Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ GLEÐILEG JÓL ! Nottahúsið Grýta. GLEÐILEG JðL! H.F. RAFMAGN. inn, og nú var einmitt háflæði, svo því vildi framkvæmdar- stjórinn að farið yrði strax, svo hægt væri að komast skemmstu leið, annars hefði þurft að fara í gegn um allar brýrnar, og tekur það oft tíma, því „þeir“ eru stundum óliðlegir að stanza umferð á nærliggjandi götum borgarinnar, eingöngu til að lyfta brúnum fyrir lítilli segl- skútu. Auðvitað var ég einn af á- höfninni á Della Crúsa, og sem einasti fullhásetinn um borð, stóð ég fram á, þandi út bera og veðurbarða bringuna framan í .,landkrabbana“, sem stóðu á hafnarbökkunum og horfðu á — og spýtti mórauðu í allar áttir, því ég hafði öðlast þá þekkingu, að tyggja rullu. —- Þeir, sem stóðu og horfðu á okkur sigla út, reyktu vindl- inga, en það þótti mér ekki nógu kröftug tóbaksnotkun fyr- ir Ægi, eins og hann hlaut að taka á móti okkur er út kæmi. Það var rok í orðsins fyllstu merkingu, er við renndum út í gegnum hafnaropið, sem lokað- ist strax á eftir okkur. Á hafnarbakkanum stóð hafn- arvörður, og öskraði til mín af öllum kröftum, hvort maður- inn (þ. e. skipstjórinn) væri vit- laus að ætla sér út í þetta veð- ur með slíkt heljarbákn á dekkinu. — Það er meiningin að reyna ’ann! öskraði ég til baka, og spýtti mórauðu, sem fauk langt inn yfir land. Til þess að veltingur skipsins yrði sem allra minnstur, var stórseglið sett upp — rifað — hin látin vera niðri. Fyrst var haldið sem leið liggur til suðurs, á milli sigl- ingarmerkjanna, sem eru smá- „kústar“ upp úr sjónum. En brátt var beygt austur á, og byrjaði þá Della Crúsa að leggja sig á hliðina, á milli þess sem hún meðtók smágusur inn á dekkið. Til allrar lukku var sama og engin kvika, en svona eins og í hennar stað, öskraði stormurinn í reiðanum og sjór- inn rauk fram eins og hvíta- mjöll á íslenzkum vetrardegi, svo allt ofan dekks var renn- andi blautt. Svo allt í einu skeði það — formála- og serimoníulaust, eins og það skeður oftast á sjón- um: Skipstjórinn stóð sjálfur við stýrið, en við hinir vorum að aðgæta víra þá, er héldu kran- anum föstum, og svo vel vildi til, að við vorum allir framan við hann. og reyndum að herða á vírunum með vöruvindu skipsins, og gerðum þá tilraun með handafli, — þegar sú gamla og góða skúta: Della Crúsa, ættuð frá Suðurlöndum, tekur á sig sjó og leggur sig síðan hægt og rólega, eins og ekkert liggi á, á bakborðshlið- ina, svo mikið, að sjór gekk inn á lestarop. — Komið þið ykkur undan, strákar! var öskrað í gegnum storminn. Við sáum þegar hvers kyns var og reyndum að forða okkur hver sem betur gat. — Ég náði í „pikkfallið“ og óg mig upp á bómuna, og mátti ekki seinni vera, því um leið og ég hóf mig upp frá dekkinu, heyrðust brestir og brothljóð, og við sá- um kran . .. mér liggur við að segja: „kranahelvítið“ — síga út á bakborða. . . . — Náið þið ykkur í lífbelti! öskraði skipstjórinn. Sjáið þið ekki að við erum að fara? — Við látum andskotans kranann fara fyrst! var öskrað á móti. — Og síðan framkvæmda- stjórann! bætti annar við. — Reynið þið að gefa upp á vírunum, var næsta skipun. Við þutum allir niður á dekk og að vindunni, því auðsjáan- lega var nú hver síðastur: ann- aðhvort var að duga eða drep- ast. — Skipið var farið að hall- ast ískyggilega mikið, lestarlok- urnar brotnar á stórum hluta, og bakborðsstokkurinn hlaut að fara með krananum. Svo fljótt sem mannlegar hendur gátu unnið, án nokkurs fums eða pats, var kraninn los- aður og á meðan hallaðist skip- ið meira og meira. Skipstjórinn hafði beint skip- inu upþ í vindinn og minnkað ferðina, og nú biðu allir þess, sem verða vildi. Hvað átti að ske? Áttu menn og skip að far- ast? Sökkva eins og drukknað- ar skipsrottur með einum 12 tonna löndunarkrana, bara af því, að nokkra ístruprýdda herra í landi langaði í meiri pening? Helvítis framkvæmda- stjórinn! Upp til himins stigu nokkrar kröftugar bölbænir í hans garð. Ég tók mér nýja skrotölu. Hægt og sígandi hallaði skip- ið sér meira. Við biðum — unz -----brak — brothljóð, og svo hvarf kraninn í hafið, og með honum mikill hluti bakborðs- borðstokksins. Hið dramatiska augnablik var afstaðið og menn önduðu léttara. Lengi á eftir lá skútan á hliðinni, eins og til að jafna sig; síðan rétti hún sig við aft- ur og lét þá sem ekkert hefði í skorizt — þannig geta skip ver- ið og hagað sér, alltaf köld og róleg, hvað sem á gengur, og þannig vilja þau einnig að á- höfnin innanborðs sé. Það er skemmst frá að segja, að við snerum við, því nú var Della Crúsa allt annað en sjó- fær, og þegar við komum aftur að porti hafnarinnar, var þar fyrir sami hafnarvörðurinn og áður er um getið. — í þetta sinn kinkaði hann kolli og sagði, að þetta hefði hann vitað: svona myndi það fara. Og svona fór það líka. D. A.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.