Hún snýtti sér og hljóp svo sem fætur toguðu. OKÓLINN var löngu byrjað- V' ur, þegar hún kom. — Þú kemur hálftíma of seint, Marta, ságði kennarinn. Vekjaraklukkan stóð . . . hún vildi ekki ganga, við höfum hrist hana og hrist.... Nokkrir drengir byrjuðu að flissa. — Kyrrir, sagði kennarinn. — Svona, setztu niður, ungi litli! Ungi litli var næstum því það versta, sem hann gat sagt ein- mitt núna. Betra hefði verið a.ð fá ávítur. Hún flýtti sér í sætið sitt og þerraði augun með kjól- faldinum. Nei, kennarinn ávítaði ekki. Það voru ekki mikil tíðindi, að svört kýr væri teymd á milli bæja. En samt sem áður hafði fólk tekið eftir því og það hafði haft sín áhrif. Þegar sæti Mörtu var autt, hugsaði kennarinn margt. Og ennþá fleira, þegar Marta litla kom inn óhrein og ógreidd. Á heimleiðinni sagði ein af stúlkunum við Evu: — Þið haf- ið víst fengið nýja kú — frá Bjölluási? -— Já, sagði Eva og smjatt- aði á brjóstsykri, — það var heppilegt að kaupa hana núnac þegar hún á að fara að eignazt kálf. Þá verður mikið af mjólk og rjóma um jólin, segir mamma. Þá sagði ein úr hópnum:----- En það var aðeins ein kýr á Bjölluási . .. Marta tók fram í: — Við eig- um líka stóran kálf ... —- En hann mjólkar líklega ekki, sagði hin. Röddin var undarlega bitur, fannst Evu, Var nú líka rangt að kaupa kú? Ema góða stúlkan í hópnum var vissulega Marta. • • • • • wm rz'mV. — Kemur þú ekki með mér heim og heimsækir „Jólarós11? spurði hún skyndilega. Marta hrökk við. Heimsækja „Jólarós“, sem vár orðin svo fín og var í stóru, ráuðmáluðu fjósi við hliðina á verðlauna- kúm kaupmannsiris. Néi, það gat hún ekki. — Nei, ég verð heldur að flýta mér heim, sagði hún. SVO leið að jólum. Tíma góð- verka og hjartagæzku. Bjölluás lá miklu hærra en sveitin. Heimilisfólkið þar bjó sig undir jólin eftir beztu getu, þrátt fyrir óhappið. Einhver frænka á einu smábýlinu sendi þeim smávegis, svo að þau fengju líka jól í þetta sinn. Það vissi fólkið á Bjölluási. En það, sem þau vissu alls ekki, var það, að öll sveitin hafði tekið sig saman um að gera þeim veru- lega skemmtileg jól. Kennarinn stóð fyrir samtökunum. Hann gekk með lista bæ frá bæ, blátt áfram til þess að safna pening- um, svo að þau gætu keypt „Jólarós“ aftur. Hver einasti gaf sinn skerf. Nokkrir smá- bændur, sem ekki voru á listan- um, vegna þess, að þeir bjuggu allfjarri, komu sjálfir til kenn- arans og spurðu, hvað það ætti að þýða, — þeir vildu ekki kall- ast neinn úrtíningur. sem ekki tilheyrði sveitinni þegar svona stæði á. Það var langur listi og stór hrúga af seðlum, sem var lagt fyrir framan kaupmanninn á skrifstofu hans. Nöfn allra við- skiptavina hans og fleiri stóðu á listanum og peningarnir voru meira en nógir til þess að kaupa kú fyrir. Kaupmaðurinn var alveg ut- an við sig. — Ég hafði fullt leyfi til þess að taka kúna, segir hann. — Þér eruð vel stæður maður . . • byrjar kennarinn. — Látum svo vera, tók kaup- maðurinn fram í, en ég er ekki fátækrastyrktarsjóður sveitar- innar. — Nei, það heldur enginn því fram. Þess vegna biðjum við yður aðeins um að selja okk- ur kúna. Líklega er það svo, að mað- ur, sem getur fengið sig til þess að taka mjólkina frá átta smá- börnum, kemst ekki hjá því að finna kulda umhverfis sig. Og það hefir kannske afleiðingar, þegar til lengdar lætur. Kann- ske hefir hann, þrátt fyrir allt, þolað smán í lífnu, þegar hann hugsar sig um. Og kannske hef- ir hann líka hjarta, þegar betur er að gætt. Þess vegna segir hann: — Takið þessa vesölu kú, skólameistari, og teymið hana aftur upp að Bjölluási. Ég vil ekki fá einn eyri af þessum peningum, sem þér hafið safn- að saman. Þetta er framlag mitt á listanm. Svona fór það, að „Jólarós“ kóm þrámmandi upp að Bjöllu- ási riokkrum dögum fyrir hátíð- HULDA: Stríð, (( yC1 ÐIR í heimi heiftarstríð. Hugann brennir efans kvöl, Okkar herðar, ár og síð, allra landa þyngir böl. Lokast vona himinn hár, hvergi góðra drauma skjól. Nútíð: aðeins ógn og fár, en í framtíð hulin sól. Til hvers, til hvers er það allt: ást og mannúð, snilli og vit! Ris þitt, menning, reyndist valt, rós þín drúpir, blóði lit. Máske, eftir ragnarök, rísi jörð úr ægi ný, þetta hinnztu heljartök heiftar mannkyns sögu í. — Löng er orðin aldaleið innst úr rökkri villimanns, ennþá stígur erfðaneyð, eins og skuggi í fótspor hans. Gæti sáettzt á sár og víg sál hvers manns, er skelfur nú. Ef engin fórn er fyrir gýg fundin er til ljóssins brú.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.