Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.03.1964, Blaðsíða 18
CLEMENTINE Þá beygði lögregluþjónninn sig yfir mig og spurði mig að heiti. 'Winston Churchill,’ svaraði ég og fivo fannst mér rétt og skylt að baeta við “Hans hávelborinheit Winston Churchill frá Englandi. “Hvað eruð þér gamall?” spurði lögregluþjónninn. “Fimmtíu og sjö,” svaraði ég og um leið gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að ég væri of gamall' til að vera efe inn niður af bíl. Það mundu verða litlar líkur á að ég næði méi aftur. Lögregluþjónninn hélt áfram að spyrja út í ýmis atriði slys- ins og bæði hugur minn og tunga virðast hafa skilað sínu hiklaust og ég sagði: “Þetta er allt mín sök, skellið allri skuldinni á mig.” Annar lög- regluþjónn spurði “Hafið þér kæru á nokkurn?” og ég svaraði “Eg hef ekki við neinn að sakast.” Þegar Winston kom á sjúkrahúsið bað hann um að fá að hringja til Waldorf Astoria til þess að geta sagt Clemmie sjálfur, að hvað sem komið hefði fyrir, mundi honum batna aftur. Þá var honum sagt, að hún væri á leiðinni til sjúkrahússins. Clementine sat hjá honum um nóttina. Hún sneri ekki aftur til gistihússins, fyrr en læknarnir höfðu fullvissað hana um, að hann væri úr allri hættu og allt gengi sinn rétta gang. Hún var þá glaðari í bragði, þó að hún væri þreytt eftir áreynsluna. Fréttin barst til Bretlands og símarnir þögnuðu ekki vegna fólks sem vildi sýna samúð sína og spyrjast fyrir. Randolp hringdi reglulega til móður sinnar til að spyrja um líðan föður síns. Næsta kvöld veiktist Winston af brjóst- himnubólgu, sem stafaði frá högg inu á brjóstið, og áhyggjurnar um líðan hans jukust, Enn dvaldi Clementine við rúm hans. Loks fékk Randolph skeyti, þar sem stóð stott og laggott: “Líðan prýði leg”. Winston var aftur á góðum batavegi. Eitt af þeim skeytum, sem Clementine barst á Waldorf Astoria var frá vini þeirra “proff- anum”, — þ. e. prófessor Linde- mann (síðar Cherwell lávarður), en hann var ráðgjafi Winstons í raunvísindum og hagfræði. Próf- essor Lindemann leit á slysið frá stærðfræðilegu sjónarmiði og sím sendi eftirfarandi skeyti: “Var að fá skeytið himinglað- ur góðum fréttum stop Slys sama sem falla þrjátíu fet niður á gang stétt eða sex þúsund fetpunda kraftur sama sem stanza tíu ’punda múrstein fallandi sex hundruð fet eða tvö byssuskot i beinni stefnu stop Höggið sennilega í sama hlutfalli og yfirfærð orka stop Mælist í öfugu hlutfalli við mass ann umhverfis beinagrindina og ummálið stop Jafnað niður á senti metra yfirfærði líkami þinn átta þúsund hestöfl stop Samfagna hve myndarlegan massa þú hefur eignazt og hæfni að taka höggum Kveðjur til allra Lindemann Hótel Continental Nizza.” Þessa erfiðu daga var aðeins einn maður auk Winstons, sem varð athygli Clementine aðnjót- andi. Það var Mario Constansio, bifreiðarstjórinn, sem hafði ekið á hann. Mario hringdi á hverjum degi, fullur samvizkubits og á- hyggjum til að spyrja um líðan sjúklingsins. Þegar Clementine heyrði þetta bauð hún honum að líta inn á gistihúsinu. Hann var mjög órólegur, þegar honum var vísað inn í íbúð hennar á Waldorf Astoria. Clementine var sem ætíð hinn fullkomni gestgjafi og róaði hann fljótlega og bauð honum te. “Mig langar til að fullvissa yð- ur um, að maðurinn minn telur sjálfan sig eiga alla sök á slys- inu,” sagði hún við Mario. “Mér skilst að þér séuð atvinnulaus. Hefur fréttin um slysið orðið yð- ur til trafala við tilraunir yðar til að fá atvinnu?” “Það hefur a.m.k. ekki hjálpað til”, svaraði hann. “Munduð þér vilja þiggja pen- ingagreiðslu af okkur?” spurði hún kurteislega, en Mario afþakk- aði. “Nú ef svo er,” sagði hún þá. “munduð þér vilja heilsa upp á bónda minn?” Mario var himin- lifandi yfir uppástungu hennar og yfir loforði hennar um,að hann fengi að koma, strax og leyft yrði. Viku síðar sögðu læknarnir henni, að góðar batahorfur sjúkl- ingsins gerðu honum kleift að flytja úr sjúkrahúsinu, en hann þyrfti enn á fullkominni hvíld að halda og honum mundi ekki vera fært, að halda áfram fvrirlestra- ferð sinni strax. Winston flutti því af sjúkra- húsinu “sár en ekki sigraður”, eins og hann orðaði það, í fylgd tveggja hjúkrunarkvenna. Hann hafði í hyggju að eyða jólunum á hótelinu í mestu rósemd með þeim Clementine og Díönu, en áð- ur en þetta varð, stóð Clementine við loforð það, sem hún hafði gef ið Mario. Honum var boðið inn í sjúkrastofu Winstons, þar sem Churchillhjónin buðu honum te og fullvissuðu hann enn frekar um, að hann bæri enga sök á slys- inu. Bílstjórinn, fórnardýrið og eiginkona fórnardýrsins ræddu saman í um það bil hálftima. “Mér er ljóst,” sagði Winston, “að ég hafi naumlega sloppið úr greipum dauðans, en það var ein- kennilegt, að ég skyldi aldrei missa meðvitund. Eg fylgdist gerla með öllu, sem gerðist í kringum mig alveg frá þeirri stundu, að ég fékk höggið. Slysið varð vegna andartaksgleymsku minnar á umferðarreglum þeim, sem gilda hér í Bandaríkjunum.” “Eg vil ekki snerta á bíl fram- ar,” sagði Mario. Winston og Clementine reyndu að fá hann ofan af þessari ákvörðun sinni, og þegar hann var í þann veginn að fara, tók hún bók út úr náttborð- inu við rúmið og sagði: “Við héldum kannski, að þér munduð vilja eiga þetta til minja,’ Þetta var áritað eintak af síðustu bók Churchills — “The Unknown War”. 28 Ethel Barrymore heimsótti hann á hótelið, strax og hann var kominn af sjúkrahúsinu, og þau væddu um örlögin og hve heppinn hann hefði verið að sleppa svo naumlega og þá sagði Winston: “Þú veizt, Ethel, ég hef ægilega fortíð.” Bæði Ethel og Clemen- tine skellihlógu “Eg held, að hann hafi verið að hugsa um þann tíma, sem hann var í Frjélslynda flokknum, eftir að hafa sagt skilið við íhalds- flokkinn.” sagði ungfrú Barry- more síðar. “Hann setti alltaf ofan í við sjálfan sig á þennan hátt — meira eða minna í gamni." Winston dvaldi á hótelherbergi sínu og hresstist óðum, og þá barst honum eitt sinn óvænt boð um frekari hressingu. Síðdegi nokkurt var hringt dyrabjöllunni. Clementine opnaði dyrnar og úti fyrir stóð ungur maður, sem rétti henni nafnspjald sitt. Maðurinn var tungulipur og snyrtilega klæddur, en virtist ekki fallast á réttmæti bannreglnanna, sem þá giltu í Bandaríkjunum, og komu í veg fyrir, að ChurchiII gæti fengið að njóta viskíglass. Þess vegna bauðst hann til að útvega eins mikið af áfengi og hvaða teg- und, sem um væri beðið. Hann sagði jafnframt, að birgðimar væru reglulega “fiskaðar upp úr sjónum.” Clementine afþakkaði boðið kurt eislega og fallega og þakkaði jafnframt hugulsemina. Næsta dag barst samt sem áður sending “með beztu kveðjum og ámaðar- óskum“ af kampavínsflöskum og ágætu skozku viskíi. Pakkningin um kampavínsflöskumar var í rauninni lituð af sjávarseltu. 33 Hún hafði hengt upp hreinar gard ínur, loftað út úr öllum skápum, purrkað ryk og fágað húsgögnin. Eftir langan og annasaman dag í Barnaheimilinu var notalegt að koma heim til sín og fá mát íramborinn. Borðið var skreytt blómum og frú Groom hafði sett iram bakka með sérrí og glösum á Livvy hafði fiutt í gestaherberg ið, hennar eigið svefnherbergi rúmaði alltof margar minningar um Clive. Stundum hugsaði hún tii hans, þegar hún var þar inní. Fjarskalega hafði hann verið kald lyndur og eigingjarn maður; Hann hafði komið fram við hana, eins og hún væri eitt af húsgögnunum, hann hafði gagnrýnt hana, hæðzt að henni af því að hún hjálpaði á Barnaheimilinu. Hann vildi bara hafa hana til sýnis. Sjáið þið, hvað ég á fallegt heimili og glæsilega konu. Hún var hvorki fugl né fiskur þegar ég hitti hana, en sjá ið bara, hvað mér hefur tekizt vel! Clive — bann hafði verið hjartalaus- Þegar hún hafði snyrt sig og klaett sig í annan kjól opnaði hún litla skartgripaskrínið sitt og tók íram eyrnalokka. Hún rak augun í hrioginn með græna steininum, sem frú Starr hafði talið sig sjá, þegar eidingarnar lýstu upp kvöld ið sem Clive var myrtur- Livvy tók hringinn upp og sneri honum mijli fingra sér. Meðan Clive var á lífi var hún vön að bera hringinn nær því dag hvern, því að henni þótti hringurinn sérstaklega fallegur. Hún minntist þess, að þegar lög reglan kom á gestaheimilið „Syngj cndi svanur“ til að tilkynna henni sð Clive væri dáinn hafði hún haft hringinn. Hún hafði þá ekki vit- að, að hann mundi ef til vill dæma hana, — og mundi ef til vill gera það, ef lögreglan gæti afsannað fjarvistarsönnun þá, sem Bíll Cray hafði gefið henni . . . Livvy hafði alveg gleymt, að Barnaheimilið átti þriggja ára af- mæli næsta sunnudag, en var af tilviljun minnt á það um eftir- miðdaginn á laugardag. Hún hafði lofað þeim gjöf, borðbúnaði frá fyrirtækinu, sem hún hafði sjálf valið handa því. Hún varð að ná í það sama kvöld, því að hún vildi sjálf afhenda gjöfina. Klukkan var að verða sex og allt var lokað og læst á verksmiðj- unni, en hún hafði fyrir löngu gefið fyrirmæli um, að búið yrði um pakkann fyrir hana, og hún ætlaði að sækja hann. Rétt áður en hún lagði af stað heimleiðis frá Barnaheimilinu fékk hún boð um, að það væri sím inn til hennar. Hún vissi ekki, hvers vegna henni datt fyrst Mar- tin lögregluforingi í hug og hún dró andann léttar, þegar hún heyrði rödd Simonar. — Þú vinnur svei mér lengi fram eftir, Livvy. Eg hélt ef til vill að þú gætir komið og borðað kvöldverð hjá mér á eftir? Hún hikaði við og reyndi að finna einhverja afsökun. En hann sagði: — Gerðu það fyrir mig að koma, ég heiti því ég skal ekki tala um neitt það, sem þér fellur ekki. Þú færð að velja umræðuefni. Þú skilur, hvað ég á við. Hún skildi það, samt sagði hún: — Simon, ég held ekki... — Nú ertu að reyna að komast undan því. Gerðu það ekki. Get- um við ekki orðið góðir vinir eins og við vorum? Ef þú vilt ekkert meira sem stendur, skal ég sam- þykkja það, þótt mér líki það ekki. Ertu ánægð með það? í SKUGCA ÓTTANS KATHRINE TROY — Já, en ég get ekki komið fyrr en seint, sagði hún dræmlega. — Eg hef nefnilega lofað Adrienne að sækja grænmeti fyrir hana, auk þess þarf ég að ná í böggla í verksmiðjuna. Hún útskýrði, hvað til stæði og bætti við: — Þess vegna verður kannski orðið of seint að koma til kvöld- verðar. En ég get komið við og fengið kaffisopa með þér á eftir. — Alls ekki. Eg get beðið eins lengi og þörf er. Komdu bara þeg- ar þú getur. Það hafði sjálfsagt verið fljót- jfærni að þiggja boð Simonar. En hana langaði til að þau yrðu vin- ir aftur, og hún vildi gjarnan trúa því, að misskilningurinn út af stjórnarfundinum sæla hefði ver- ið frá símadömunni kominn, hana langaði svo mjög til að geta treyst honum aftur. Livvy ók fyrst að sækja græn- metið handa Adrienne og á leið- inni frá garðyrkjumanninum fór hún fram hjá húsi Maggie. Maggie var að vökva blóm í garðinum, þegar hún heyrði bílinn koma. Livvy nam staðar, opnaði hurðina og spurði: — Hverpig líður Keith? — Honum fer fram. Honum tókst að hreyfa alla fingurna í dag — bara örlítið, en það var þó nokkuð. Þú ert seint á ferð í kvöld. Maggie var komin að bíln- um. Livvy sagði henni frá afmælis- I fagnaðinum á Barnaheimilinu daginn eftir. — Eg ætla að sækja borðbúnað í verksmiðjuna í kvöld og síðan borða kvöldmat hjá Simoni, sagði hún til skýringar. Köld, brún augu Maggie horfu rannsakandi á hana. — Vissir þú, að Rorke hefur tal að um, að fara aftur til London? spurði hún. — Nei, ég hélt að hann ætlaði að vera hér um hríð ... sagði Livvy án þess að láta sér bregða. — Það á ekki við Rorke að flækj ast um aðgerðarlaus, sagði Magg- ie stuttlega. — Hann er alltof dug legur blaðamaður til þess. — Hann sagðist mundu verða hér, þangað til málið er upplýst.. hann sagðist vera tilneyddur, fyrst honum hefði verið flækt í málið með þessu símskeyti. — Eg held að þú gerir of mikið úr því. — Já, fyrst þú segir það er það sjálfsagt rétt, svaraði Livvy ró- lega. Maggie lagði höndina á glugga karminn Hún leit á græna lín- draktina sem Livvy var klædd í. — Þú ert ekki í sorgarklæðum, sagði hún Þessi óvænta spurning kom Livvy hálfvegis úr jafnvægi Hún leit hissa á fötin sín og sagði: — Nei. bara við jarðarförina . .CLive hataði að sjá fólk í sorg arklæðum — hattn sagði mér það sjálfur, þegar Jennifer frænka þín dó. — Og auk þess... eru aðstæð- urnar ekki slíkar að ... — Að hvað...? spurði Liwy, henni leið óþægilega undir köldu augnaráði Maggie. — Nei, ég meina nú bara hvort maður klæðist sorgarklæðum vegna manns, sem ... maður hat- aði.. — Þér finnst gaman að nola þetta orð, Maggie! Eg var ekki hamingjusöm með Clive, en ég hataði hann ekki. Og það mundi ekki stoða neitt, þótt ég bæri sorgarklæði. — Og ekki heldur mundi það stoða til að halda Rorke hér kyrr- um, sagði Maggie reiðilega.— Hélztu að hann mundi vera hér um kyrrt. eftir að þú varst orðin ekkja? Hélztu. að þú þyrftir bara að veifa litla fingri, þá kæmi hann þjótandi . . — Heldur ÞÚ að þér leyfist að segja hvað sem þér þóknast við mig? spurði Livvy kuldalega. — Eg held að ég hafi rétt til að vera hreinskilin . og því ekki það? Hvers vegna skyldi ég taka tillit til þín og þinna tilfinninga. Þú hefur eyðilagt svo mikið fyrir okkur — Fyrst bú hefur svona margt á móti mér, hvers vegna sagðir þú við mig daginn, sem dómurinn féll að það væri hyggilegra af mér að vera um kyrrt en fara frá 18 T f M I N N, fösfudagurinn 6. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.