Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Page 29

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Page 29
ALÞÝÐUBLAÐSINS Gleðileg jól! Tryggíngarstofnun ríkisins. GLEÐILEG JÓL! JON SIGMUNDSSON GLEÐILEG JÓL! Nordals-íshús. GLEÐILEG JÓL! H.f. Ofnasmiðjan. GLEÐILEG JOL! Skóbúð Reykjavíkar. GLEÐILEG JÓL! \ Smjörhúsið Irma. Óskum öllum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝJÁRS. yERSANOT W VWO*»F>CI»Ave»»5tfcWi ♦ 29 Spurning í barnsaugum. -----------♦ BJARNI litli sat á hné móður sinnar og hann skríkti af gleði þegar mamma hans gat hossað honum hátt. Hún söng við hann með sínu lagi: „Pabbi kemur heim um jólin, pabbi kemur heim um jólin.“ Þannig sátu þau saman allt- af í rökkrinu og Bjami þreytt ist aldrei á að spyrja: „Hvenær koma jólin?“ Og hún svaraði alltaf eins: „Þegar skipið hans pabba kemur, þegar pabbi kem- ur heim.“ En þá spurði Bjarni aftur: ,.Og hvenær kemur skip- ið hans pabba?“ En hún svar aði: „Þegar jólin koma.“ Fyrst átti hún von á því að pósturinn kæmi með bréf frá pabba og hún stóð oft við gluggann í þann mund er hún bjóst við póstinum — og beið eftir honum. En pósturinn kom og fór og bréfið kom ekki. Það hafði ekkert fréttzt af „Bylgjunni“ í lengri tíma og menn fóru að óttast um hana. Og loks var hún talin af. En Elín trúði því ekki. Það hafði svo oft verið sagt að skip væri talið af, en svo hafði það samt komið og það gat ekki verið að „Bylgjan“ kæmi ekki meir heim. Tíminn leið og Elín varð þögulli með hverjum deginum. Bjarna litla fannst stundum eins og hún horfði alls ekki á hann og þó horfði hún á hann og hann varð stundum að end- urtaka spurningar sínar hvað eftir annað áður en hann fekk svar. Þá varð hann enn blíðari, stakk litlu hendinni sinni í lófa hennar og sagði: „Mamma, hve- nær koma jólin?“ og þá svar aði hún hægt og lágt: „Bráðum, Bjarni minn, bráðum.“ „Kem- ur pabbi þá ekki?“ „Jú, Bjarni minn — vonandi.“ Þegar Bjarni litli er sofnaður og hvílir höfuðið á koddanum, sezt hún við gluggann, styður hönd undir kinn og bíður, en snjóflyksurnar líða fyrir glugg- ann og falla tárhreinar til jarð- ar. Allt er svo þögult. Bjarni litli finnur það án þess að skilja, að eitthvað er að, ærslin hans verða ekki eins hrjúf og kvabbið hans ekki eins þrákelknislegt. Elín tekur þó alls ekki eftir því, því að hug- urinn er fullur af þrá og ótta og þegar svo er, þá er eftirtektin ekki næm. Einn daginn grípur Bjami í svuntuhornið á mömmu sinni og segir: „Eigum við ekki að koma út og sjá jólatrén og jóla- sveinana?“ Elín horfir svolitla stund inn í blíðu augun, sem spyrja, og svo býr hún hann og þau fara. Þau ganga um göturn- ar. Hann er alltaf að spyrja og hún svarar, en svörin virðast ekki vera fullnægjandi, því að hann spyr í þaula. Hún sér varla fólkið og búðaskrautið. Hugurinn er alls fjarri. En svo staðnæmist Bjarni litli og tog- ar í mömmu sína, hann horfir upp á hana og höfuðið reigist aftur á bak. Svo segir hann og það er eins og varirnar titri: „Mamma, ef pabbi kemur ekki heim, þá hefi ég engan nema þig og þú hefir engan nema mig.“ Hún starir á hann. Það er eins og nýr maður standi við hlið hennar. Barnið hefir af eðl- ishvöt sinni minnt hana á hlut- verkið. Hún finnur máttinn streyma um sig. Hún er ung og sterk og það er glæsilegt hlut- verk, sem bíður hennar, sem hún verður nú að leysa ein. Hún veit að hlutverkið getur orðið erfitt, en maðurinn er aldrei eins sterkur eins og í erfiðleik- unum. „Bjarni minn, nú byrjum við með því að kaupa jólatré. Þeg- ar við komum heim, þá skulum við skreyta það saman.“ „Eru það jólin? Augun ljóma af fögnuði. „Já, það eru jólin,“ og kinnar hennar verða heitar í frostinu. Þau kaupa tréð og ganga heim. Hann trítlar við hlið hennar og hún er léttstígari en áður. — Það er starfið, við- fangsefnið, sem hefir rekið ótt- ann og sorgina burtu. A. A. Maðurinn með fjögur augu. Maður nokkur, Liu Min að nafni, fæddist með fjögur augu. Það má því búast við, að hann hafi haft góða sjón, og ekki var hin andlega sjónin ógleggri, því að hann varð landstjóri í Shan- si. Maðurinn, sem horfði á sólina. Indverskur fakír einn hefir setið í 40 ár samfleytt og star- að á sólina. Auðvitað er hann orðinn steinblindur fyrir löngu. Á hverjum morgni bera fé- lagar hans hann út, því að fæt- ur hans eru fyrir löngu visnað- ir, setja hann í sandinn og snúa höfði hans í austurátt. Því næst

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.