Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ GLEÐILEG JðL! Satrtbanet csl. savnviniiufélaga. Albertsen leit skyndilega á starfsbróður sinn: — Það er hræðilegt tóbak, sem þú reykir, maður. Maðurinn leit á hann og hugsaði: En hvað hann er ön- ugur. Ef hann er alltaf í svona illu skapi út af smámunum, þá öfunda ég engan af að umgang- ast hann. Þannig var mál með vexti, að Albertsen var veikur. Það var eitthvað innvortis. — Það er slæmt að vera veikur og vita ekki, hvað að manni gengur,' hugsaði hann. A AÐFAN GADAGSKV ÖLD kom gamli maðurinn á réttum tíma, til þess að aka lest nr. 20, hraðlestinni frá Álaborg. Þegar hann gekk inn á stöð- ina, mætti hann stöðvarstjór- anum. Hann var þungur á brúnina. — Gott kvöld, Albertsen. — Gott kvöld, sagði gamli maðurinn stuttaralega og ætlaði að halda áfram. — Mortensen er dáinn. — Hvað? Er Mortensen dá- inn? Það var eimlestarstjóri á aldur við Albertsen. —- Hvenær dó hann? spurði Albertsen. — í morgun. Hann var ný- kominn með lest númer 95. — Þegar hann steig niður af lest- inni hneig hann niður og var dáinn. — Einmitt það, sagði Albert- sen og varð einkennilega við. Hann varð þögull. — Ég veit það vel, Albertsen, að yður hefir langað til að geta hvílt yður um jólin, en ég get ekki skipt vinnunni betur en þetta. — Það er ágætt, það er ágætt, sagði Albertsen, eins og utan við sig og hvorki stöðvarstjór- inn né Albertsen skildi upp né niður í því, hvers vegna hann varð allt í einu svona mildur í skapi. Hann hélt áfram. Gat ekki skipt vinnunni betur? En þetta var ágætt. Það var ekki hægt að óska sér betra. Jæja, svo að Mortensen var dáinn. Félagi hans og starfsbróðir um mörg ár. Hann var ékki lengur á lífi. Hann hai'ði þó komizt alla leið með lestina sína, ef til vili eftir miklar tafir, í vondu veðri, hafði gengið frá öllu, eins og hans var vandi, stigið út úr lestinni og dottið niður dauður. Ef til vill hafði Mortensen ver- ið veikur, en ekki viljað hætta fyrr en í fulla hnefana. Albertsen nam staðar við vagnþrepið, utan við sig, ringl- aður. En hvað þetta er undar- legt, hugsaði hann. Svona sveittur hefi ég aldrei verið á enninu fyrr. Larsen kyndarinn hans, kom nú, í samfestingi með tvist í hendinni og derhúfuna aftur á hnakka. — Gott kvöld, sagði hann. — Mér líður illa, Larsen, sagði gamli maðurinn með hægð. — Hvað, eruð þér veikur? Albertsen leit á klukkuna. — Við verðum að leggja af stað. — Ef þér eruð ekki heil- brigður, þá getið þér ekki farið, sagði kyndarinn ákveðinn. — Hjá því verður nú samt ekki komist. Komið þér, Lar- sen, er allt í lagi? — Já. — Gott, þá leggjum við af stað. Þeir stigu upp í lestina. TT RAÐLESTIN lagði nú af * stað. Albertsen hafði stóra lest. Marga vagna. Margir þurftu að ferðast um jólin. — Gamli maðurinn ók með mikl- um hraða, til þess að forðast tafir. Fyrst var undanhald, en svo kom brekkan upp að Tolne stöðinni. Hann ætlaði ekki að tefjast í þetta sinn. Gæti hann bara farið með 80 km. hraða gegnum Tolne. þá skyldi hann „slá 1“ og fara með 100 km. hraða inn á Sindal- stöðina. Dáinn? Var Mortensen gamli dáinn? Hann hafði geng- ið frá öllu samkvæmt venju, stigið út úr lestinni og hnigið dauður niður. Svona, nú var hann farinn að hugsa um þetta aftur. Lestin fór eins og elding gegn um Tolne. Sko, þarna úti á enginu gekk Mortensen. Hann gekk þvert fyrir lestina og yfir teinana. Al- bertsen ætlaði að kalla á hann. Gættu að þér, Mortensen, farðu ekki fyrir lestina. Þvætt- ingur! sagði hann svo við sjálf- an sig. Er ég með óráði eða hvað? Ætli ég hefði ekki heldur átt að vera heima. — Jæja, svo að Mortensen var dáinn. Lestin fór nú með geysihraða í áttina til Sindal. Allt í einu fór skjálfti um Albertsen og hann greip um hemlana. Það ýskraði í hjólun- um. — Ég fer ekki lengra, hvísl- aði Albertsen. — Hvað er að, lestarstjóri, hrópaði Larsen, lagði frá sér

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.