Tíminn - 17.07.1964, Side 1

Tíminn - 17.07.1964, Side 1
24 SlfHJR m í ''ii . - ELEKTftOLUX UMBOÐIÐ LAUGAVEGÍ O s.'ml 21800 159. tbl. — Föstudagur 17. júlí 1964 — 48. árg. LAH BENZIN OVER DIESEL w gffiiÍfeiS-ÍÍÍi ![• ;=3 -'Zf-: ' 1 M , mmi - / i !! 11 jlÉi . : ::e: =::: t” L* * ttrárT* - . Á myndinni hér að ofan sjásf nokkrir bátanna liggja á fjörukambinum í Vatnagörðum, en myndin hér til hliðar sýnir starfsmenn Raforkumálastjórnarinn ar koma bornum fyrir á flekunum, en nú er væntan- leg Sundahöfn í undirbúningi. (Tímamynd-KJ) Smábátaeigendui á stöðugum flótta - margir flúðu í Vatnagarða, en þar er farið að verða ónæðisamt KJ-Reykjavik, 16. júlí. Það má með sanni segja, aS erfitt sé að eiga smábát í Reykja- vik, því athafnasvæði smábátaeigenda eru af skornum skammti, og þcir geta í rauninni hvergi verið óhultir með báta sína. Fyrst var smáþrengt að þeim í höfninni sjálfri og hafa því margir þeirra flúið með báta sína í víkina við Vatnagarða. Það virðist þó ætla að verða skammgóður vermir, því nú er þar hafinn und- irbúningur nýrrar og langþráðrar hafnar, — og þeir eru fyrir þar. Nú þegar bygging Sundahafn arinnar er á næsta leiti, og unn ið er að rannsólcnum á hafnar stæðinu, verður mörgum hugs að til þess, hvort þar verði gert ráð fyrir smábátahöfn. eða hvort eyðimerkurganga smábátaeigenda haldi áfram. Þessa dagana er verið að kanna sjávarbotninn með jarð hor þar innfrá, og er það lið- ur í undirbúningi að byggingu hafnarinnar. Starfsmenn raf orkumálastjórnarinnar annast verkið fyrir Almenna bygginga félagið, en fólagið hefur haft með höndum undirbúnings- vinnu að höfninni væntanlegu. Þarna inni í Vatnagörðum er aðstaða til smábátaútgerðar heldur bágborinn, því enginn er bryggjan. Verður því að setja bátana í hvert skipti sem á sjó er farið, með ærinni fyr irhöfn. Einn „grásleppukarl- inn“ hefur þó ekki sett þetta fyrir sig því hann hefur reist Kramhald á bls. 11 Mikil húsnæðisekla á mestu séidarstöðunum EJ-Reykjavík 16. júlí. Gulltími ríkir nú á Austfjörð- um og mikið af aðkomufólki hefur flykkzt til flestra hafna þar til að vinna í síldinni. Þótt margar söltunarstöðvar hafi góðar ver- búðir fyrir fólk sitt, þá er þröngt setið á mörgum stöðum og hús- næðisvandræði stundum tilfinnan- leg. Útlendingar hafa oft áður fjöl mennt á síldarplönin, en nú -jr mjög lítið um þá, enda sums stað- ar erfitt fyrir útlendinga að fá at- vinnu. Blað'ið hefir haft tal af frétta- riturum sínum i síldveiðihöfnun- um og spurzt fyrir um þróun þess ara mála. Á Raufarhöfn er mjög mikið af aðkomufólki og fullsetíð á öllum plönum. Flestar söltunar stöðvarnar hafa stórar og vistlegar verbúðir fyrir starfsfólkið, en ein stöð hefur þó leigt íbúðarhús. sem enn er í smíðum, fyrir fólkið. Óvenjulítið er um útlendinga á Raufarhöfn og miklu minna en fyr ir 2—3 árum. Á Seyðisfirði er mjög mikið af aðkomufólki. þrátt fyrir marga og stóra verbúða- bragga, þá er þar þröng á þingi og nokkrir erfiðleikar með hús- næði. Á Neskaupsstað er töluvert af aðkoimufólki og hefur það gott hús næði. Einnig búa margir hjá skyld mennum sínum eða kunningjum. Tveir Þjóðverjar eru einu útlend ingarnir þar, og fá þeir vinnu, þeg ar saltað er. Aðkomufólkið er að tínast til Eskifjarðar og eru þar mikil húsnæðisvandræði. Engir út lendingar starfa þar, en þó hafa nokkrir þeirra reynt að fá at- vinnu, en ekki fengið. Mikið af aðkomufólki dvelst nú á Reyðarfirði, bæði við vinnu í sildinni og eins byggingarflokk- ar, sem vinna við smíði íbúðar- húsa. Erfitt er um húsnæði þar, og býr hluti aðkomufólksins á þeim tveim hóteluim, sem eru á Reyðarfirði. Tvær finnskar stúlk ur starfa við síldina. • Þegar sunnar dregur verður minna um aðkomufólk. Á Stöðvar firði er mest um að ræða burt- flutta Stöðfirðinga, sem koma þangað í sumarleyfum sínum til þess að græða á síldinni, og býr það hjá kunningjum sínum. Engir útlendingar vinna þar. Tveir Fær eyingar reyndu fyrir nokkru að Framh. á bls. 11 ■* BERIN HAFA FL YTT SER UM MANUÐ! KH-Reykjavík, 16. júlí. Þessi indælu krækiber, sem GE ljósmyndaði, voru tínd í Hafnarfjarðarhrauni í sólskin- inn í morgun. Þau eru að vísu smávaxin og ekki beinlínis safarík, en fyrstu ber sumars ins smakkast nú alltaf vel, þrátt íyrir alft, og það er ekki á hverju sumri, að maður getur farið í berjamó um miðjan júlí! Þórður Þorsteinsson á Sæ- bóli, berjaglaðastur sunn- lenzkra manna, sagði okkur, að berin væru um það bil mánuði fyrr á ferðinni en venjulega og útlit væri fyrir gott berja- ár. Ekki gat hann þó vísað okk ur á beztu berjastaðina, en sagðist bráðum fara i leiðang ur og leita fanga. Hann sagðist vita, að það væri berjalegt á Snæfellsnesi núna, og eins var hann á því, að bláberjaspretta yrði með betra og meira móti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.