Tíminn - 03.07.1964, Side 13
w . *
Ófgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
FraaBkvœmdastJóri: Kristján Benedtktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Ándrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýslngastj.: Sigurjón Davíðsson
Rltstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305 Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., simi 19523. Aðrar
skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasðlu kr. 5,00 elnt. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Stóriðjumál
Núverandi ríkistjórn hefur haldið áfram því starfi, sem
fyrrv. stjórnir höfðu byrjað á, að kynna sér möguleika
á því að koma upp stóriðju í sambandi við meiri háttar
vatnsvirkjanir, sem gerðar yrðu. í því sambandi hefur
verið taíið eðlilegt að athuga möguleika á samvinnu við
erlent fjármagn varðandi stóriðjuna, en hitt hefir jafnan
verið talið sjálfsagt, að íslendingar stæðu einir' að
virkjunum.
Slík samvinna íslendinga við erlenda aðila er að
sjálfsögðu vandasamari en stærri þjóða. Þess vegna
þarf að fara hér að með mikilli aðgát og hafa um slík
mál sem bezt samstarf innanlands. Núverandi ríkis-
stjórn hefur hins vegar haft þann hátt á að fjalla ein
um þessi mál, ásamt sérstakri nefnd ,sem er skipuð full-
trúum hennar. Slíkt gat ef til vill verið réttlætanlegt með-
an mál þessi voru alveg á frumstigi, en eftir að verulegar
viðræður eru hafnar við erlenda aðila um þessi mál, er
eðlilegt að reynt sé að hefja þau yfir flokkadeilur og
hafa um þau sem víðtækast samstarf.
í samræmi við þetta sjónarmið, fluttu Framsóknar-
menn þá tillögu á seinasta þingi, að Alþingi kysi sérstaka
nefnd, sem kynnti sér þær niðurstöður, er nú lægju fyr-
ir, og legði síðan fram álit sitt um þær. I greinargerð fyr--
ir tillögunni, var varað við því, að ríkisstjórnin
„ákveði virkjunarstað eða staði íyrir stórvirkjun, stofni
til ákveðinnar tegundar af stóriðju og ákveði staðsetn-
ingu hennar eða haldi áfram viðræðum við erlend stór-
iðjufyrirtæki og fjármálastofnanir um stóriðjurekstur
hér á landi, án þess að Alþingi hafi par hönd í bagga.“
Illu heilli fékkst ríkisstjórnin ekki til að samþykkja
þessa tillögu eða aðra hliðstæða, og dagaði þetta mál því
uppi.
Hér er tvímælalaust ekki haldið rétt á málum. Með
mál sem þessi á ekki að fara sem flokksmál. Þau á að
reyna að leysa utan við stjórnmálabaráttuna, ef hægt er
Þannig fara t. d. Norðmenn að. Ríkisstjórnin þar lætur
þingið fylgjast vel með öllum slíkum samningum og við-
ræðum. Nýlega varð ráðherra að víkja úr stjórninni þar
vegna þess, að hann hafði haldið leyndum minni háttar
sérsamningum, er stjórnin hafði gert við erlent fyrir-
tæki, er standa að nýjustu aluminiumverksmiðjunni í
Noregi. Það varð svo verkefni þess ráðherra, sem tók
við, að fá þessa samninga fellda niður. Jafnframt lét þing-
ið einróma í ljós, að stjórnin megi ekki leyna þingið
neinu í sambandi við slík mál. Stjórnarflokkurinn tók
ekki síður undir þetta en stjórnarandstæðingar.
Það er þannig unnið öðru vísi að þessum málum hér en
í Noregi.
Áuknar niðurgreiðslur
Fyrsti árangurinn af því að ríkisstjórnin hefur verið
knúin til að falla frá því að banna dýrtíðaruppbætur
samkvæmt vísitölu, er nú kominn í ljós. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið verulega auknar niðurborganir á mjólk-
urverði til þess að koma í veg fyrir hækkun framfærslu-
vísitölúnnar. Þessar niðurborganir verður ríkisstjórnin
enn að auka, ef vísitalan á ekki að hækka í náinni fram-
tíð. Vel getur farið svo, að ríkisstjórnin verði þannig að
skila almenningi aftur verulegum hluta af þeirri hækkun
söluskattsins, sem hún lögfesti rétt eftir áramótin.
■
Hví kom Grivas til Kýpur?
Miklar bollaleggmgar heðmsblaSanna um dvöl hans þar.
Grivas sem foringi skæruliða.
SÍÐASTL. sunnudag sáu
margir Kýpurbúar í fyrsta sinn
þann mann, sem hefur unnið
sér einna mesta sögufrægð i
sambandi við Kýpurdeiluna og
er sennilega mun meiri þjóð-
ardýrlingur í augum meirihluta
grískra Kýpurbúa en Makarios.
Makarios og Grivas eiga óneit-
anlega mestan þát í því, að
Bretar urðu að láta undan síga
í Kýpurdeilunni á sínum tíma,
Grivas með stjórn sinni á
skæruliðunum og Makarios með
kænlegu samningamakki. Hvor-
ugur fékk hins vegar það
fram, er þeir stefndu að, en
það var innlimun Kýpur )
Grikkland. Þeir urðu að láta
sér nægja að fallast á, að Kýp-
ur yrði sjálfstætt og tyrk-
neska minnihlutanum tryggt
álíka vald og hinum gríska
meirihluta. Slíkt samkomulag
var hins vegar ekki líklegt til
að vara lengi, enda slitnaði ai-
veg up úr samvinnu þjóða
brotanna á síðastl. vetri. Stjórn
Kýpur hefur nú lýst þettá sam
komulag óframkvæmanlegt og
ógilt. Hún setur fram kröfuna
um fullt sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétt Kýpur, en það
myndi þýða að neitunarvald
tyrkneska minnihlutans félli
niður. Þetta neitar tyrkneski
minnihlutinn að fallast á og
nýtur stuðnings tyrknesku
stjórnarinnar Tyrkir óttast
ekki sízt, að Kýpur muni nota
sjálfsákvörðunarréttinn til að
sameinast Grikklandi.
HLUTUR þeirra Makaríosar
og Grivasar varð ólíkur, eftir að
Kýpur .hlaut sjálfstæði Mak
aríos varð forseti hins nýja
ríkis, en Grivas fór heim til
Gríkklands í eins konar útlegð
Hann er griskur ríkisborgari.
en fæddur á Kýpur og ættaðúr
þaðan. Bæði Bretar og Tyrkir
heimtuðu hann burtu frá Kýp-
ur og var samið um það
bak við tjöldin, að hann skyldi
ekki eiga þangað afturkvæmt.
Ekki sízt Bretar voru reiðir
honum, því að honum hafði
tekizt að fara huldu höfði á
Kýpur árum saman, þótt þeir
hefðu lagt fram mikið fé til
höfuðs honum. Bæði Tyrkir og
Bretar óttuðust, að deilan um
Kýpur kynni að blossa upp að
nýju, ef Grivas sýndi sig þar.
Nú er Grivas hins vegar kom-
inn þangað og kom þar fyrst
fram opinberlega síðastl. sunnu
dag. Hann og Makarios mættu
þar saman á fjölmennum úti-
fundi. Margir Kýpurbúa sáu
Grivas þar í fyrsta sinn, því að
áður var hann að fara huldu
höfði. Hann er ekki mikill fyrir
mann að sjá, enginn Hrói
höttur í útliti, eins og eitt blað-
ið komst að orði. En hann var
geysilega hylltur. Makaríos var
jafnan hljóður við hlið hans,
en sagt er, að ekkert vinfengi
sé á milli þeirra. Grivas hélt
ræðu, þar sem hann lagði meg-
ináherzlu á sjálfsábvörðunar-
rétt Kýpurbúa. Þótt hann segði
það ekki beint, skildu allir orð
hans þannig, að hann ætti við
sjálfsákvörðunarrétt Kýpurbúa
til að sámeinast Grikklandi
Mannfjöldinn skildi þetta þann-
ig, þv.í að hann hrópaði í sí-
fellu: Enosis!, -Enosis! sam-
einingu við Grikkland. Ein-
göngu grískir fánar voru líka
uppi.
MJÖG er nú udi það rætt.
hvað muni valda ,því, að Grivas
skuli nú allt í einu skjóta upp
á Kýpur. Einna almennast er
talið, að hann sé kominn þang-
að í samráði við Breta og
Bandaríkjamenn, sem séu að
verða þeirrar skoðunar, að inn-
limun Kýpur í Grikkland sé
hin eina lausn Kýpurmálsins.
Það ýtir undir þetta, að Kýpur
myndi þá komast undir umráða-
svæði Nato, en nú er Kýpur
hlutlaust. Jafnframt yrði sú
hætta þá úr sögunni, að komm-
únistar næðu yfirráðum^á KýP-
ur, en þeir eru nú sagðir öfl-
ugir þar. Grivas er sagður oiik-
ill andstæðingur þeirra, en
Makaríos er síður talinn það
Þess vegna cr ekki ósennilegt,
að vesturveldunum þyki heppi-
legt að hafa Grivas á Kýpur
til að vega á móti Makaríos
Sumir segja einnig, að Tyrkir
vilji nú heldur semja við
Grivas en Makarios, því að
þeir treysti honum betur. Þá
er orðrómur á kreiki um, að
Grivasi sé ætlað að steypa
Makaríosi úr stóli. Slíkt er þó
heldur ósennilegt. Makaríos er
kænn stjórnmálamaður. sem
kann að haga seglum eftir
vindi, og auk þess miklu yngri
en Grivas, sem er orðinn 66
ára.
Innlimun Kýpur í Grikk-
land strandar nú ekki lengur
á Bretum, heldur Tyrkjum.
Þeim er ekki nóg, að tyrk-
neska minnihlutanum séu
tryggð viðunanleg réttindi. Af
sögulegurr. ástæðum og metn-
aðarlegum, eigi þeir erfitt með
að hugsa sér Kýpur sem grískt
land. Hins vegar mundu þeir
geta íallizt á, að Kýpur yrði
skipt, en það mega Grikkir
ekki heyra. Það virðist nú helzt
að óttast, að þolinmæði Tyrkja
bresti, því að þeim muni þykja
þróunin ganga á móti þeim, og
geri inrás á Kýp'ur. Hingað
til hefur Inönu afstýrt þessu,
en hvað tekst honum það
lengi? Það myndi hjálpa hon-
um, ef eitthvað drægi úr
skæruhernaði á Kýpur. Kann
ske er Grívasi ætlað það hlut-
verk að reyna að draga úr
honum meðan verið er að
semja, en enginn mun hafa
betri tök á grískættuðu skæru-
liðunum en hann. Þ.Þ.
13
T í M I N N, föstudaginn $. júlí JS64 y