Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Page 26

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Page 26
26 JÓLABLAÐ Dægurhjal Hann- esar á Horninu. Aukinn kaffiskammtur. Þegar skömmtunarskrifstofan ákvað að auka kaffiskammtinn núna fyrir jólin varð Þuríður ákaflega glöð. Það er líka það eina, sem hún drekkur. Skraddari á Akureyri hefir orðið frægur fyrir að búa til for- láta kápur úr skinnum alls konar kvikinda. — Hérna heils- ar hann upp á tvær kanínur, sem hann hefir húðflett. Hermann Wildenvey er frægasta núlifandi ljóðskáld Norðmanna. Einu sinni var sýnt leikrit hans „Lys over land“ í Oslo og var Wildenvey vitanlega viðstaddur frumsýn- inguna. Skoðanir voru mjög skiptar um leikinn og leikritið. Áhorfendurnir niðri klöppuðu ésþart, en uppi á svölunum var pípt og sveiað, Wildenvey stóð að tjaldabaki tilbúinn til að ganga inn á leiksviðið ef hann yrði kallaður, en honum leizt ekki á móttökurnar og honum dvaldist því nokkuð. En svo gekk hann fram og sagði: „Ég verð að biðja yður að afsaka hve seint ég kem, en ég var þarna uppi,“ og hann benti upp á svalirnar, „og tók þátt í skemmtuninni þar.“ Þá klöppuðu allir, bæði uppi og niðri. Jólin og áhyggjurnar. Aðaláhyggjur hinna ríku eru hvað eta skuli um jólin og hvernig jólagjafirnar eigi að vera. Fátæklingarnir eiga gott að vera lausir við þær áhyggj- ur. Vísir — Ve-se. Þessi atburður gerðist fyrir nokkrum dögum hér í bænum. Maður með stóran trefil um hálsinn kom inn og tók sér sæti við borð í miðjum salnum. — Hann var þrunginn af kvefi og kom varla upp nokkru orði fyr- ir hæsi. Hann pantaði sér kaffi og drfikk það. Er hann hafði lokið því, gaf hann einni frammi stöðustúlkunni merki og hún kom að borðinu til hans. Þá sagði hann svo að varla heyrð- ist: „Vitið þér hvort Vísir er upptekinn?“, en öll dagblöð bæjarins eru vön að liggja þarna frámmi fyrir géstina. — Stúlkan eldroðnaði og leit í kringum sig, én beýgði sig svó niður að gestinum og hvíslaði: „Það er niður stigann, innst í ganginum, lengst til vinstri“! Lengi hafa menn brotið heil- ann um það, hvernig fara ætti að því að koma í veg fyrir það, að hárin gráni. Nú hefir verið fundið vítamín, sem á að bera í hárið til að koma í veg fyrir þetta. Stína litla er aðeins 5 ára og hún verður að láta sér nægja að skoða myndirnar, þegar hún les Alþýðublaðið. Samt sem áður fylgist hún sæmilega með í heimsviðburðunum, því að hún á stóra systir, sem er í skóla, og svo heyrir hún pabba sinn og mömmu sína tala um þetta efni meðan verið er að borða. Fyrir nokkurum dögum kom Jónsi litli úr næsta húsi, sem er jafnaldri hennar, til að leika við hana. Um leið og Stína er að korna bílnum sín- um inn í skúrinn undir skrif- borðinu, segir hún svona við Jónsa: „Hefurðu heyrt, að nú ætlar hann Stalin að taka Finn- land?“ En Jónsi glápir bara á hana. Hann fylgist alls ekki með í heimsviðburðunum. „Stalin, — hva er þa?“ „Veiztu þa ekk?“ segir Stína alveg stein- hissa. „Það er nýi leikbróðirinn hans Hitlers.“ Brúðarkjóllinn í eftirmat. Ameríka á öll met. Metið í því að búa til einkennilegasta brúðarkjól á bakarameistari nokkur í Spirit Falls, Andrew Picawar að nafni. Hann gaf ungum sveini dóttur sína og bakaði sjálfur brúðarkólinn! Utan um næfurþunnt „tyll“ lagði hann fromace og deig, þeyttan rjóma og skrautsykur. Brúðarslörið var einnig úr glitr- andi skrautsykri. Það var erfitt að „sauma“ þetta allt saman, því að það varð að ,,baka“ það utan á brúðina — og hún varð að standa teinrétt á með- an. í fyrstunni leið yfir vesa- lings telpuna, og allt varð ó- nýtt, en næsta tilraun tókst betur. Bakarameistarinn leiddi svo dóttur sína til kirkjunnar, en á tröppunum slitnaði brúð- arslörið og lá eftir, en börnin úr nágrenninu köstuðu sér yfir það, eins og gráðugir úlfar og héldu veizlu. Eftir hjónavígsl- una var veizla heima hjá bak- arameistaranum og var brúðar- kjóllinn hafður 1 eftirmat. Nöldrið í frúnum. Einkabílar hafa fyrir nokkru verið teknir úr notkun til að spara benzín. Margar frúr telja. þetta hinn versta sparnað og eru sýknt og heilagt að rífast út af því við eiginmenn. sína. Eftir vikunöldur svaraði Sigurður stórkaupmaður ösku- . reiður kerlingunni sinni um . daginn á þessa leið: „Viltu ekki . bara beita mér sjálfum fyrirv bílfjandann?“

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.