Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 6
Kristinn Jónsson ráSunautur vtS drykkjarker tilraunafjárins. — Fjær sést tilraunaféS á beit. Fyrsta tilraun með smugubeit: •• * 24 LOMB A HEKTARANN Á nokkrum undanfömum árum hefur vænleiki dilka'far i8 minnkandi á öllu Suður- landsundirlendí. Sauðfjárrækt hefur þó fremur dregizt sam- an, að minnsta kosti í Ámes- sýslu, en rýraun dilkanna þótti benda til að ofsett væri í heimahaga og afrétti. Fjöldi sauðfjár í þessum landshluta virðist því hafa náð hámarki miðað víð núverandi fram- leiðsluhætti. Framámenn í landbúnaði hafa að sjálfsögðu gert sér grein fyrir þeim skorðum sem landstærð og landgæði setja sauðfjárræktinni, og því hafa verið gerðar tilraunir með að beita sauðfé á ræktað land. Ein þeirra aðferða hefur ver ið nefnd smugubeit, en hún er nú reynd í sumar á Laugardæla túninu, í fyrsta sinn hér á landi. Tilraunin er gerð á vegum Búnaðarsambands Suð urlands og Tilraunaráðs bú- fjárræktar, en Kristinn Jóns son ráðunautur á Selfossi ann ast hana. — Það má gera sér vonir um að þeirri afturför sem nú er í sauðfjárræktínni verði snúið við, ef við náum tilætluð um árangri, sagði Kristinn þeg ar fréttamaður blaðsins kom að máli við hann og spurðist fyrir um smugubeitina. — Ef hægt er að framleíða 24 lömb á hektara má segja að sauðfjárræktinni séu 'lítil takmörk sett í þessum lands- hluta, en það er einmitt þetta sem við geram okkur vonur um. — Hvar hefur þessi aðferð verið reynd áður? — Aðferðin er komin frá Nýja-Sjálandi en ég lærði hana í Bretlandi í fyrrasumar. Bret ar hafa reynt hana í fjögur ár og þar hefur hún gefizt vel, sérstaklega með tillíti til að losna við ormapláguna. — Og hvemig er þessu hag að? — Þannig að lömbin ganga alltaf á undan ánum. Þau smjúga gegnum grind inn í næsta hólf, en grindin er svo þröng að ærnar komast ekki á eftir þeim. Lömbin komast þetta að vild og ganga þá á óvöldu landi og hirða það sem bezt er af grasinu. Það hefur komið í ljós að lömbin bita alltaf ofan af stráunum og smitast því síður af ormaveiki. — Hvað er tilraunaféð margt? — 24 ær með 49 lömb. Þar er ein þrílemba. Beitilandið er tveir hektarar, eða tólf tví- lembur á hektarann. Við gizk- uðum á þetta miðað við erlend ar tilraunir, en þar er gert ráð fyrir 15—20 tvílembum á hektara við skipulagða beit á ræktuðu landi, en aðeíns 4 —5 á ha. ef beitin er óskipu- lögð. Við gerðum ráð fyrir minni sprettu hér og höfðum því minna ísett. Og miðað við útlitið á fénu og landinu nú í ágústmánuði teljum víð okk ur hafa farið rétt af stað. En tilraunin stendur til 15. eða 20. september, og þá fyrst er raunverulega að marka þetta. Kristinn sýndi fréttamanni tilraunaféð á Laugardælatún- inu. Tilraunasvæðinu er skipt í átta hólf og hópurínn flutt- ur til þriðja hvem dag. Þetta fé var fengið að láni frá þrem fjáreigendum á Selfossi. Lömbin virtust falleg, og Kristinn kvaðst gera ráð fyrir að þau væra heldur betri en önnur lömb miðað við tímann. — Við bárum þrisvar sinn um á landið, sagði Kristinn, og síðast um mánaðamótin júlí- ágúst. Það er heppilegur áburð artími fyrir haustbeit, hvort sem um kýr eða fé er að ræða. — Eru lömbin hraust? — Hér eru tíu lömb sem fengið hafa skitu, en ekkert hefur borið á slíku hjá án- um. Við gáfum þeím ormalyf þegar tilraunin hófst, 30. maí nýtt lyf sem er talið mjög gott. Það heitir Thiabendasol og mun vera fundið upp í Nýja Sjálandi. Það er nú framleitt í mörgum löndum, en er nokk uð dýrt lyf. Skammturinn í kindina kostar um 4 krónur. Dungalslyfið kostar aSeíns fimmtíu aura á kind, en Thia- bendasol drepur langtum fleiri ormategundir og er hættulaust í notkun. — Hvað um afurðahlutfallið miðað við tilkostnað? — Um það verður ekkert fullyrt að sinni. Aukakostnað urinn líggur að miklu leyti í girðingunum, í ræktun og áburði, en eftirlit með fénu ætti ekki að verða mönnum kostnaðarsamt. Það er lítið verk að færa það milli hólfa þríðja hvem dag. Kranar á vatnsleiðslum sem liggja út í hólfin mega gjarnan vera heima við bæ, þannig geta menn sparað sér snúning. í rigningatíð þarf ekki að brynna fénu. Hins vegar þarf að prófa að aðlaga slíkar nýj ungar í hverju landi, þar sem staðhættir era að einhverju leyti frábrugðnir, til dæmís spretta, grastegundir, fjár- stofnar og sjálft veðurfarið. Ég býst við að hér hefði náðst enn betri árangur í sumar ef minna hefði rignt í júlímánuði. Lömbin komu hlaupandi úr hólfi sínu af og til meðan við stöldruðum hjá fénu, þau smeygðu sér léttilega gegnum grindina og stukku undir mæð ur sínar til að fá sér hressingu. Sum snera þegar aftur og röltu letilega út í hólfið sitt til að bíta. Þrír svartir lamb hrútar gáfu sér engan tíma til að sjúga fyrir vígahug. Þeir tóku sér stöðu, gengu fáeln skref aftur á bak og runnu saman tveir þeirra, en sá þriðji barði afturendann á sem næstur var. Þessu héldu þeir áfram af miklu forsi meðan við entumst til að horfa á þá. —BÓ ¥ Gimbrin smýgur um grindina. (Ljósmyndir: Tíminn) 6 T í M I NN , íaugardaginn 22. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.