Tíminn - 17.07.1964, Síða 13
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson
Kitstjórnarskrifstofur i Eddu-luisinu. simai 18300— 18305 Skrii
stofur Bankastr 7. Afgr.sim) 12323 Augl. sími L9523 Aðrai
skriístofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan
fands — I lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.i
Sigur Goldwaters
Orslitin á flokksþingi republikana í Bandaríkjunum
urðu á þann veg, að Goldwater var útnefndur forsetaefni
flokksins með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta
er sögulegur og áhrifamikill atburður, jafnvel þótt Gold-
water verði ekki kjörinn forseti í kosningunum í haust.
íhaldsöflin meðal republikana hafa tekið völdin í flokkn-
um í sínar hendur og eru líkleg til að halda þeim. nema
Goldwater bíði því meiri ósigur í kosningunum. Undir
forustu þeirra mun flokkurinn færast í þá att að verða
afturhaldsflokkur í vaxandi mæli. Hingað til hafa það
verið frjálslyndari öflin, sem hafa ráðið mestu í flokkn-
um og því stundum verið erfitt að greina á milli repu-
blikana og demókrata.
Goldwater hefur á undanförnum árum verið sá af
leiðtogum republikana, sem lengst hefur staðið til hægri.
Hann hefur ekki viljað taka afstöðu gegn öfgahreyfing-
tmum, sem lengst eru til hægri, t. d. John Birch-félags-
skapnum, en samtök þessi hafa lagt kapp a að stimpla
íoringja demókrata og jafnvel ýmsa foringja republik-
ana undirlægjur kommúnista, svikara við þjóðina o. s.
ífv. Á flokksþingi republikana nú, reyndi Nelson Rocke-
íeöer að fá því framgengt, að afstaða yrði tekin gegn
þessum öfgasamtökum og þeim réttilega skipað í flokk
með kommúnistum, en hann var klappaður niður af
þfagheimi. Það er ömurleg sönnun þess, hvernig spillt-
nstu öfgaöfl hafa náð tökum á öðrum aðalflokki Banda-
rfkjanna.
Það eru mikil vonbrigði fyrir frjálslynda menn um all-
m heim að sjá afturhaldið vera að magnast i Banda-
rikjunum jafn gífurlega og útnefning Goldwaters ber
vitni um. Það má líka telja víst, að áhrifin af þessum
viðgangi ameríska afturhaldsins munu ná langt út fvrir
Bandaríkin. Sigur Goldwaters á flokksþingi republikana
mun gera hann að fyrirmynd afturhaldsmanna um víða
veröld, nema hann bíði því meiri ösigur í kosningunum
í haust. Þessara áhrifa mun áreiðanlega eiga eftir að
gæta hérlendis eins og víða annars staðar.
Þrjár meginstefnur
Eftir sigur Goldwaters á þingi republikana er það
mun Ijósara eftir en áður, að nú gætir þriggja megin-
stefna í heiminum, þótt þær geti verið nokkuð mismun-
andi í framkvæmd vegna ólíkra aðstæðna í vmsum lönd-
um.
Þessar stefnur eru íhaldsstefnan, sem Goldwater verð-
ur nú helzti merkisberi fyrir, kommúnisminn og frjáls-
lynd og umbótasinnuð vinstri stefna eins og sú, sem
fylgt er af jafnaðarmönnum í Bretl. og á Norðurlöndum
og frjálslyndum demókrötum í Bandaríkjunum. Af hálfu
íhaldsmanna og kommúnista, mun verða lögð mikil
áherzla á að telja aðalstefnurnar ekki nema tvær, íhalds-
stefnu og kommúnisma. Þeir munu reyna að halda þvi
fram, að fylgismenn hinnar frjálslyndu umbótastefnu séu
stefnulausir og beri kápuna á báðum öxlum, eins og
Goldwater segir nú um Johnson forseta.
Reynslan sýnir hins vegar glöggt að þær þjóðir. sem
lengst hafa búið við frjálslynda og lýðræðissinnaða vinstri
stefnu, eins og Norðurlönd, skara fram úr á flestum svið
um. Þótt að sjálfsögðu sé mörgu enn ábótavant þar. er
almenn velmegun og menning hvergi meiri og sambúð-
arhættir hvergi betri. Þetta mætti vera íslendingum
glöggur leiðarvísir.
T í M I N N, föstudaginn 17. iúlí 1964 —
Mannaskiptin í Sovétríkjunum
Heimsækir Mikojan Kína sem forseti Sovétríkjanna?
NOKKRU eftir að Krustjoff
kom heim úr Norðurlandaferð-
inni, hófst fundur í æðsta ráði
Sovétríkanna. Ýmsir bjuggust
við, að Krustjoff myndi nota
þennan fund til að gera upp
sakirnar við Kínverja, sem
herða nú stöðugt róðurinn gegn
honum, og kalla hann nú m.a.
orðið hreinræktaðan kapital-
ista. Krustjoff virðist hins veg-
ar hafa lalið, að hann gæti
betur svarað Kínverjum á ann-
an hátt. Eina ræðan, sem hann
hefur flutt á fundum æðsta
ráðsins og birt hefur verið op-
inberlega, fjallaði um lífskjörin
í Sovétríkjunum og lýsti Krust-
joff m.a. yfir því, að laun yrðu
hækkað verulega hjá allmörg-
um stéttum og jafnframt kom-
ið upp eftirlaunakerfi. í fram-
haldi af þessu hafa svo verið
tilkynnt mikilvæg mannaskipti
í stjórn Sovétríkjanna, sem
virðast miða að því að treysta
aðstöðu Krustjoffs og að stefnu
hans verði fylgt áfram. þótt
hann falli frá
KRUSTJOFF sagði í ræðu
sinni, að hann liti á það sem
mikilvægasta hlutverk flokks-
ins og stjórnarinnar að bæta
lífskjörin í landinu í þessu
fólst óbeint svar ' til Kínverja
og sennilega það, sem Krust
joff hefur talið áhrifamest, eins
og sakir standa. Krustjoff lýsti
því að frainleiðsla Sovétríkj
anna hffði .aukizt um &.7% á
árinu 1962, þrátt fyrir. upp-
skerubrest og væri þetta að
þakka eflingu iðnaðarms Hani
taldi uppskeruhorfur nú góðai
en uppskeran heíur mjög
brugðizt tvö undanfarin ár. Þá
tilkynnti hann verulega launa
hækkun, er nær til um 18 millj.
starfsmanna eða kennara
lækna, hjúkrunarfólks ug
verzlunar- og skrifstofufólks
Loks sagði hann, að komið yrði
á nýju og fullkomnara eftir
launakerfi, og myndi það m.a
mjög bæta aðstöðu bænda )g
landbúnaðarverkamanna
í ræðum sínum áður, heíui
Krustjoff oft verið óragur að
deila á það, sem miður fer
atvinnuvegunum, en hann
sleppti því að þessu sinni. Hann
vildi auðsjáanlega gefa þá
mynd að nú stefndi í rétta átt
í Sovétríkjunum. Þessi gagn
rýni heidur hins vegar áfram ■
Anastas Mikojan
Brésnéf
rússneskum blöðum Þannig
birti Pravda nýlega grein um.
að miklar vörubirgðir söfnuo
OSt fyrir. einkum yefnaðarvö.'
ur, vegna þess að 'vörurnar
váeru svo lélegar og óvandaðar.
að fólk vildi ekki kaupa þær
Margar verksmiðjur legðu
meiri áherzlu á magnið en
vörugæðin og þannig færi ó-
hemjufjármagn og vinnuafl
t'orgörðum. Pravda lofaði bót
á þessu með strangara eftir
liti Þetta sýnir hins vegar, að
jfskipulagning sósíaliskra fram
'eiðsluhátta er ekki minna var-
hugaverð en vanskipulagnina
íhaldsstefnunnar.
ÞAÐ ERU annars manna-
skiptin, sem vekja mesta at-
hygli Brésnéf, sem verið hefur
forseti Sovétríkjanna síðan
1960, iætur nú af þvi starfi og
gerist i staðinn virkari í flokks-
starfinu verður sennilega einn
al aðalframkvæmdastjórum
Kommúnistaflokksins. Þetta
styrkir þá trú, að Brésnéf sé
ákveðinn eftirmaður Krúst-
joffs. Brésnéf er 57 ára gamall
eða 13 árum yngri en Krust
ioff. Hann er verkamannsson-
ui frá Ukrainu og er námufræð
ingur að menntun Hann hefur
þó lítið sinnt verkfræðistört-
unum. heldui gegnt ýmsum
smbættum i flokknum, og um
langt skeið verið náinn sam
verkamaður eða aðstoðarmaðUT
Krustjoffs Hann hefur unda»
farið verið talinn nánasti sam-
verkmaður Krustjoffs Líklegt
þykir. að Krustjoff ætli nú að
gera Brésnéf að staðgengli sin-
um í flokksstarfinu og undir
búa það þannig, að hann taki
við. þegar Krustjoff dregur sig
- hlé eða fellur frá Einstaka
fréttir herma þó, að verið sé
að ýta honum til hliðar vegna
þess. að hann hafi gerzt of ráð-
ríkur í fjarveru Krustjoffs
Þetta þykir bó ekki trúlegt
VIÐ STARFI Brésnéfs sem
forseta Sovétríkjanna, tekur
Anastas Mikojan, sem oft hef-
ur verið nefndur maðurinn
með, „níu líf“. Mikojan er 68
ára gamall og er eini maðúr-
inn, sem enn gegnir stjómar-
störfum af þeim, sem komu
mest við sögu í byltingunni
191Ý Hann er Armeníumaður
að uppruna, prestlærður, en
mun þó aldrei hafa tekið vígslu.
Hann var snemma náinn sam-
verkamaður Stalíns og einn
fárra, er slapp lifandi gegnum
allar „hreinsanir". Eftir fráfall
Stalírs hefur hann jafnan fylgt
Krustjoff Mikojan var lengi
verzlunarmálaráðherra Sovét-
ríkjanna, en á síðari árum hef-
ur hann verið fyrsti varafor-
sætisráðherra og ferðazt víða
sem sérstakur fulltrúi Krust-
joffs. Nýlega var hann t.d. í
[ndónesíu og hann hefur oft
t'arið til Kúbu. Mikojan þykir
klókur samningamaður Það
þykir vel ráðið, að hann ljúki
ferli sínum sem forseti Sovét-
ríkjanna, en það er aðallega
tignarstaða. Líklegt þykir þó,
að Krustjoff muni áfram styðj-
ast við ráð hans og muni
jafnvel ætla honum þýðingar-
miklar sendiferðir sem forseta
Sovétríkjanna.
Sá orðrómur hefur komizt á
kreik. að Mikojan kunni að
vera ætlað bráðlega að heim-
sækja Kína Hann er sagður
hafa ráðið Krustjoff frá því að
láta koma til endanlegra frið-
slita við Kína að sinni, m.a.
væri rétt að bíða eftir úrslitum
forsetakjörsins í Bandaríkjun-
um. Og nokkuð er það, að
Krustjoff hefur ekki aðeins lát-
i'ð Kínamálin hverfa í skuggann
á fundum æðsta ráðsins að
þessu sinni, heldur látið nægja
að svara Kínverjum óbeint
Þ.Þ.
1S